Kyndill - 01.03.1934, Page 32

Kyndill - 01.03.1934, Page 32
Kyndill Þankar iðjan framleiðir af landinu. Alt verðmæti iandsins og fjármagnsins sem tekjustofns fyrir hann felst í iðjunni, sem bundin er við það iand og fjármagn, og sífeldri framieiðslu þeirrar iðju. Sjálfur borgar hann ekki laun. Iðjan framleiðir laun til handa verkamönnunum um leið og hún framleiðir tekjur hans. Auðmaðurinn erfir heldur ekki auð þann, sem hann lifir af. Það, sem hann erfir, er vald yfir uppsprettum framleiðslunnar. Það sést á þessu, að þegar talað er um skiftingu þjóðarauðsins, er nauðsynlegt að vera á varðbergi fyrir þeim algerða misskilningi, að ímynda sér að auðurinn sé nokkuð tiltekið og varanlegt. Þegar menn stagast til dæmis á því gamalkunna bulli, sem sumir hinna fáfróð- ari manna ímynda sér að sé röksemd gegn jafnaðar- stefnunni, að þótt skift væri í dag upp öllum auði landsins, myndi aftur koma mismunur á morgun, þá er það sú einfeldnislega villa, sem menn, leiðast í, að geira ráð fyrir að auður landsins sé einhver tiltekinn og var- anlegur hlutur, sem hægt væri að moka saman. i íhrúgu og skifta upp. Að sjálfsögðu væri ekki hægt að gera neitt slíkt, jafnvel þó einhver væri það flón að stinga upp á því. Viðfangsefni skiptingarinnar er ekki nein skipting. Auður landsins er fólginn í sístreymandi lind vöru- framleiðslunnar, sem sífellt er verið að framleiða, sí- fellt verið að skipta og sífellt verið að eyða. Og við- fangsefni skiptingarinnar er ekki að skipta í neitt eitt 30

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.