Valsblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 13
VALSBLAÐIÐ 13 Og svo er haldið’ áfram eins og ekkert hefði skeð, og allir segja að þannig lagað batni. En Ólafur og Geiri, þeir um það höfðu séð að eitthvað vœri’ að horða’ á Hreða-vatni. Og þangað var svo lialdið með hávaða og söng og hlægilegum „bröndurum“ og látum, og allir voru sammála’ um að leiðin væri löng, en loksins undir borðum þar við sátinn. Og aldrei bafa Valsungar á ferðalagi fyr jafn feikilega mikið í sig látið. En Hrólfur minn og Egill, eg ykkur privat spyr: Var ekki slæmur maginn eftir átið? Svo lögðum við l'rá Hreðavatni, saddir mjög að sjá og sýnilega ánægður var Geiri; hann fór að segja gátur, en liinir hlustuðu á, en Hermann sagði: kannt þú ekki fleiri? Og brandararnir flugu þarna feykilega hart, þeir fóru eins og eldingar um sætin. En glókollurinn kímdi, því Gísli var svo „smart“. Það gutlaði í Magnúsi við lætin! 1 Hvalfirðinum bíllinn tók einn heljarmikinn hlykk. í hættunum var kröftuglegast sungið. En Jack ]iar vildi pranga út púða fyrir slikk, sem pumpaður var upp — en hafði sprungið! ög sagl var að hann Egill vildi eignast púða þann, en ekki mátti sjá það í hans fasi; til minningar um túrinn hann ætlaði’ að eiga hann, og einhverntima að pumpa hann upp með gasi. ()g senn var hún á enda, þessi yndislega för, og aftur voru Valsungarnir heima. Þó fengið höfðu margir þar ýmiskonar ör, þá allir munu „brandarana“ geyma. — Um miðnætti við renndum inn í Reykjavíkur-borg og reyndist allur mannskapurinn lúinn, en syngjandi við ókmn nú samt á Lækjartorg, -— og svo er þessi ferðasaga búin. Guðm. Sigurðsson. > HAMAR Símne:fni : HAMAR, Reykjavík Sími 1695 Framkv.stj.: BEN. GRÖNDAL, cand. polit. Ketilsmiðja Eldsmiðja Járnsteypa Vélaverkstæði Framkvæm um : Allskonar viðgerðir á skip- um, gufuvélum og mótor- um. — Ennfremur: Raf- magnssuðu, logsuðu og köfunarvinnu. Umboðsmenn fyrir hina heimskunnu Humbolt DEUTZ-dieselmótora. HEDIM Revkjavík Símar: 1365 (3 línur) Símnefni : HÉÐINN RENNISMIÐJA - KETILSMIÐJA - ELDSMIÐJA MÁLMSTEYPA - HITA- OG KÆLILAGNIR. BYGGJUM: SÍLDARVERKSMIÐJUR LÝSISVERKSMIÐJUR FISKIMJÖLSVERKSMIÐJUR FRISTIHÚS STÁLGRINDAHÚS OLÍUGEYMA

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.