Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 12

Æskan - 01.02.1963, Blaðsíða 12
Ár í heimavistarskóla. 0 Nú hafa Páll og Nancy fundið Robin, sem týndur var. „En það var sannarlega lán, að þú þekktir svipinn," sagði liún og kyssti Nancy. „hið liafið verið dugleg börn, og í þakklætisskyni ætla ég að taka ykkur með í sumarleyfinu til Wales, þegar skólanum lýkur, en það verð- ur væntanlega innan tíðar.“ Nú runnu upp nokkrir spennandi dagar. Fyrst átti að lialda eins konar próf, og að því loknu skyldi fara fram liátíðleg skólauppsögn. Mörg barnanna áttu von á foreldrum sín- um eða ættingjum, og stúlkurnar liugsuðu mikið um nýju, fallegu kjólana, sem þær áttu að klæðast við skólauppsögnina. Eiríkur fór heim til móður sinnar — og hann var glaðari í bragði en liann hafði verið árum saman. Hann gekk nú nær alveg óhaltur. Og lækn- irinn hafði meira að segja lofað hon- um því, að fætur hans yrðu ekki síðri en fætur Tomma eða Páls, ef hann gætti þess fyrst um sinn að fara gætilega og gerði samvizkusamlega æfingarnar, sem búið var að kenna honum. I>að lá við að Jana táraðist, þegar hún kvaddi Nancy, en hún huggaði sig við jtað, að jrær myndu sjást eftir sumarleyfið, og Tommi var strax far- inn að lilakka til að segja Páli frá öllu því, sem fyrir hann myndi bera í sumarleyfinu. „Til allrar hamingju fæ ég nú loks lækifæri til að nota eitthvað af fal- legu kjólunum mínum!" sagði Vera, Jjegar liún var að láta niður í ferða- töskuna sína. „Það er hræðilegt, að maður skuli vera neyddur til þess að ganga í þessum leiðinlegu skólaföt- uml“ „En ef kjólarnir eru nú orðnir of litlir?" spurði Mildred. „Nú er liðið heilt ár síðan }jú varst í þeirn síðast, og þú hefur stækkað heilmikið á Jteim tíma.“ „Þá fæ ég bara nýja — J>að vil ég líka miklu heldur — eftir nýjustu tízku!“ sagði Vera yfirlætislega. „Ég }>arf lika að fá ný föt!“ sagði Stanley ánægður og speglaði sig. „Sjá- ið bara — ég er orðinn töluvert hærri og að minnsta kosti Jtremur kílóum léttari en í fyrra — ég hef aldeilis grennzt!" En loksins leið allt þetta hjá. Börn- in kvöcldu hvert annað — og að end- ingu fóru allir kennararnir líka, að- eins frú Miller varð eftir til þess að koma öllu í samt lag fyrir næsta skólaár. Mætzt að nýju. Júlí og ágúst liðu flughratt, alltof hratt — aldrei liöfðu Páll og Nancy haldið, að J>au gætu skemmt sér svona vel án íoreldra sinna. En Jjað verður að játa, að Jrau söknuðu þeirra varla. „Auðvitað vildi ég óska, að pabbi og mamma væru hér og gætu séð allt senr við sjáum og tekið þátt í öllu eins og við,“ sagði Nancy kvöld eitt við bróður sinn, „en ég sakna mömmu ekki nærri eins mikið og fyrst.“ „Já, og J>egar maður hugsar til Jress, að nú er nærri Iielmingurinn af tímanum liðinn, Jrá líður hann fljót- ar,“ svaraði Páll. Robin og foreldrar hans gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til J>ess að gera sumarleyíið börnunum sem á- nægjulegast. En nú á ekki að segja frá Jrví — við ætluðum að heyra um heimavistarskólann og lífið J>ar, svo að sögurnar úr sumarleyfinu verða að bíða betri tíma. Svo sneru Jrau loks aítur til Veðra- skjóls, hraust og glöð, og hittu skóla- félagana frá vetrinum áður. Nokkrir eldri nemendanna höfðu flutzt í aðra skóla, en í stað Jreirra voru komnir yngri nemendur, en flestir voru J>ó áfram, eins og J>au höfðu búizt við. Nú var frá mörgu að segja. Vera stærði sig af öllum nýju kjólunum, sem hún hafði feng- ið, af samkvæmum og skemmtunum, sem hún hafði tekið þátt í. Að lokum urðu hin börnin að hóta að hnýta 44

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.