Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 8
HROI HÖTTIIR „Velkominn, riddari, margsinnis velkominn,“ tók höfð- ingi skógarmannanna til máls. „Þú ert glaðari í bragði í dag, en þegar ég hitti þig í lyrra hérna í skóginum. Áttu ennþá óðal þitt?“ „Já, og ég þakka þér þúsund sinnum, drenglyndi vin,“ sagði riddarinn. „Ennþá á ég óðal ieðra minna, og fyrir guðs blessun get ég nú greitt þér fé það, er þú lánaðir mér.“ „Ég lief nú þegar fengið það, frækni riddari," svaraði Hrói höttur. „Munkar tveir frá Maríuklaustrinu hafa nú í dag fært mér lánsféð með vöxtúm, eigðu því sjálfur peninga þína, en ef þú hittir einhvern tíma bágstaddan mann, þá minnztu Hróa hattar.“ „Það gengur fram af mér, hve göiuglyndur þú ert,“ mælti riddarinn. „Ég ætlaði að vera koniinn til þín fyrir hádegi, en limurinn sá arna var svo djarfur að vinna öll afrekslaunin á sveitamannahátíð einni, og ef ég hefði ekki skorizt í málið, er óvíst að hann hefði fengið mikil laun fyrr framgöngu sína.“ „Hó, hó! Þú hefur þá einhvern hinn röskasta manna minna í fylgd þinni,“ mælti Hrói höttur, þegar hann sá, hver sigurvegarinn var. „Jörundur frá Grundum mundi varla hafa sleppt eign sinni orðalaust fyrir fáeinum sila- legum bændapiltum.“ „ Já, höfðingi góður, verið getur það, en hvað mega tveir handleggir móti mörgum tugum. Hefði ekki Ríkarður riddari kontið mér til liðs, mundi ég vart hafa sótt mikið gull í greipar Jaeim.“ Hrói höttur hvíslaði einhverju að Litla Jóni. Litli Jón fór burt og kom aftur með pyngju iulla af gullpeningum. „Tak þetta, kæri vin,“ mælti skógarmaðurinn og lékk riddaranum gtdlið. „Munkarnir frá Maríuklaustri létu mér langtum meira í té en það, er nam þeirri upphæð, er ég lánaði þér. Ennþá muntu varla vera orðinn s'tór- ríkur, meðtak því afganginn að launum lyrir hina drengi- legu milligöngu þína.“ Riddarinn hefði helzt viljað hafna gjöfinni, en hann vissi, að með því mundi hann styggja vin sinn, fyrir Jjví svaraði hann: „Ég þigg gjöf þína, en einhvern tíma mun ég reyna að endurgjalda göfuglyndi þitt, allt til Jtess er ég skuldunautur júnn. En nú bið ég Jjig að Jtiggja af mér gjöf sem lítið Jrakklætismerki frá minni hálfu.“ Eftir boði hans stigu sveinar hans af hestbaki og lögðu boga og örvamæla fyrir fætur Hróa. Allir skógarmennirnir fögnuðu hástöfum, þegar höfð- inginn skipti hinum fögru vopnum á milli Jreirra. Margir fóru þegar að reyna hin nýju vopn, aðrir sátu kyrrir hjá riddaranum og sveinum hans til að vera með þeim að kvöldgleði þeirri, er nú stóð til. Skemmtu menn sér nú með samræðum og söng, unz myrkrið gjörði enda á gleði þeirra. Gestunum voru búnar hvílur af burkna og þurru laufi, og sváfu þeir sætt og vært í laufskálum skógarbúa, unz dagur rann og veiðihornið vakti Jjá. Þá stóðu allir upp. Riddarinn vildi komast sem fyrst heirn til konu sinnar og vildi þess vegna ekki bíða morgunverðar, held- ur kvaddi skógarmennina þegar í stað, sté á hestbak og reið af stað til Vinfróar. Hinn gullni bogi. Þegar munkarnir frá Maríuklaustri voru sloppnir fra skógarmönnunum, skunduðu Jteir allt hvað af tók til Nottingham og fóru á fund bæjarfógetans til að segj:l honum frá meðferð þeirri, sem Jteir höfðu sætt í Barnes- skóginum. Hinn virðulegi embættismaður hlýddi á kærur þeirra með athygli. Svall honum bitur hefnd í brjósti fyrir allaí Jjær skapraunir, senr skógarmennirnir höfðu gert honum, og hét hann að láta nú ekkert óreynt, unz Hrói höttur og óaldarflokkur hans væri af dögum ráðinn. Þar eð hann vissi ekki, hvernig hann skyldi fara að Jressu, datt honum í hug að leggja málið fyrir konung. Hann sté :l bak fjörugasta hesti sínum, reið til Lundúna og bað Jjess að mega ganga fyrir Ríkarð koming, sem Jrá var nýkom' inn heim úr varðhaldi í útíöndum. „Hvað?“ mælti Ríkarður konungur, Jjegar bæjarfóget' inn hafði lokið máli sínu. „Geturþu ekki handsamað einn lítilfjörlegan óeirðarsegg, sem ekki heíur svo niikið sem einn kastala til varnar sér? Hafðu Jjig á braut sem skjótast, en eitt vil ég segja Jrér. Ef þú ekki færir mel höfuð ræningjans, áður en misseri er liðið, Jjá skal emh' ætti Jritt veitt öðrum manni, sem duglegri er en |hí.“ Bæjarfógetinn þóttist vita, að konungur mundi valt láta orð sín óelnd. Sneri hann nú heimleiðis og ve^u fyrir sér, hvað hann skyldi taka til bragðs til að hrinda af sér slyðruorðinu og fá unnið þá skógarmehn. Loksms kom honum ráð í hug. Hann lét gera heyrum kunnugt’ að halda skyldi skotleik í Nottingham, og að sigurve£ 220

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.