Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 18
ÆSKUÁR FRÆGRA MANNA
Ekki mun nokkur efast um
]>að eitt andartak, að Biaise
Pascal hafi verið reglulegt
undrabarn. (Hann fæddist 1623
og dó 1662.)
Þó furðar okkur ef til vill
mest á ])ví, livaSa hæfileikar
]>að voru, sem hann átti í svo
ríkum mæli.
Oftast heyrum við um undra-
börn á sviði tónlistar, sönglist-
ar eða annarra listgreina. En
Pascal var að sumu leyti frá-
brugðinn ])eim öllum. Það má
með sanni segja, að liann hafi
verið „stærðfræðiundur“.
S tærðfræðiundrið.
Þá tók Pascal til sinna eigin
ráða. Hann fór að teikna á
gólfið alls konar myndir, þrí-
hyrninga og hringi, og auðvitað
hafði liann ekki hugmynd um
visindaleg nöfn eða þýðingu
þessara tákna og varð því
sjálfur að gefa þeim nöfn.
Þannig má eiginlega segja,
að Paseal hafi „enduruppgötv-
að“ rúmfræðina, án þess að
hafa fengið hina minnstu til-
sögn á nokkurn hátt.
Og eitt skiptið, er faðir hans
kom inn i herbergi hans, lá
Pascal á gólfinu, teiknaði og
hugsaði, án þess að hafa hug-
mynd um, að nokkur stæði
hjá honum!
Faðir hans horfði undrandi á
son sinn og aðferðir hans. En
eftir skamma stund snerist
undrun hans í aðdáun, og hann
sá nú, að engin ástæða var til
þess að hindra þessa hæfileika
sonar síns, sem brutust fram í
svo rikum mæli.
Pascal sökkti sér því niður i
rannsóknir á þessu sviði, en
faðir hans sá, að það sem
Pascal hafði gert sem tólf ára
drengur, var eins og fyrsti
hluti stærðfræði hins þekkta
griska stærðfræðings Euklids.
Sextán ára að aldri gat ]>vi
Pascal gefið út fyrstu stærð-
fræðirit sín, sem áttu eftir að
aukast mikið á næstu árum.
Nafn hans verður þvi óafmá-
anlegt úr sögu stærðfræðinnar,
cn þó varð Pascal enn frægari
fyrir ritstörf sín i trúarlegum
og heimspekilcgum efnum.
Hann var einlægur trúmaður.
Hann treysti Guði og vildi, að
aðrir eignuðust sömu lifs-
reynslu og hann. Jesús Kristur
var lionum hin stærsta gjöf,
sem Guð liafði sent mönnun-
um, þeim til bjargar og hjálp-
ræðis.
Og trúin veitti honum fögn-
uð og styrk svo sem Guð einn
getur gefið. Guð var honum
hvorki fjarlægur né ópersónu-
legur. Hann var raunvcrulegur
Guð, sem hann óttaðist og til-
hað með lotningu, sem hann
gat talað við og sagt sínar
leyndustu liugsanir. Hann var
lionum Guð, sem liann treysti
hæði í sorg og i gleði. Raun-
verulegur, persónulegur Guð,
sem veitti lífinu eilift gildi.
Faðir þessa mikla franska
stærðfræðings og heimspekings
bjó í Clermont-Ferrand og var
einbættismaður þar. En liann
liafði ekki búið þar svo injög
lengi, er hann fluttist þaðan
til Parísar, til þess að geta
helgað sig meir hörnum sínum
þremur, tveimur dætrum og
syninum Pascal. Hann var
sjálfur eini kennarinn þeirra!
Pascal „enduruppgötvar rúm-
fræðina
Auðvitað vildi faðirinn ann-
ast börn sín eins vel og hann
gat. En hann vildi lika, að allt
færi eftir han's eigin ákvörð-
unum. Hann lagði áherzlu á, að
Pascal lærði fyrst og fremst
tungumál. Hann gæli alltaf lært
stærðfræði síðar meir. En þessi
ungi, tólf ára snáði þreyttist
aldrei á að spyrja föður sinn
um eitt og annað i stærðfræð-
inni, sem hann langaði til þess
að vita. En ])á svaraði faðir
hans venjulega: „Við getum
talað um það, ]>egar sá timi
kemur.“
Iþróttir fyrir þau yngstu„
Að þessu sinni ætlar bangsa-
pabbi að sýna ykkur nokkrar
leikfimiæfingar, sem hann ger-
ir á hvcrjum morgni.
Á fyrstu myndinni situr hann
á stól og rcynir að grípa bolta
með fótunum, sem litla telpan
kastar til hans.
Á þcirri næstu stendur hann
á þykkum bókum og reynir að
Iáta boltann snerta gólfið án
þess að beygja hnén.
Á þriðju myndinni kastar
hann boltanum með hægri
hendi undir vinstri fót og gríp-
ur hann með vinstri hendi.
Næst kastar hann boltanuiu
með vinstri hendi undir hæ6r'
fót og svo koll af kolli.
Og nii getið þið byrja‘' ‘l
morgunleikfiminni.
230