Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1963, Side 22

Æskan - 01.02.1963, Side 22
ÆSKAN sá stóra veru koma í áttina til sín. Þessi vera virtist vera alveg eins og litlu mennirnir, en bara miklu stærri. „Hvað er þetta, sem er að koma þarna?“ spurði litla lambið og þrýsti sér fastar að mömmu sinni. Það vissi, að fyrst mamman hafði kallað það til sín, þá myndi eitthvað í nánd, sem gæta yrði sín fyrir. „Þetta er það, sem kallað er karlmaður. Og þessi karlmaður er kallaður bóndi. Hann segist eiga okkur. Þú skalt gæta þín vel fyr- ir honum.“ „Er hann vondur?“ spurði litla lambið með ákafa. „Nei, ekki alltaf. Til dæmis þegar ekki er hægt að fá gras úti, þá gefur hann okkur þurrt gras, sem hann segir að sé hey. Þannig gætir hann þess að við kindurnar höfum nóg að borða. En ég hef samt heyrt talað um vondan bónda, sem ekki hafði nóg hey handa kindunum sínum. Og þær dóu, af því að þær höfðu ekki nóg að borða. Það er kallað að deyja úr hor.“ Litla lambið ætlaði að fara að segja eitt- hvað, en sá þá, að bóndinn var kominn ískyggilega nálægt. Og hann færðist nær og nær. Allt í einu hljóp hann eldsnöggt áfram. Litla lambið ætlaði að hlaupa burtu, en þá hafði hann gripið um aðra afturlöpp- ina á því og hélt fast utan um hana. Litla lambið reyndi að losa sig með því að kippa fast í litlu löppina sína, en þá tók bóndinn bara undir kviðinn á því og lyfti því hátt upp. Litla lambið brauzt um og kallaði há- stöfum til mömmu sinnar og bað hana að hjálpa sér. Hún svaraði, að hún gæti ekki hjálpað því, en það skyldi bara vera rólegt. En svo gerði bóndinn allt í einu eitthvað við eyrað á því, svo að litla lambið hljóðaði hátt af sársauka. Svo tók bóndinn um hitt eyrað og gerði svipað við það. Þegar bónd- inn var búinn að þessu, sleppti hann litla lambinu. Það fann voðalega mikið til í eyr- unum og flýtti sér til mömmu sinnar, yfir- komið af ótta og sársauka. Það hristi höfuð- ið, en þá fann það bara meira til. En nú fór bóndinn að baða út handleggj- unum. Þá hljóp mamma litla lambsins af stað og það flýtti sér á eftir henni. Þess vegna hafði það engan tíma til þess að tala við hana, eins og það þó langaði til þess. Nú hljóp bóndinn að einhverju og lyfti því upp. Þá hljóp mamman þar sem þessi hlutur hafði verið og litla lambið þaut á eftir henni. Þá setti bóndinn hlutinn aftur, þar sem hann hafði verið og gekk svo burt. - (Litla lamb- GÖÍHKHKHKHKBKHKHKBKBKBKBKBKHKHKBKHKBKBKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHJGGGiKHKHKBKBKBKBKBKHKHKBKHKrf 54

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.