Valsblaðið - 01.04.1941, Qupperneq 4

Valsblaðið - 01.04.1941, Qupperneq 4
V A L S B L A Ð I Ð HLtÐARENDAKAUPIN. Framtíðarheimkynni Vals. íþróttaheimili að Hlíðarenda. Sumarið 1939 réðist íelagið í að festa kaup á býlinu Hliðarendi við Laufásveg, eða öðru nafni erfða- festulandinu Vatnsmýrarblettur 14, með íbúðarhúsi, fjósi, lilöðu og. öðrum útihúsum, fyrir 30 þúsund krónur. Landið er austast í Vatnsmýr- inni, milli Eskililíðar og hins nýja vegar, er liggur suður að hinu fyr- írhugaða íþróttahverfi við Skerja- fjörð, 5,09 lia. að stærð, að mestu ræktað tún. Lega þess er hin á- kjósanlegasta, á fallegum stað, næstum miðja vegu milli mið- bæjar og hins væntanlega leik- vangs (stadions) sunnan Eskihlíðar. Kaupin eru gerð til þess að tryggja félaginu framtíðar sama- slað, þar sem sameinuð verði öll starfsemi þess á einn stað, og við skajiað okkur þau ytri skilyrði, sem við teljum nauðsynleg og bezt, til að ná þeim. árangri, sem að er keppt með stofnun og starfi félagsins. Eiga þau sér i rauninni langa forsögu í hrakningum fé- lagsins, frá einum vellinum ti 1 annars, sem það hefir rutt sér og lagað, til þess svo að tapa þeim jafnharðan aftur. Fyrsti völlurinn var ruddur þeg- ar á fyrsta ári félagsins, eða fyrir nær 30 árum, sunnarlega á „Mel- unum“, en jjaðan varð félagið að þoka þegar á næsta ári, þvi það ár var byrjað á byggingu Loft- skeytastöðvarinnar og henni ein- mitt valinn staður á hinu nýrudda svæði Vals, en vegsum.merki hafa sést þar til skamms tíma. Var Jjeg- ar ráðist í að ryðja nýjan völl, lít- ið eitt norðar, en friðurinn var jafn skammur, Jjví yfir þveran völlinn var lögð járnbraut sú, sem notuð var við byggingu hafnar- innar. Enn var byrjað á nýjan leik, nú nyrzt á Melunum, og naut félagið Jiess vallar um nokkurt skeið, eða J>ar til hann var tekinn undir „Nýja iþró|ttavöllinin“ árið 1926. Jafnframt fékk félagið inni á hin- um nýja velli til jafns við hin fé- lögin, og hefir svo verið síðan. Var nú svijjast um eftir hentug- um stað undr vallarstæði til fram- húðar fyrir félagið, en enginn sá staður fékkst, sem við höfðum augastað á. Var svo þar lil árið 1932, að hæjarráð leyfði okkur að ryðja og nota melbarð Jiað sunnan við IJaukaland, sem rutt var árið 1935 og síðan gengið undir nafn- inu Valsvöllur. Þó njotast hafi verið við völl þenna fyrir meira en heliuing allra æfinga félagsins á undanförnum árum, getur hann ekki orðið neinn framtíðar samastaður, J)ví land- rýini er lítið og óhentugt, en lík- legt að bærinn Jjurfi fljótlega á J)ví að halda fyrir annað. Hrakningar J)essir sýna, að við höfum verið svo óheppnir að velja staði, sem ómissandi Jjóttu til ann-' ara nota, eða svo vel í sveit komið, að allur ahnenningur yrði að njóta J)ess, en ekki eitt einstakt félag. Verðum við að vona, að með kaup- unum á Hlíðarenda sé Jæssari hrakningasögu í vallarmálum fé- lagsins lokið, og lokið með sköpun fullkominna ytri skilyrða til æf- inga og öflugs félagslífs á eigin landi, svo vel hirtu, ræktuðu og skipulögðu, að allir verði sammála um, að landinu verði á engan hátt betur ráðstafað, og J)ví aldrei af okkur tekið. Eftir alla Jtessa hrakninga var ekki að undra, þótt við litum von- araugum til hins fyrirhugaða í- þróttahverfis sunnan Eskihlíðar, einkum er stjórn Í.S.Í. og bæjar- stjórn bundust samtökum, um að hrinda málinu i framkvæmd með úlvegun fjár og kaupum á landinu undir það. Enda bundum við allar vonir okkar í J)essm efnum við hugsjón J>essa og biðum, fullir ó- J)reyju þeirrar stundar, að undir- búningi yrði svo komið, að íþrótta- félögin gætu tekið við og fullgert æfingavellina. Töldum við sjálfsagt, að hverju J)iví jfélagi, sem sýnl hefði með starfsemi sinni, að J)að væri lif- andi og líklegt til frambúðar, yrði úthlutað skák, þar sem koma mætti fyrir grasvelli og malarvelli fyrir fullorðna og öðrum malar- velli fyrir 3. og 4. fokk. Skák J)essi yrði síðan til fullra afnota fyrir félagið, svo lengi sem J)að teldist starfandi og starfhæft, annars skil- að bænum, er J)á notaði J)að til al- menningsnota fyrir ófélagsbundna flokka eða afhenti J)að öðru félagi, sem kynni að hafa risið upp og með starfsemi sinni sýnt, að J)að væri verðugt þess, að taka við slík- um, mannvirkjum. Með þessu töldum við tryggt, að livert félag byndist ástfóstri við sinn völl, meira en ef hann væri sameiginleg eign tveggja eða fleiri félaga, en af J)ví leiddi meiri fórn- fýsi um sjálfboðaliðsvinnu, rækt- arsemi við staðinn og betri um- gengni, auk þess sem teljast verð- ur ófullnægiandj hverju félagi að hafa minni vallarráð en að fram,- an getur, J)ó við slíkt hafi orðið að búa um all-langt skeið. Samkvæmt þessum skoðunum okkar sóttum við til bæjarráðs um úthlutun á því minnsta vallar- svæði, sem við teljum hægt að komast af með til frambúðar, og samræmanlegt var skipulagsupp-

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.