Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 53
34
ÞaS er alls eigi óviÖeigandi, aö skotiö sé hér inn
einu af embættisbréfum Þingráösstjóra, sem hann sendi
til BygSarstjóranna., eins og til aÖ gefa svolítið sýnis-
horn um réttarfariö í nýlendunni. BréfiS fjallar um
fyrirskipanir til sótthreinsunar, eftir aÖ bólan haföi
gengiS, og er all-merkielgt dókúment — eitt af þeim
söguheimildum frá þeim timum, sem eru í vörzlum
þegs', sem þetta ritar.
Gimli, Keewatin, 31. Haí 1877.
Mr. Jóhann, Briem,
Byggðaratjóri í Pljótsbyggð.
Jeg læt ySur hjermeð vita, að Mr. John Taylor, umboðs-
maður yfirstjórnarinnar, hefir opinberlega tilkynnt mjer, að
stjórni.n 1 Manitobaj hafi skuldbundið sig til að hefja sóttvörð
þann, sem settur var milli Manitoba og nýlendu þessarar til
að hindra útbreiðslu bðlusýkinnar inn I fylkið, þegar Taylor
geti lagt fram vottorð læknis Beddome, sem nú er á Gimti,
um að nýlendanl hafi verið til hlýtar hreinsuð af sóttnæminu.
Yfir umsjónarmaður varðarins, læknir Young, hefir þv, sent
lækni Beddome reglur um hvernig haga skuli hreinsuninni,
og er hið helsta úr þeim þetta:
Læknir Beddome á að byrja starx, og hreinsa varðstöðv-
arnar, og síðan byrja á húsum þeirra íslendinga, sem búa syðst
I nýiendunni og halda norður þar til komið er á enda
nýlendunnar. Hreinsunin á að fara fram á þann hátt, oð
taka skal hvern hlut út úr húsinu. pvo alian klæðnað og rúm-
fatnað úr sjóðandi sápuvatni og þurka síðan. pvo öll hús-
og hús-gögn úr sjóðandii sápuvatni. Hvltþvo húsin utan og
innan. Taka dún úr öllum sængum og koddum og þurka hann
í þartil gjörðum vír kössum og reykja brennisteini undir þeim
á eftir. Sængur- og koddaver skai sjóða í sápuvatni eða
brenna, ef mjög slæm eru. Fóik skal afklæðast í tjöldum sem
til verða iögð, annað fyrir karlmenn en hitt fyrir lcvennfólk,
kasta’ út þeim fötum, er það er I, sem aðrir skulu þvo. pvo
sig vel og vandlega og síðan klæða sig I föt sem búið sje að
þvo og haida yfir brennisteins reyk. Síðan skal reykja brenni-
steini I húsunum, þegar búið er að flytja allt inn I þau aftur.
—■ Strax og búið er að hreinsa hvert hús skal læknirinn gefa
húsbónda, eða hverjum þeim í húsinu er æskir að fara suður
til Manitoba, vottorð um að hreinsunin hafi fram farið, og
geta því þeir, er slík vottorð hafa, farið strax óhlndnaðir suð”
ur fyrir vörðinn, en sýna verða þeir vottorðin á varðstöðvun-
um. Hngar samgöngur mega eiga sjer stað milli hinnahreins-
uðu og óhreinsuðu húsa I nýlendunni. Ef þeir er búið er að