Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.07.1928, Qupperneq 12

Æskan - 01.07.1928, Qupperneq 12
60 ÆSK AN hófst. Jóhann varð drykkjumaður. Veslings maðurinn minn. Þegar dreng- urinn okltar óx upp, fór hann sömu leiðina, og alt, sem við áttum, rann í vasa vínsalans. Jóhann t'ekk tauga- veiki og dó, og drengurinn okkar datt í sjóinn og druknaði kvöld eitt, þegar hann var dauðadrukkinn. Já, kæru lillu stúlkur. Þegar Jiið verð- ið fullorðnar húsmæður, megið þið al- drei, aldrei hleypa víninu inn á heimili ykkar. Nú hafið þið heyrt mína sorg- legu sögu, og margir hafa slíka sögu að segja. En nú verð jeg að fara. Jeg þakka ykkur kærlega fyrir, og verið þið nú sælar. Þóra: Verið þjer sælar, og þakka yð- ur fyrir, að þjer sögðuð okkur jiessa sögu. (Konan fer). Þú mátt ekki vera reið við mig Ása, af því að mjer gramd- ist áðan. Nú er jeg orðin vitrari, og al- drei skal neitt svo hættulegt koma inn á mitt heimili, þegar jeg verð slór. Því lofa jeg þjer Ása. Ása: Því lofa jeg einnig. Og ekki vil jeg heldur hafa fugla í búri. — Ileyrðu Þóra, við skulum æfinlega reyna að gjöra það, sem rjett er, og þá þurfum við ef til vill ekki að iðrast og gráta eins og þessi auniingja kona. Það hlýt- ur að vera óltalegt, að vera svona sorg- mæddur á elliárunum. Þóra: Já, Ása, við skulum vera eins góðar og við getum. Þýtt úr „Magne". 0 Rakarinn: „Retta er fyrsta sinni, sem jeg hefi þá ánægju að raka yður“. Maðurinn (s,em átti að raka): „Nei, jeg hefi koinið hingað einu sinni áður“. Rakarinn: „Jæja, jeg gat ekki þekt nndlit- ið aftur"! Máðurinn: „Því get jeg \'el trúað. Nú eru sárin öil gróin". 0 INU sinni var lítill drengur, sem hjet Bjarni. Hann var svo fátæk- ur, að hann átti hvorki skó nje sokka. Hann varð að ganga um og betla, til þess að deyja ekki úr hungri. Á hverj- um degi ráfaði hann um sveitina í jiess- um erindum. Kvöld eitt var hann orðinn fjarska þreyltur. Hann var búinn að ganga mjög langt, þann daginn. Fætur lians voru orðnir logandi sárir og dauðmátt- lausir. „Ef jeg aðeins hefði nú skó á fæt- urna“, sagði veslings Bjarni litli við sjálfan sig. „Eða ef jeg ætti nú vísan góðan næturstað. Dæmalaust væri það nú gott“. En hann var kominn langt frá öll- um mannabygðum. Hann sá hvergi hreysi, sem væri líklegur næturstaður. Nú var sólin að setjast og þá mundi honum verða kalt á fótunum, Rjett hjá veginum var ofurlítill sand- höll, og meðfram honum rann lækjar- spræna. Bjarni fleygði sjer niður í sand- inn, rjett hjá læknum, og steinsofnaði eftir stutta stund. Skömmu eftir að Bjarni var sofnað- ur, komu nokkrir smásteinar veltandi ofan af veginum. Þeir ultu niður að læknum og fóru að tala við sandkorn- in á botni lækjarins og meðfram lion- um. Á einum smásteininum var blóð- blettur. Hann var úr öðrum fætinum hans Bjarna litla, sein orðinn var blóð- risa eftir göngulagið. Litli steinninn með blóðbletlinum sagði við sand- kornin: „Eiguin við ekki að leggja sainan getu okkar og búa til skó á fæturna hans Bjarna litla?"

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.