Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 79
60
obi Björnssyni á Torfastöðum, — Þiðrik ólst upp hjá
foreldrum sínum, til þess hann var 18 ára; þá dó fað-
ir hans. Þaðan fór Þiðrik vistferlum til Eyjólfs Eyj-
ólfssonar bónda á Laugarvatni; þaðan fór hann að
Króki í Biskupstungum, móðir hans var þar ráðs-
kona; þar var hann nokkur ár. Þiðrik byrjaði búskap
á Króki í Biskupstungum sama árið og hann kvæntist,
bjó þar eitt ár og eitt ár á FElli í Biskupstungum. —
Frá Felli fluttu þaú' hjó-n 1886 til Ameríku, með tvo
drengi, á fyrsta og öðru ár, er þau mistu báða, viku
eftir að þau komu vestur. Strax og Þiðrik kom vest-
ur, flutti hann til Þingvallanýlendu, er þá var að
mestu ónumin, byrjaði búskap og bjó þar í sjö ár.
Þaðan ílutti hann vorið 1893 norður að vestanverðu
við Manitoba-vatn, settist þar að norðvestan við vík
þá, sem nefnd er Sandy Bay. Með Þiðriki fóru þang-
að tengdaforeldrar hans og tveir bræður konu hans,
Magnús og Viihjálmur. Alt það fólk settist þá að við
Sandy Bay. Þaðan fluttist Þiðrik 1896 í Big Point-
bygð tók hér heimilisréttarland og bjó hér til 1902,
“flóðáiið”; tók sig þá upp vegna slægna skorts, og
settist að nokkrar mílur fyrir norðan Westbourne, og
bjó þar til dauðadags. — Þiðrik var mikill vinnu-
og eljumaður, gæddur miiklu mannviti, vinsæll og vin-
fastur, brjóstgóður og greiðasamur, örlyndur, en gætti
vel hófs um skapferli sitt. Athafnamaður var hann,
hafði stórt og gagnsamt bú, nautpeningsrækt, og akur-
yrkju, þar sem hann bjó síðast. Bjó oft við góðan
efnahag, en hafði alt af fé til hlítar. Heimili sitt,
þar fyrir norðan Westbourne, húsaði hann afburða-
vel, bæði íveruhús og útihús.
Guðrún er velgefin sæmdarkona, sem hefir unnið
skylduverk sín með trúmensku og jafnlyndi. .— Ein-
stakrar gestrisni og greiðasemi þeirra hjóna minnast
fjömargir með þakklæti og hlýjum hug. — Þau hjón
eignuðust 13 börn; tveir ungir synir þeirra dóu
skömmu eftir að þau komu vestur, sem áður greinir.
Ellefu þeirra eru á lífi, og verða þau talin hér: (1)