Æskan - 01.02.1963, Page 14
ÆSKAN
Frá u ngl i ngaregl u n n i.
Úr bréfi til stérgæzlumanns.
^"Vf sjaldan gc-ta gæzlumenn barna-
stúknanna borið saman ráð sín um
télagsstarfið í stúkunum. Væri ()ó æskilegt,
að þeir gætu skýrt Iiver öðrum frá reynslu
sinni, til að gera stúkustarfið sem frjóast
og skemmtilegast fyrir börnin. Og ekki
sízt, hvernig heppilegast er, að börnin
mótist í anda liófsemi og bindindis.
Fyrir tveimur árum fengu barnastúk-
urnar nýja siðbók. Var liún gerð með
bliðsjón af siðbók norsku barnastúkn-
anna. Þetta voru góð skipti. Hin nýja sið-
bók hefur marga kosti fram yfir þá
gömlu. Má l>ar til nefna, að bún er styttri
og ávörpin hnitmiðuð. Þá er bindindislieit-
inu sleppt og fellur mér ]>að vel, þar sem
um börn er að ræða.
Mér þótti góð sending leikritin, sem
Stórstúkan sendi barnastúkunum í fyrra.
Keypti ég þrjár bækur í viðbót frá stór-
gæzlumanni til þess að losna við uppskrift
á blutverkum, og vil ég benda fleirum á
að fara eins að. Oft er lítill tími milli
funda til afritunar.
í fjölmennum barnastúkum skapast oft
ýmis vandamál i sambandi við fundina,
og má gæta þess, að of mikill tími fari
ekki í ýmsa siði og störf, sem verða þreyt-
andi fyrir börnin. Vil ég skýra hér frá
reynslu minni í ]>essu efni, ef fleiri vildu
l'ara svipað að.
Barnastúkan Samúð hefur fundi í Odd-
eyrarskólanum á Akureyri annan hvern
sunnudag. Fundarsalurinn er svo lítill, að
ég hef orðið að skipta stúkunni í tvennt.
Fundir eru fyrst í yngri flokknum og eru
i honum 7—í) ára börn. Eru 9 ára börnin
í embættum. í eldri flokknum eru 1(1 ára
börn og eldri, og unglingarnir. Inntaka
fer aðeins fram í eldri flokknum, og þar
er fundargjörð rituð.
Vegna þrengsla i fundarsalnum tók ég
upp þá venju að láta merkja við nöfn
barnanna í viðveruskrá i anddyri um leið
og ]>au koma inn. Einnig er umgangsorð-
ið tekið i innri dyrum. betta sparar tima
á fundinum. En ekki er þörf að ’nota þess-
ar venjur, nema i fjölmennum stúkum.
Bróðurlegast.
Eiríkur Sigurðsson.
Langrækni.
Mælt er, að þegar hinn heimsfrægi
ítalski listmálari, Leonardó da Vinci,
málaði hina kunnu mynd sína af
kvöldmáltíðinni, hafi honum allt í
einu dottið i liug að mála Júdas í
IOGT
gervi óvinar síns. Eins og venjulega
gekk hann með áliuga og festu að
verki sínu og innan skamms var svip-
ur Júdasar fullmótaður með andlits-
dráttum óvinarins, sem hann hataði
svo mjög.
Því næst fór listamaðurinn að mála
myndina af Kristi. En þótt hann legði
sig allan fram og beindi huga sínum
til írelsarans, komu andlitsdrættir ó-
vinar hans alltaf í ljós. Þannig vann
hann lengi án nokkurs árangurs.
Að lokum komst hann að þeirri
niðurstöðu, að meðan hatur byggi í
huga hans, mundi hann ekki geta séð
dýrð guðs og því síður málað hana
á léreftið.
Þá bað hann guð að fyrirgefa sér,
sættist fullum sáttum við óvin sinn
og náði andlitsdráttum hans af mynd-
inni. Þá öðlaðist hann frið og kraft
til að ljúka listaverkinu, til að móta
myndina af Kristi, sem allir dá, er
njóta, vegna fegurðar þeirrar og
göfgi, sem birtist í svip hans.
Endursagt af S.G.
Nauðsynlegt er að hirðing
tannanna hefjist eins fljótt og
auðið er, svo að hreinsun tann-
anna verði barninu eins sjálf-
sögð og að þvo sér um hend-
ur og andlit. — Tennurnar
þarf að bursta að lokinni
hverri máltíð og umfram allt
að sofa með lireinar tennur.
Við burstun ber að gæta þess,
að hár burstans nái inn milli
tannanna í skorur og ójöfnur
á öllum flötum þeirra, og fjar-
lægi leifar, sem þar kunna að
leynast. Ein aðferð er sú, að
leggja burstann þannig að
tönnum þeim, sem hreinsa skal,
að bár hans beinist að rótum
þeirra og leggist skáhallt að
tannholdinu, en dragist siðan
niður eftir því og eftir yfir-
borði tannanna í átt að bit-
fleti þeirra. I’annig eru tenn-
ur efri góms burstaðar niður,
en neðri tennur upp á við; bit-
fleti skal bursta fram og aft-
ur. Tannbursti á að vera nægi-
lega lítill lil þess að auðvelt
sé að koma honum að öllum
flötum tanna að utan og inn-
•an. Burstunarflötur hans skal
vera beinn og hárin stinn. Bezt
er að eiga tvo bursta, nota þá
til skiptis, hreinsa þá og láta
þorna vel á milli notkunar.
’★★★★★★★★★★★★★★*
HIRÐING TANNA
46