Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 81
59
ingar einnig að taka sér bólfestu í Minneota, og
varð til þess fyrstnr manua Jóhannes Hallclörs-
son Frost, ættaðurfrá Geitafellii Þingeyjars.
II. Búskapnr og atvimiiivcgir.
Lancl það, er Islenclingarí Minnesotá byggja.
er hentugt hæði til akuryrkju ogkvikfjárræktar.
Af korntegundum eru ræktaðar: hveiti, hafrar,
bygg, rúg'ur, mais 03 hðr. Margskonar garðá-
vextir eru og ræktaðir. Af afurðum jarðarinnar,
er hveiti mesta verzlunarvara hænda; mun með-
al uppskera af því vera 12 til 15 bushel af hverri
ekru lands. Jafnframt akuryrkjunni stunda
allir bændur kvikfjárrækt. Hafa margir þeirra
fjölda hesta og nauta. sauðfénaðar og svína, og
auk þess hænsn og aðra alifugla. Allir hinir
fyrstu landnemar eignuðnst jarðir sínar ökeypis,
sem stjórnarland. Jarðir þessar eru að stærð
160 ekrur. En flestir hinir eldri búendur hafa
keypt land í viðbót, og eiga tvö og þrjú lönd all-
margir. Þeir sem komu eftir að alt stjörnar-
land var upþtekið, urðu að kaupa jarðir sínar;
voru þær þá eigi afar-dýrar. Nú eru göðar jarð-
ir virtar á S25 bver ekra. Land það er Islend-
ingar hér bygðu var algerlega skóglaust land,
en síðan hefur skógur verið ræktaður, svo nú er
skögarlundur í grend viö ílest heimili. Er það
bæði til skjóls og prýðis. Sökum skögleysisins
var í þessari nýlendu örðugra umfangs með
húsabyggingar, fyrir hina fátæku frumbúa, en
í flestum öðrum nýlendum íslendinga. Urðu
margir hin fyrstu ár að grafa kjallara og
refta yfir með borðvið, og voru það íverustaðir
þeirra. Nú eru húsakynni bænda í Minnesota
yfirleitt hin prýðilegustu,og all-margir eiga stór-