Afturelding - 01.05.1938, Qupperneq 1

Afturelding - 01.05.1938, Qupperneq 1
Játvarður VIII., Georg VI. og Gyðingarnir Merkur rithöfundur hefir bent á, að »Jónasar táknið«, sem' Jesús sagði að vondri og hór- sa,mri kynslóð skyldi eitt gefið verða, fæli ekki aðeins í sér merkingu um Jesúmi sjálfan, dauða hans og upprisu, heldur engu siíður um Gyðinga. Eins og stórfiskurinn spúði spámannin- um upp á þurt, land, svq hafði heimgþjóðiunum orðið það flök- urt af Gyðingum í kviði sér, að þær hafi orðið að spúa þeim upi« á land þeirra með ógleðikennd- um tilfinningum. Fagnaðarboðskapurinn hefir ávallt verio hneyksli fyrir hinn óendurfædda heim. En hneyksli hneykslanna í siambandi við boð- skapinn, hefir þó þetta tákn ver- ið um Jónas spámann. Pað er því meira en mierkilegt, að Drott- inn skyldi taka þeitta tákn, og með því benda, fram til þeirrar kynslóðar, er myndi verða sjón- arvottur að heimflutningi Gyð- inga, og sem er einkennandi fyrir það, öllum kyn- slóðum fremiur, síðan Kristur talaði þessi crð. aO vera »vond og hórsöm kynslóð«. 1 þau skipti, sem ég hefi gefið mér tíma. til þes; að hlusta á útvarpið flytja fréttir frá útiöndum, hefir það varla komið fyrir, að Gyðinga sé ekki að einhverju minnst. f ljósi þess- arar hugsunar, er áminnstur rit- höfundur hefir bent á, hefir þá hinum almáttuga Guði þókknast að láta mennina, sem ekki vildu aðhyllast hið fagra og göfuga í fagnaðarboðtekapnum, verða knúða til þess að prédika, stöð- ugt það, sem þeir allra, sízt hefðu viljað, — Jónasar táknið — fyr- ir heiminum í þessari merkilegu mynd, um Gyðinga afturheimta úr kviði heimsþjóðanna. Á sama tíma, sem þeir reyna að útiloka allt, sem minnir á þann Guð, er Biblían opinberar okkur, grípur Guð þá í slægð þeirra, og lætur reiði þeirra lofa sig á þann hátt, að kalla með þrumurödd hróp- andans á bylgjulengdum útvarp- anna heimskautanna á milli »-hneyksli hneyksla,nna«, að dómi þeirra sjálfra. — Náttúrlega er þetta skýlu hjúpað í augum þeirra, en það ljómar af dýrð Guðs í augum elskenda Krists, hallelúja! Hvað er þetta annað en Guðs tákn? f þessu efni rætist þá orðið: »Guð hefir útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gera hin- um vitru kinnroða«. Á mælikvarða manna mætti kalla þetta kaldhæðni örlaganna — ef til vill, en á mælikvarða Guðs Orðs er það vísdómsfullur Ensku konvmgshjónin.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.