Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1963, Page 4

Æskan - 01.02.1963, Page 4
Noregur er rúmlega þrisvar sinn- um stærri en ísland að i'latar- máli. Landið er 322.000 ferkílómetr- ar. Hér eru þá ekki taldar með hjá- lendur Noregs í Norðurhöfum, Sval- barði og Jan Mayen, sem eru rúm- lega 63.000 ferkílómetrar. Fjarlægð- in milli nyrzta og syðsta odda Noregs er 1752 kílómetrar. Strandlengja landsins er um 20.000 kílómetrar á lengd, ef farið er inn á alla firði, en þeir eru margir. Aragrúi af eyjum Noregur í ( ia g. ®! utan eða innan skólans, skapa nem- endurnir oft sína eigin atvinnugrein. Stúlka nokkur í einum skólanna tók til dæmis að sér hárgreiðslustöri fyr- ir stúlkurnar i skólanum. Sums staðar stofna piltarnir sendibílaþjónustu fyr- ir ferðamenn og aðrir taka að sér þvott fyrir nemendurna. 1 Princetonháskólanum tóku nokkr- ir nemendur sig saman og hófu sölu á smurðu brauði íyrir nemendur skól- ans. Þeir útbjuggu myndarlegar og gómsætar samlokur, sem þeir seldu ódýrt. Þetta vakti geysilega hrifningu innan skólans og ,,kaupmennirnir“ unnu sér inn vænan skilding. er úti fyiúr ströndum Noregs, og mynda þær víða samfelldan skerja- garð. Eyjarnar eru alls um 22.500 fer- kílómetrar og rnargar byggðar. Landa- mæri Noregs liggja að þremur ríkjum, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Bæði í hugum Norðmanna sjálfra og erlendra manna eru það fjöllin, sem einkenna Noreg öðru fremur. Sum norsku fjallanna eru hrikalegri en nokkur fjöll hér á landi. íbúar Noregs eru nú meira en hálf fjórða milljón. Urn það bil þriðjungur norsku þjóðarinnar lifir á landbúnaði og skógarhöggi og annar þriðjungur á iðnaði. Bændabýli í landinu eru um 330.000, en margar jarðir eru svo litlar, að bændurnir stunda_ýmsa aðra atvinnu jafnhliða búskapnum. Vél- væðing landbúnaðarins hefur ekki verið eins hröð í Noregi og á íslandi, í Harvardháskólanum, sem einu sinni var kallaður „háskóli hinna riku“, vinnur nú þriðjungur nem- endanna einhvern hluta ársins. Kenn- ir þar margra grasa og hafa nemend- ur skólans fengizt við hin ólíklegustu störf. Hafa sumir þeirra „troðið upp“ sem búktalarar eða töframenn; aðrir vinna sem þjónar á veitingahúsum, og enn aðrir mála hús fyrir náung- ann eða flytja liúsgiign. Og þá skortir aldrei hugmyndir. Það sannar sagan um strákinn í Harvard, sem tók að sér að hreinsa burt flugnahreiður úr húsum til þess að vinna sér inn auka- skilding! Náttúrufegurð Noregs hefur löngum verið rómuð og ekki að ástæðulausu. og því fækkar hestum ekki eins ört þar og hér á lancli. Loðdýrarækt, eink- um silfurrefarækt, hefur áratugum saman verið mikilvægur atvinnuveg- ur. Um fjórðungur Noregs er skógi vaxinn, og skógarhögg er ein hin mik- ilvægasta atvinnugrein í landinu. Norðmenn eiga nú um 35.000 fiski- skip og kveður þar langmest að vél- bátum af ýmsum gerðum. Frægastar eru fiskveiðarnar við Lófót, en þar er aðalvertíðin á útmánuðum. Um sama leyti er síldarvertíðin sunnar við vesturströndina. Norðmenn framleiða mikið af saltliski og harðfiski. Unt langan aldur hafa Norðmenn verið forustuþjóð á sviði hvalveiða. Hin árlega veiði hefur oftast verið milli 10.000 og 20.000 lrvalir. Ekkert land í Evrópu á eins mikla \atnsorku og Noregur. Vatnsorka landsins er áætluð um 12 milljónir kílówatta og er um fjórðungur henn- ar virkjuð. Hin mikla iðnþróun í Noregi -byggist auðvitað fyrst og fremst á vatnsorkunni. Kaupskipafloti Norðmanna mun vera hinn þriðji stærsti i heimi, næst á eftir flotum Breta og Bandaríkja- manna. Norsk kaupskip sigla um öll heimsins höf og annast flutninga fyr- ir flestar þjóðir heims. Náttúrufeg- urð Noregs hefur löngum verið róm- uð og ekki að ástæðulausu. Til lands- ins streyma ferðamenn frá flestum löndum heims. 36

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.