Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1984, Blaðsíða 44

Æskan - 01.12.1984, Blaðsíða 44
siefAnjúlíussgn Kárt licli ískólanum Nýjar bœkur frá Æskunni Fimmtán ára á föstu eftir Eðvarð Ingólfsson. Hún heitir Lísa og er fimmtán ára, dökkhærð, brúneygð og ólýsanlega sæt. Hún er draumadís allra stráka. Árni, bekkjarbróðir hennar, er svo hrifinn af henni að hann verður stundum andvaka af ást. En Lísa er á föstu með mótorhjólatöffara. Árni hefur gefið upp alla von um að ná í draumadísina. Þá verða óvæntir atburðir og spenna færist í leikinn . . . Fimmtán ára á föstu er spennandi, skemmtileg og opinská unglingasaga. Hún gerist á einu sumri og í lok bókarinnar hafa mikil tíðindi gerst svo að framtíðar- horfurnar eru aðrar en búast hefði mátt við . . Fimmtán ára á föstu — Pottþétt unglingabók Kári litli í skólanum eftir Stefán Júlíusson, myndskreytt af Halldóri Péturssyni. „Stefán Júlíusson sýndi strax með fyrstu bók sinni að hann skildi mikilvægi hins hvers- dagslega fyrir barnshugann. Það er enginn reyfarabragur á sögunni um Kára litla og Lappa. En hún er sögð af íþrótt sögumanns og nær- færnum skilningi á barns- sálinni. Því er þetta góð saga og holl til lestrar“ — var ritað í blaðadómi um Kára litla og Lappa. Þau ummæli eiga ekki síður við um Kára litla í skólanum. Þessi vandaða 6. útgáfa er listaverk í máli og myndum. Hún mun eflaust enn sem fyrr höfða til barna á aldrinum sex til ellefu ára. etu B*kutnat Júlíus í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Júlíus er simpansi sem fæddist í dýragarðinum í Kristiansand í Nogegi. Hinir aparnir útskúfuðu honum og því ólst hann upp meðal manna og gleymdi næstum meðbræðrum sínum. En mennirnir vissu að þeir yrðu að fá ættingja Júlíusar til að taka við honum á ný . . . Þetta er hugljúf og heillandi saga með ljómandi fallegum, litríkum myndum. Júlíus hefur töfrað norsk börn og fjölskyldur þeirra. Nú er röðin komin að okkur . . Bókin er fyrir allan aldur — frá fjögurra ára.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.