Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 51
29
hafnar. Á meðan þeir stóðu við í Reykjavik,
var reynt af ýmsum að telja þá af að leggja út í
þessa gl(rfra-för. I þá daga var það óðs manr.s
æði af mörgum kallað, og það jafnvel af þeim
sem álitnir voru fróðir menn, að leita til Yestur-
heims,—enginn mátti skrifa heim þaðan nema
æðstu embættismenn hefðu fyrst lesið bréfin, en
hvernig þeir áttu að fara að lesa íslensku þar
vestra vissi enginn, því þeir álitu jafnvel að foi'-
seti Banclaríkjanna væri vai-la bænabókarfær á
því máli, hvað þá heldur aðrir þar. Ekkert
stoðaði þetta. Þá var setst að einum þeirra og
hann fullvissaður um, að ef liann færi vestui’,
yrði hann étinn upp með húð og hári, en ef ske
kynni að hann ekki lenti þar sem mannæturnar
liéldu til, yrði hann gerður að þræli—svertingja
líkast til? En, sem sagt, alt þetta stoðaði ekki
til að setja þá aftur: þeir héldu sínu stryki og
tóku sér far með ,,Diönu“, eins og áður er sagt,
til höfuðstaðar Danmerkur, Skipið kom við á
Eæi'eyjum og Shetlandseyjum, og eftir vanalega
útivist lentu þeir í kóngsins ,,Kjöbenhavn“.
Þeir stóðu þar við í á daga, og notuðu tímann til
að sjá -ýmsa landa sína þar og skoða hið mai’k-
verðasta í þeirri fögru boi’g. Hinn 3. júni lögðu
þeir á stað með gufuskipinu ,,Pacific“ til Hull,
og eftir að þar var lent, föru þeir með járnbraut
til Liverpool. Frá Liverpool föru þeir á Allan-
línu-skipinu ,, Austrian1', en ekki muna þeir fyr-
ir víst hvaða dag það var. Þeir fengu hai'ða og
langa útivist—sífelda storma af austri, og var
sjógangurinn gríðarlegur, farþegar og farangur
kastaðist til og frá í skipinu; tóku þá Islending-
arnir það ráð, að skorða sig mílli bekkja niður í
sktpinu og spiluðu “whist“ dag eftir dag sér til