Valsblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 5
V A L S B L A Ð I Ð dráttum, strax og bæjarstjórn liafði látið leggja veg að og um landið og ræsa það fram, en til- kynntum jafnframt formönnum hinna félaganna, hvað við ætluð- umst fyrir, svo þau gætu gert hið sama. Þessari málaleitan okkar var ekki sinnt. Missiri siðar, eða haustið 1938, endurnýjuðum við heiðnina og töldum nú, að með fyrri urnsókn okkar og viðræðum við ýmsa í- þróttaleiðtoga hæjarins væri mál þetta komið á þann rekspöl, að úthlutun yrði framkvæmd strax, svo takast mætti að tæta mýrlendið, áður en frost Iegðust í jörð. Ef það tækist ekki, drægust framkvæmdir í málinu enn a. m. k. eitt ár, því sérfróðir menn telja ógerning að hefja vallargerð á því án |)ess að láta það hafa staðið tætt að minnsta kosti vetrarlangt. En þvi miður fékkst engin lausn á málinu. Þar við liefir setið þar til í haust, að hæjarstjórn lét tæta landið. Var skoðanamunur svo mikill meðal íþróttafélaganna, um hvaða kröfur gera ætti til bæjarins i þess- um efnum, svo og hve mikið þau sjálf gætu af hendi leyst, og loks gerðar þær kröfur lil hæjarins, að hann sá sér ekki færl að sinna málinu frekar. Að fenginni þessari reynslu þótti okkur sýnt, að langt vrði að híða þess, að íþróttahverfið vrði tilhúið til notkunar, enda með öllu óvíst, að viðunanleg lausn á úthlutun þess fáist, svo að hað horgi sig að hinda starfsemi fé- lagsins við það. Við fórum þvi enn á ný að leita eftir stað, er við gætum eignast og hyggt á til framhúðar. Varð fyrst fyrir okkur Hlíðarendi, sem verk- fræðingar bæjarins liöfðu áður hent á, að til mála kæmi undir i- þróttasvæði. Leituðum við þegar upplýsinga um livort landið væri falt, en úr kaupum varð þó ekki fyrr en næsta vor, að ekkja Guð- jóns heitins Guðlaugssonar bauð okkur land og hús til kaups með það góðum skilmálum, að við töldum okkur geta tryggt það, að eignin þyrfti ekki að verða félag- inu fjárhagsleg byrði í framtíð- inni, ])é) illa kynni að ára öðru hvoru. Varð því úr, að við réðumst í kaupin og undirrituðum samn- ing þar um 10. maí 1939. Þó kaupin hafi verið gerð, er takmarkinu ekki náð. Þau eru að- eins upphafið. Upphaf þess starfs, s.eni, á að tryggja félaginu fagran og fullkominn samastað, þar sen) unnt verði að einbeita allri orku félagsins að hinum eiginlegu verk- efnum þess, íþróttaiðkunum, sak- ir fullkominna ytri skilvrða og efnalegs sjálfstæðis. Upphaf þess starfs, sem svo á að fegra staðinn, að ekki aðeins hver Valsungi, held- ur hver einasti annar Revkvíking- ur hafi yndi af að dvelja að Hlið- arenda í tómstundum sínum. Hugsjónir okkar um fullkomn- un staðarins í framtiðinni verða að vera háleitar og miklar. Við verð- um að gera til hans meiri kröfur en nokkurutíma hafa verið gerð- ar hér á landi i þessum efnum, svo miklar, að þær standist kröfur timans um næstu 100 ár a. m. k. Með það fvrir augum og i sam- ræmi við það verður hvert hand- tak að vinnasl og hvcr hugsun að miðast. Að Hlíðarenda verðum við að hyggja upp grasvöll af fullkomn- ustu gerð, malarvelli honum til hlífðar, handboltavöll og tennis- velli, en á milli þeirra og allt i kring séu hinir fjölskrúðugustu og fegurstu gróðurreitir, sen) geri hvort tveggja, að girða hvern reit og prýða og fegra staðinn. Þá verður að koma upp fimleikahúsi, húnings- og haðklefun), ásamt öllu tilheyrandi, skrifstofu, setu- og les- stofun), hilliardstofum o. f 1., auk íhúðar fyrir væntanlegan f)am- kvæmdarstjóra og lcennara félags- i)is o. fl. o. fl. Allt þetta verður að vera svo vandað og vel frá gengið, að breytingar og viðhald verði aldrei teljandi. Eg er sannfærður um, að allir, sem eitthvað hugsa um framtíð og framtíðarþarfir félagsins eru sam- mála um, að þetta sé það, sem vinna heri að. Eg er jafn sannfærð- ur um, að þetta megi takast, ef á- hugi og fórnfýsi félagsmanna nær að beinasl í þessa átt. Verkefnið er ærið og fjárþörfin mikil, en hvort tveggja er yfirstiganlegt með' sam- laka hug og starfi. Vita)ilega verður slíkt stórvirki ekki unnið á fáum árum, af fá- tæku og tiltölulega fámennu fé- lagi, enda er Hlíðarendinn ekki að- clins kejv'pjur fyrir yfirstandandi nútíð, Iieldur fyrir alla fyrirsjáan- lcga framtíð. Hér er mikilfengleg hugsjón til að vinna að, sem sam- eina á alla Vaslunga, eldri og vngri, virka og óvirka, lil sameig- inlegra átaká og öflugs félagslifs. í þeim, efnum þarf tæplega að ör- vænta, því jafnan liefir vinnu- kraftur verið fyrir liendi, ef eitt- livert sértsakt verkefni heið úr- lausnar. Öll sjálfhoðavinna í félaginu liefir orðið til þess að tengja liina starfandi Valsunga traustari vin- áttuhöndum innhyrðis og við fé- lagið. Hversu miklu meiri likur eru þá ekki til ]iess, að hin mikla hugsjón, sem bundin er við Hlið- arenda, verði til að framkalla mikla fórnfýsi og tengja félagana fastari vináttuböndum við sitt gamla og góða félag.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.