Valsblaðið - 01.04.1941, Qupperneq 10

Valsblaðið - 01.04.1941, Qupperneq 10
10 VALSBLAÐIÐ VALSBLAÐIÐ Heilsuvernd — Iþróttir. Norski íþróttalæknirinn P. Torgersen gefur íþróttamönnum er æfa íþróttir með keppni fyrir augum, eftirfarandi leiðbeiningar: 1. Ekki er ráðlegt fyrir unglinga innan við Ivítugt að búa sig undir að taká þátt í erfiðum kappleikum. 2. Mjög mikil vinna, líkamleg eða andleg, (t. d. prólfestur) er ekki samrýmanleg erfiðum iþróttaiðkunum. 3. Nauðsynlegt er að æfa i 6—8 vikur undan keppni. 4. Aðalatriði við þjálfun er að siga í hægt og iiægt, lengja æf- ingarnar smám saman og gera þær erfiðari. Þessa verð- ur að gæta allan undirbún- ingstímann. Smástígandi af- köst gefa jafnan beztan ár- angur. Þeir, sem ekki hirða um þetta, verða oft fvrir alls- konar armæðu. Hættir þeim frekar við að fá vöðvaslit, sinaskeiðabólgu og liðabólgu. Við ógætilega þjálfun er líka meiri hætta á, að íþrótta- mennirnir ofbjóði hjarta og taugakerfi og fái einkenni um ofþjálfun. 5. Bezt er að ])jálfa kl. 10—12 f. h., eða kl. 5—7 e. b. Þá er líkaminn að jafnaði bezt fyrir kallaður. Aklrei skal æfa svo seint að kvöldi, að það raski svefni íþróttamannsins. — í- þróttamaðurinn þarfnast að minnsta kosti 8 stunda svefns í hreinu lofti fyrir opnum fflugga. 6. Æfðu reglulega. 7. Fæði íþróttamannsins á að vera fjölbreytt, kjarngott, en auðmelt. 8. Iþróttamanninn skal vega með stuttu millibili og halda skrá yfir breytingar þær, sem verða á þyngd hans. Léttist hann óeðlilega mikið, er það oft bending um, að ekki sé allt með felldu. 9. Áfengi, tóbak og kaffi í stór- um stíl dregur úr afköstum í- þróttamannsins. 10. Hlé skal á öllum séræfingum að minnsta kosti 1 dag í viku. 11. Æfðu þig aldrei svo lengi í einu, að þú verðir eftir þig. Þá er hættar við ofþjálfun. 12. Eftir hverja æfingu er gott að drekka 1 glas af heitri mjólk eða kakaó. 13. íþróttamaðurinn verður að klæðast eftir árstíðum og veðráttu. Iþróttabúningurinn þarf að vera svo hlýr, að lík- aminn kólni ekki um of og vöðvar stirðni. I köldu veðri eru ullarföt bezt, og er þá nauðsynlegt að klæðast siðum buxum. og skyrtu með löng- um ermum. 14. Látið oft þvo iþróttabúning- inn. Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur. StofnaS 11. maí 1911. Formaður: Sveinn Zoega. Slcrifstofa Hafnarstræti 11. Ritstjóri og ábyrgSarmaður: Ólafur Sigurðsson. Áskriftargjald: Ein króna á ári. Félagsprentsmiðjan b.f. Leiðbeiningar um þátttöku í keppni. 1. Allar erfiðar æfingar bætti 2 dögum áður en keppnin hefst. 2. Enginn ætti að fá að taka þátt í ,erfiðri íþróttakeppni, nema að hann hafi æft sig sómasam- lega. 3. Iþróttamaðurinn má ekki taka þátt í mörgum erfiðum æfing- um sama daginn, nema að nægileg hvild fáist á milli. 4. Ef kalt er í veðri, er nauðsyn- legl að halda á sér hita, unz keppnin byrjar. Er þvi ekki vert að fara úr skjólfötunum fyrr en í síðustu lög, og hreyfa sig eftir þörfum. 5. Hiti og sólskin lama líka í- þróttamanninn. I sterku sól- skini er gott af liafa hvítan klút um höfuðið til Iilifðar. Lauslega þýtt af X. Y. VALSMENN, atliugið ávallt að lita í dálkinn í dagbl. bæjarins er ber nafnið „Félagslif“; þar gelið þið lesið allar tilkynningar félags- ins. Þorgeir Jónasson In'gólfshvoli O Reykjavík Ég annast innkaup á notadrjúg- um veiðarfærum frá ábyggileg- um verksmiðjum. — Fiskilínur bikaðar og óbikaðar úr hamp og sisal, vörpugarn. dragnóta- garn, síldarnetagarn, manillató, tjörukaðall, grastó, segldúkur baðmullar og hör, vírar allsk., tinhúðaðir og óhúðaðir úr stáli, járni og öðrum málmum, jarð- sími, saesími, ennfremur vír- brugðinn kaðall og margtfleira. VALSMENN! Þeir sc/n auglýsa / Valsbladini/ eru velunnarar félagsins. Ldtið þd sitja fyrir viðskiþtun/.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.