Valsblaðið - 01.04.1941, Síða 9

Valsblaðið - 01.04.1941, Síða 9
VALSBLAÐIÐ 9 Handknattleiksmót Islands 1941 íslandsmeistarar i handknattleik 1940 Meistarafl. Vals færst um, að voræfingatíminn væri of stuttur lil að veita knatt- spyrnumanninum nægilega þjálf- un undiir fyrstu kappleikina, ef hann Iiefði ekki notið undirbún- ingsþjálfunar að vetri til. Því hef- ir félagið haldið uppi innanhúss- æfingum að vetri til og lagt á- herzlu á að knattpspyrnumenn fé- lagsins færu á skíði. Inniæfingar félagsins i vetur hafa ekki verið eins vel sóttar sem skyldi, en það kemur sér þeim mun ver nú, sem skíðaferðir hafa engar verið í vet- ur. Þá liafa fundir engir' orðið í vetur hjá einstökum flokkum, sökum erfiðleika á að fá hentugt húsnæði. Allt þetla hendir lil þess, að \ralsmenn sé ver undir sumarið búnir en undanfarin ár, sem þó liefði átt að vera öfugt. Skynsamleg þjálfun, fram- kvæmd af einbeittum hug og al- varlega tekin, getur ráðið nokkura bót á þessu, ef hún er hafin nú þegar. Væri réttast að æfa daglega fyrstu 14 dagana, en aðeins stutta stund í einu, en lengja tímann smám saman um 5—10 mín. á dag, en fyrstu æfingarnar ættu að vera án knattmeðferðar. Reglu- semi um áfengi, tóbak, svefn og mataræði hefir og mikið að segja í þessum efnum. Þar sem mótin í sumar verða í einföldum umferðum, skapast talsvert meiri æfingatími en s.l. ár, bæði fyrir og milli móta, svo að ekki er útilokað að vinna mætti upp eitthvað af því, sem farizt hef- ir fvrir i vetur, ef skynsamlega er á hlutunum haldið, og æfingatím- inn notaður út í yztu æsar. Það eru því enn tækifæri fyrir góða knatt- spyrnumenn til að ná góðum ár- angri fyrir vormót, þó þeir hafi ekki liaft undirbúningsþjálfun i vetur. Ég vil samt minna þá Vals- unga, sem ætla að æfa knatt- spyrnu í sumar, að sennilega verð- ur mikið úrval kappliða í liina ýmsu flokka, en þó lielzt i meist- araflokk. Má búast við að það verði til þess að herða á kröfum þeirn, sem gerðar verða lil þeirra manna, er flokkinn eiga að fylla, og þá helzt um bindindi, prúða framkomu og góða æfingasókn. ÓI. Sig. Á síðari árum hefir handknatt- leikur breiðzt mikið út hér á landi. Hann á upptök sín í Menntaskólanum hér i bænum, og hafa svo aðrir skólar tekið upp þessa skemmtilegu íþrótt. í fyrra Iiélt í. S. I. fyrsta Handknattleiks- mót Islands. Fimmtudaginn 27. marz hófst Handknattleiksmót íslands 1941. Þetta er annað liandknattleiks- mótið, sem I. S. í. heldur. Nefnd var kosin, til þess að sjá um mót- ið, og voru í henni tveir frá „Val“, tveir frá „Víking“ og oddamann- inn skipaði í. S. I. Átta félög sendu flokka á þetla mót; þau voru Jiessi: Ármann (4 flokka), F. H. (2 flokka, Fram (1 flokk), Haukar (2 flokka), I. R. (2 flokka), K. R. (3 flokka), Val- ur (3 flokka) og Víkingur (2 flokka). Mótinu er hagað þannig, að hver flokkur er úr eftir tvo tap- aða leiki. Þetta mótafyrirkomulag hefir aldrei tíðkazt hér fyrr i handknattleik og er það fremur óheppilegt. Að móti þessu loknu verður flokkunum, skipt niður i deildir (divisions) eftir styrkleika. Þar sem þetta er nokkurskonar „útsláttar“-keppni, er mjög lík- legt, að úrslitin verði ekki sem sanngjörnust, þar sem dregið er um, hverjir leika skulu saman í hverri umferð fyrir sig. Eftir því sem af má ráða á mótinu eru í I. fl.: Valur, Víkingur, Haukar og Ármann þau félög, sem mest lik- indi eru til að hreppi fyrstu fjög- ur sætin. Valur er að líkindum sterkasta félagið i I. fl. I II. fl. eru: K.R., Í.R., Valur og Víkingur, sem að ná fyrstu fjór- um sætunum. K.R. og Í.R. herj- ast um fyrsta sætið i þessum flokki. Þau hafa hvorugt tapað neinum leik. Valur hefir aftur á móti tapað einum. Samt er erfitt að segja fyrir, hver sigur ber úr býtum. I kvennflokki kepptu A- og R- sveit úr Ármaiini. Sigraði A-sveit in með 21:5 og er þvi Ármann meistari i handknattleik í kvenn- flokki 1941. Vil ég svo að lokum óska þess, að handknattleikurinn verði iðk- aður hér á landi framvegis, og keppendum og öðrum megi fara fram í þessum fagra og skemmti- lega leik. J. G. B.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.