Kyndill - 01.03.1934, Page 5

Kyndill - 01.03.1934, Page 5
Rikisauðvald rikisrekstur Kyndill fyrirlestur um „Marxismann“ í þýzka ríkisþinginu, eða. þegar Mussolini kallar saman félagslega ráðstefnu, sem fordæmir frjálslyndið(!!), þá er þetta glöggur og full- kominn vitnisburður um kreppu auðvaldsins og styrk * socialismans. Samtímis því, sem framleiðslu- og verzlunar-hættir auðvaldsins leiða æ betur í ljós eigið gengisleysi og ágalla, vex þörfin og nauðsynin á að finna réttar leiðir út úr ógöngunum. Þess vegna verður sú þörf æ brýnni í hugum verkalýðsins og annarar alþýðu, sem hefir sömu aðstöðu í þjóðfélaginu, að finna beztu og auð- veldustu leiðina til stofnunar nýs þjóðskipulags. Mætti orða þessar spurningar þannig á einfaldan hátt: Hvern- ig breytum vid audvaldspjódfélaginu í socialistiskt? Er eitthveri millibilsástand naudsgnlegt og pá hvernig? > Á fyrstu árum verklýðshreyfingarinnar hefir sú trú e. t. v. átt sterk ítök, að með snöggu bragði væri unt ► að ná völdunum og því næst umskapa þjóðfélagið í einni svipan, eða þá koma breytingunum á með nokkr- um þingsályktunum og lagasamþyktum. En pólitísk og fjárhagsleg þróun síðustu ára í auðvaldsríkjum Evrópu og Sovét-Rússlandi ættu að hafa gefið þeirri trú rot- höggið. Reynslan frá báðum þessum aðilum sýnir okkur, að hvort sem unnið er á grundvelli lýðræðis og þingræðis * að valdatöku verkalýðsins, eða lausnin er reynd með uppskurðarfyrirkomulagi — byltingu —, þá kemur í báðum tilfellum tímabil þróunar — fjárhagslegra breyt- inga — áður en þjóðfélagið er orðið socialistiskt. 3

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.