Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 10
ÆSKAN
DAVÍÐ
COPPERFIELD
Eftir CHARLES DICKENS -
Þeir tíndust allir í sætin sín, nenia Steerfortli; hann
stóð kyrr með hendurnar í buxnavösunum og horfði á
Mell, um leið og hann setti stút á munninn, rétt eins og
hann væri að blístra.
„Svona, verið þér nú rólegur, Steerforthl“ kallaði Mell.
„Sjálfur getið þér verið rólegur! ... Hvern eruð þér
að tala við?“ anzaði Steerforth.
„Setjizt þér niður!“
„Setjizt þér sjálfur niður og haldið yður saman!"
Nokkrir af drengjunum flissuðu og klöppuðu saman
lófunum.
„Heyrið þér mig, Steerforth," sagði Mell, sem var orð-
inn náfölur. Ef þér haldið, að ég viti ekki, að það eruð
þér, sem æsið yngri drengina upp á móti mér, þá skjátlast
yður.“
„O, ég virði yður ekki svo mikils, að ég hugsi um
yður!“
„Og ef þér haldið, að þér hafið leyfi til að móðga
prúðmenni eins og mig, af því að þér eruð uppáhalds-
piltur hér, þá ...
„Prúðmenni! . .. Hvar er það prúðmenni? Getið þið
ekki sagt mér það, drengir?"
Nú var sumum drengjunum nóg boðið, og einn þeirra
kallaði meira að segja:
„Uss, Steerforth, þetta dugar ekki!“
„Ég veit ekki til, að ég hafi gert yður neitt til miska,“
hélt Mell áfram, „og þér vitið ósköp vel, að ég hef orð-
ið fyrir miklu mótlæti og orðið að þola margt. ... Og
þegar þér takið svo upp á því að gera gys að mér, þá
ferst yður reglulega lubbalega og svívirðilega! ... En
ég skal ekki eyða fleiri orðum við yður ... Þér getið
setið eða staðið alveg eins og yður líkar! ... Svona, les-
ið þér áfram, Copperfield!"
„Nei, bíddu andartak, Copperfield minn,“ sagði Steer-
forth og færði sig nær kennaraborðinu. „Ég skal segja
yður eitt, Mell ... Þegar ég segið, að mér farist lubba-
lega og svívirðilega, þá eruð þér sjálfur ósvífinn betlari!"
Ég veit ekki, hvort Steerforth hefði slegið Mell eða
hvað hefði gerzt, ef drengirnir hefðu ekki allt í einu
sett sig í stellingar eins og myndastyttur. í sama vet-
fangi kom Creakle inn í stofuna.
„Heyrið þér mig, Mell,“ sagði hann og þreif í hand-
legg kennarans. „Ég vona, að þér hafið ekki gleymt sjálf-
um yður.“
„Nei, ég hef ekki gleymt sjálfum mérl ... Ég hef hugs-
að mikið um sjálfan mig ... Ég vildi óska, að þér hefð-
uð líka liugsað um mig, lrerra Creakle; þá hefði ég slopp-
ið við mörg óþægindinl“
„Nú, fyrst hann vill ekki svara mér,“ sagði Creakle og
lét dyravörðinn lyfta sér upp á borð, „viljið þér þá segja
mér, hvað er að, Steerforth?"
Steerforth leit gremjulega á Mell og sagði hæðnislega:
„Mér þætti svei mér gaman að vita, hvað hann á við
með því að tala um uppáhaldspilta!"
„Um uppáhaldspilta? Já, má ég bara spyrja, hvað þér
eigið við með slíku, herra Mell?“ sagði Creakle byrstur.
„Ég átti við, að Steerforth ætti ekki að nota aðstöðu
sína sem uppáhaldspiltur hér til að móðga mig.“
„Heyr á endemi! — Og þér haldið kannski ekki, að
þér móðgið yfirmann yðar með því að viðhafa þvílíkt
orðalag ... eða hvað?“
„Það er ef til vill ekki rétt, herra Creakle, og ég hefði
heldur ekki sagt það, ef mér hefði ekki runnið í skap,“
sagði Mell.
„Já, svo sagði hann, að mér færist lubbalega og svívirði-
lega, og þá sagði ég, að hann væri betlari," greip Steer-
forth fram í.
„Hvernig getur yður dottið í hug að viðhafa svona
orðbragð um kennara hér við Salem House?“ hreytti
Creakle út úr sér.
Steerforth brosti háðslega.
„Já, þetta er ekkert svar, Steerforth. Ég hafði búizt
við meiru af yður,“ hélt Creakle áfram.
„Látið þér hann bera það af sér,“ anzaði Steerforth.
„Bera það af sér, að hann sé betlari, Steerforth. En
hvar gengur hann þá um og betlar?“ spurði Creakle.
Ég leit biðjandi angistaraugum til Mells, og hann
klappaði vingjarnlega á kollinn á mér.
„Það má vel vera, að hann gangi ekki um og betli
sjálfur, en móðir hans er að minnsta kosti á þurfa-
mannahæli,“ sagði Steerforth kaldhæðnislega.
Creakle leit skelkaður á Mell.
„Þér heyrið, hvað Steerforth segir um yður, herra
Mell?... Gerið svo vel og hreinsið yður af ákæru hans
42