Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 72
53
sæmilegum eínum. Afskiftalítil voru þau út á við,
en reyndust vinir í raun.
Gísli Jónsson. — Hann er fæddur í marzmánuði
1850, að Þvottá í Álftafirði í Geithellnareppi, S.-Múla-
sýslu. Foreldrar hans voru: Jón Jóhannesson og Þór-
unn iSigurðard'óttir alþingismanns Brynjólfssonar (d.
2. júní 1872). Sigurður var bróðir Gísla Brynjólfs-
sonar prests á Hólmum í Reyðarfirði (d. 1827), föður.
Gísla háskólakennara við K.hafnar háskóla (d. 1888).
Gísli sá kallaði sig Brynjólfsson; hann var mikill læi’-
dómsmaður, skáld og hið mesta glæsimenni.
Gísli Jónsson ólst upp þar eystra hjá frændfólki
sínu. TJm tvítugsaldur fór hann utan, til Kaupmanna-
hafnai’, og lærði þar trésmíði. Þegar hann kom til ís-
lands aftur, settist hann að á Seyðisfirði og stundaði
iðn sína. Eftir að hann kom til Seyðisfjarðar kvænt-
ist hann í fyrra sinn, og gekk að eiga Guðnýju Magn-
úsdóttur Eiríkssonar, frá Dölum í Mjóafirði. (Magn-
ús sá fór til Ameríku, dó þar 17. sept 1906, 77 ára). —
— Þau Gísli og Guðný fluttu frá Islandi til Ameríku
1887. Um þær mundir var mikill flutningur íslendinga
til Þingvallanýlendu, Sask. í þeirri nýlendu byrjaði
Gísli búskap; þar andaðist Guðný kona hans . Þrjú
börn þeirra eru á lífi: (1) Magnús er stundað hefir
rakaraiðn í Langruth; kona hans er Ingibjörg dóttir
Einars ísfeld. (2) Þórunn og f3) Sigríður, báðar
giftar enskumælandi mönnum.
Gísli kvæntist í annað sinn og gekk þá að eiga
Þóru Gísladóttur. Hún er fædd 2. okt. 1857 í Gröf í
Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Foreldrar hennar
voru: Gísli Einarsson og kona hans Ingiríður Bjarna-
dóttir. Þóra kom til Ameríku 1888. — Eftir að Gísli
flutti úr Þingvallanýlendu, dvaldi hann um hríð í
Winnipeg og síðar í Glenboro, Man. Þaðan kom hann
hingað í bygðina um 1897, og bjó hér síðan á ýmsum
stöðum, þar til árið 1919 að hann seldi lönd sín og bú