Kyndill - 01.03.1934, Page 4

Kyndill - 01.03.1934, Page 4
Kyndill Rikisauðvald rikisrekstur Aldrei hafa mótsetningar auðvaldsins innbyrðis veriö' jafnskarpar og nú. Framleitt er meira en nokkru sinni fyrr með vélaafli, en framleiðslan er eyðilögð með skipulagsleysi sam- keppninnar, svo afleiðingin verður geysilegt atvinnu- ^ leysi og fjárhagslegt hrun. Orð þýzka alþýðuforingjans Ágústs Bebel, sem eru rituð fyrir hálfri öld síðan, eiga sannarlega við í dag. Hann segir: „Pjóðfélagið stendur ráðprota gagnvart sínum eigin illkynjuðu meinum, vílandi og naut- heimskt. Það vill gjarnan hjálpa, en er of veikt. Þeir, sem ætla að hjálpa, eru skilningslausir, og þeir, sem eiga að hjálpa, vilja ekki. Þeir treysta á vald sitt eða | í hæsta lagi hugsa sém svo, að á eftir peim komi synda- flóðið. En ef syndaflóðið kæmi nú á þeirra Iífsdögum?“ Nú er syndaflóðið komið, en jafnframt hafa skapast * ný öfl og nýr skilningur. Sannfæringin um nauðsyn nýs þjóðskipulags og nýrra framleiðsluhátta er ekki lengur * séreign verkalýðsins; bændur og millistéttamenn til- einka sér sem óðast hlutdeild í þeim sannindum. Yfir- stéttin óttast vaxandi óánægju og andúð gegn hennar þjóðskipulagi. Sá ótti lýsir sér í fasistahreyfingunni — nazismanum —, þar sem yfirstéttin gerir tilraun að leiða | fólkið í tálgryfjur undir,fölsku „socia!istisku“ yfirskini. En fasistahreyfingin, sem er síðasta ráð auðvaldsins til að vernda einkaréttindi sín — arðránsmöguleikana t —, er einmitt sterkur vitnisburður um nýtt voldúgt afl — afl verklýðssamtakanna faglega og pólitískt. Þegar Hitlers-aðdáandinn Georg Strasser þykist halda 2

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.