Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 31

Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 31
Kyndili \ ■ vy. ;'i/.. Þankar Þaö kennir oft nokkurs misskilnings hjá mönnum, er |)eir gera sér grein fyrir stefnu jafnaðarmanna. And- stæðingar jafnaðarstefnunnar reyna líka óspart að koma inn alls konar blekkingum hjá almenningi og reyna að telja mönnum trú um, að jafnaðarmenn vilji allt annað en stefnan segir í raun og veru, ef hún er nákvæmiega ígrunduð. Orðin jafnaðarmaður og jafnað- arstefna eru oft á tíðum misnotuð og talin merkja, að allt eigi að vera jafnt. Auðurinn, — sem vitanlega jer á fáum höndum, — sé hlutur, sem jafnaðarmenn vilji safna saman á einn stað og deila svo með höfðafjöld- anum í hrúguna, og þá fái.allir jafnt. Vitanlega berjast jafnaðarmenn fyrir réttlátri skiftingu auðsins og arði framleiðslunnar. En [)aö, sem við jafnaðarmenn teljurn auð, er ekki pappírsseðlar tryggðir með gullklumpum. Enginn maður getur fæðst og klæðst af slíkum hlutum, Auðurinn hlýtur því að vera eitthvað annað. Auðmaðurinn á fjármagn. En hann lifir ekki á pví. Hann lifir á lífsgæðum, sem framleidd eru dag frá 'degi af iðju, sem beitt er á fjármagnið. Auðmaðurinn á land. En hann lifir ekki á því. Hann lifir á lífsgæðum, sem 28

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.