Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 48
29
eftir Rauðánni, frá Fisher’s Landing i Minnesota. \'ar
lagt að landi viS mynni Assiniboine-árinnar, þar sem hún
fellur í Rauöá, n. október, á mánudag. —Hér skal skotið
inn i til gamans smásögu, sem FriÖjón Friðriksscn sagði
frá, og prentuð er í æfiágripi hans' í Almanakinu 1908.
Frézt haföi það til Winnipeg, aÖ von væri á all-
mörgum íslendingum aÖ sunnan. Múgur og margmenni
hafði þvi safnast saman þarna niður viÖ ána, til þess að
sjá íslendinga, sem margir þóttust vita heilmikil deili á,
þó aldrei hefÖi þeir séÖ þá. Ruddust margir fram á bát-
mn og spurðu : “Hvar eru íslendingar ? SýniÖ okkur Is-
lendinga!’’ John TayW varð eðlilega fyrir svörum,
benti á fólkiÖ, sem þarna var á bátnum, og sagÖi: "Þetta
eru íslendingar! Þarna getiÖ þér s'éð þá!” En enginn
trúði. Menn áttu von á fólki, alt öðru visi útlits en þetta.
"ViÖ vitum hvernig íslendingar eru í hátt,” sögöu þeir,
"það eru menn lágvaxnir, svo sem fjögur fet á hæö, frem-
ur gildvaxnir og þreknir, meö ]angt hár kolsvart, býsna-
likir Eskimóum. Þetta eru engir íslendingar; þetta eru
hvitir menn.” Gamli John Taylor varð' hálf-ráðalaus, en
sagÖi þó með góðlátlegu g'otti, eins og honum var titt:
"Þetta fólk hitti eg austur í Ontario-fylki. Þangaö var
það nýkomið frá íslandi. Þar efaðist enginn um, að þaö
væri íslendingar, og eg er nú hingað kominn með þá 1
] eirri traustu trú, að það' sé ekta íslendingar. En auð-
vitað geti'Ö ])ið trúað hverju sem ýkkur sýnist.”
Þetta voru þá viötökurnar, sem íslendingar mættu,
þegar þá fyrst bar hér aÖ landi viö höfuðstað NorÖvestur-
■andsins. En síðan hefir breyting orðið á ])essu — eins
og svo mörgu ööru á þessum slóðum.
í Winnipeg var staðið við um fáa daga, til að ka.upa
nauösvnjar til vetrarins og undirbúa ferö sína ofan til
Nýja íslands, og var siðan lagt á stað sunnudagsrmorgun-
inn þann 17. og komið að, þar sem nú er Gimli, þann 21.
október, fimtudaginn síðastan í sumri. Eftir eins dags
dvöl þar var fariö aÖ fella tré og síðan byrjað að byggja.
MeÖan á því stóð, hélt fólkiö til á flatbátunum og í tjöld-
um. Fám dögum eftir að þarna var lent, lagðist vetur