Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Qupperneq 107
85
voru orðnar flumbraðar undan járngjörðunum á
kössunum. En áður en önnur hleðslan var hálf-
búin, dvínaði mátturinn og verkið þyngdist eftir
því, sem hækkaði á vagninum. Það var eins og
ökumaðurinn væri aldrei ánægður með hvað
hlassið var stört; en loksins sagði hann okkur
að hætta og keyrði á stað. Okkur var borgað
strax, og við héldum peningunum föstum, eins
og maður, sem er að drukna, heldur í fjöl. Við
gengum upp og niður af mæði og settumst á þrep
til að livíla okkur, og héldum síðan á stað. En
nú greindi okkur á um það, hvar við ættum að
kaupa máltíðina. Clark vildi endilega fara inn
á drykkjustofu, því þar fengi menn eins mikið
fyrir 5 cent eins og annarsstaðar fyrir 10—15 c.,
og hann sinti ekki mótbárum minum. Loksins
fauk í hann og hann kaflaði mig endemisbjána,
og sagði, að ég gæti farið norður og niður fyrir
sér, en hann fyrir sitt leytd færi til að fá sér bita
fyrir ekki neitt, og bjórkollu. En áður en við
skildum, var sljákkað i honum, svo að hann
samþykti að mæta mér um kvöldið fyrir utan
búðina, þar sem við unnum okkur inn peningana.
Rétt á næstu grösum var matarsöluhús með
auglýsingum í gluggunum um ágætan mat fyri r
ítið verð. „Steikt kjöt og bakaðar kartöflur fýr-
ir 15 cent“,—var sú auglýsingin, sem ginti mig
mest. Eg fór inn og settást við h'tið borð með
snjóbvitum dúk. Fyrst óttaðist ég, að gestirnir,
sem voru að streyma inn, mundi vera of fínir
fyrir mig; en sú tilfinning hvarf fljótt, því ég sá
þar innanum verkamenn í vinnufötum sínum og
ég fór að kunna við mig.
Það voru liðnir 36 klukkutámar frá því ég
hafði smakkað mat, að undanteknum katfiboll-