Valsblaðið - 01.04.1941, Page 12

Valsblaðið - 01.04.1941, Page 12
12 VALSBLAÐIÐ Við fréttum þá um morguninn að fleira okkar beið en fótboitanum einum saman sparka; við áttuin þar að reyna’ okkur í reiptogi um, leið, en reyndar var það ekki neitt að marka! Þar einnig fóru í boðhlaup okkar beztu hlaupa-menn, og brosandi þeir lögðu út á grasið. en allir voru hissa og enginn skilur enn að Egill skyldi loka fyrir gasið! — Við háðum þarna’ um kvöldið okkar langfrægasta Mig langar til að skýra ögn frá lionum, [leik. því helmingurinn meiddist og komst svoseint á kreik, að kjarkinn dró úr okkar beztu sonum. Hann byrjaði nieð hasarfengnum1 hlaupum til og frá og háskaleik og illa gerðum spörkum, en endaði með fríspörkum (þvi fasl var ldaupið á) og fantaskap og tómum klaufa-mörkum. Af vellinum hann Gvendur litli fyrstur út af fór, þvi fótur hans var hræðilega snúinn. Þó Siggi væri hraustur og sterklegur og stór, þá stakkst liann samt — og þar með var liann búinn. Af skalla einum voðalegum Murdo litli lá og Iangan tíma ekki neitt hann mundi. En Hermann var með lærin öll barin eða blá. — í baráttunni formaðurinn stundi. Og eftir þessi ósköp voru allir keyrðir heim, sem ekki máttu slíga í sínar fætur, og sóttir voru læknar lífs til lianda þeim, — svo lágu þeir í daga jafnt sem nætur. En þó var okkur boðið eftir leikinn inn á ball, og „b!otnuðu“ þar margir eins og gengur, því þetta var í alla staði ágætt efni’ i rall, — og Ólafur var fyrirmyndar drengur. Og Hermann þarna dansaði við dömurnar í takt og Doddi komst í voðalegan spenning. — En meira verður ekki á litla kubbinn lagt. Á loftinu var mynduð heilög þrenning. Um morguninn var haldið út á Hjalteyri um stund, en heima lágu þeir, sem voru sjúkir, og þrenningin þar háværan hélt nú með sér fund. — Þeir heimtuðu að fá að vera mjúkir! — Um kvöldið fékk hann Bolli þarna heimsókn heim og Hermann fékk þar nudd á lærin bæði. [til sin, En Lolli bann var þreyttur og þáði ekkert grín, og þurfti að fara’ að koma sér í næðíi. Þeir lokuðu sig inni, þvi að enginn mátti sjá og opnuðu ekki þó að væri barið. En Tubbi var sá eini, sem að tauti kom við þá, hann trítlaði í kringum „BoIla-parið“! Á „órólegu“ deildina var óskaplegt að sjá; þar .Ólafur i læknisstað var genginn. Hann blývatninu helti og böxtrum skifti á, og betri læknir fyrirfinnst þar enginn. Hann gætli Jjar að meiðslum,því að góð ráð voru dýr, hann gleymdi jafnvel oft að drekka kaffi, því margir voru skakkir, en meiddir voru þrír, svo munaði um ])á, sem voru’ í straffi! — Nú vantaði í liðið okkar liðugustu menn, og likur voru fáar lil að sigra, það vantaði J)á Sigga og Gvend og Gísla Kjærn, og gleyma má ei kantmanninum digra. Og varamannahópurinn var hræðiléga stór, en hugur þeirra og vilji i bezta standi, þeir spiluðu eins og englar við andstæðinga í „Þór“ og urðu sér til sóma á Norðurlandi. Þeir spiluðu af leikni og mörkin settu sex, og Sigurpáll var bylltur eftir leikinn, og BoIIi sagði sjálfur: já, sjansinn hjá mér vex, og svolitið var Doddi lilli hreykinn. Og haldin var oss veizla þarna, vegleg mjög og fín, og virtust allir þar i góðu skapi, því allir voru kátir og gefnir fyrir grín. Það gleymdist jafnvel hverjir voru’ i tapi. Það ríkti þarna eining meðal æskumanna þar, og allir vildu fúsir halda ræður, en sumir vildu ólmir í dans við dömurnar; J)að dugar hér að nefna Bergsteins-bræður! Hann Hrólfur þarna dansaði við dásamlega frú, — en dvergarnir, ])eir voru þá svo saddir, þeir sungu þó og dönsuðu þar lil klukkan þrjú, — en þá voru allir Norðlendingar kvaddir. — Um nóttina, úm fjögurleytið, héldum við svo heim og helmingurinn syfjaður og stúrinn. En allir voru sammála um að þakka bæri þeim, sem þorðu að fara mcð okkur í lúrinn. Og þeir, sem ekki sváfu, létu sönginn hljóma dátt, en sumir vildu endilega lúra. — En þeir, sem ekki hlusta á söngsins mikla mátt, þeir mega ekki fara í svona túra. Og margt er það sem skeður svona í heldri manna (Þeir hósta mest, sem fengið hafa kvefið.) [hóp. Við hrukkum allir upp við eitt heljarmikið óp, nú hafði einhver brotið á sér neíið! En þetta var af mönnum lalið minniháttar slys á mælikvarða okkar fvrir norðan, en samt komst þarna’ á mannskapinn allan ys og þys, — og Egill hann var fenginn til að skorð’ ’ann.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.