Afturelding - 01.05.1938, Side 4
AFTURELDING.
I geislum Lífsins Sólar
sMarama! Hvað sagði læknirinn í dag, sagði hann
ekki, að ég væri svolítið betri?« Stóru, dökku aug-
un beindust svo biðjandi að móðurinni, og veika
röddin skalf af a,n:gist.. Móðurinni fannst eins og
hjarta sitt hætti að slá, því nú vissi hún, aó hún
komst ekki lengur undan þessari skelfilegu spurn-
ingu, sem hún hafði svo oft, heyrt. upp á síðkastið.
Henni fannst, eins og hún yrði með eigin hönd
að gefa barninu sínu dauðahöggið. Hversu mörg-
um sinnum hafði hún ekki með angist og sársauka
hrópað til Guðs: »Drottinn, ef það er mögulegt, þá
lát mig komazt hjá þessu, gjörðu barnið mitt heil-
brigt afturk En himininn hafði verið eins og lok-
aður fyrir bænum> hennar. Og hún sá daglega,
hvað sjúkdómurinn jókst og herjaði á líf elskaða
barnsins hennar. Ö, hvað hún hafði strítti Ó, hvað
hún hafði liðið! áður en Drottinn hafði beygt- henn-
ar eigin vilja, svo að hún viljug gat sagt: »Drott-
inn, verði þinn vilji!« En hvernig átti hún að geta
sagt dóttur sinni, að mannlega séð væri engin von
lengur. Eirðarlaus gekk hún aftur á bak og áfram
í herberginu, færði til og lagaði eitt og annað, svo
gekk hún að glugganum, dró upp gluggatjaldið og
opnaði gluggann. Sól og fuglasöngur streymdi inn
í herbergið og fylti það ljósi. Það var eins. og öll
náttúran angaði. af lífi og gleði. Ö, hvílíkt ósam-
ræmi! Oti vor og líf, ljós og fögnuður; en inni
löngu myrku skuggarnir frá dauðans dal. »Ma,mma,
hvað sagði læknirinn í dag?« »Herra hjálpaðu,
vertu mér nálægur«, andvarpaði móðirin. Svo gekk
hún að rúminu, féll á kné og strauk mjúklega
dökka hárið frá sveitta, föla enninu. »Nei, elskan
mín, hann sagði ekki, að þú værir betri, hann sagði
þvert á móti, að þú værir mikið veik«. »En hélt
hann ekki, að mér mundi bráðlega batna, mamma,
sagði hann það ekki?« »Nei, barnið mitt, hann gat
ekki sagt það, því hann trúði því ekki sjálfur.
Læknarnir eru aðeins menn, og þeir geta ekki gjört
neinn heilbrigðan, ef Guð vill það ekki; það er ein-
göngu Guð, sem' megnar að gjöra þig hrausta aft-
ur. En bið þú um að verða ánægð með hans vilja«.
»Æ! mamma, þú meinar þó ekki, að ég verði að
deyja, ég er svo ung, mamma, aðeins 17 ára. og
dauðinn er svo skuggalegur«. Stór tár hrundu
niður mögru kinnarnar, og hún grét, svo að allur
líkamjnn skalf. Móðirin þrýsti henni viðkvæmt að
sér, nefndi hana öllum ástríkustu gælunöfnum og
reyndi að tala huggandi orð til hins hrygga og
uppjesta hjarta.
»Birgit.ta mín, gráttu ekki meira! Þú veiztaðþeir,
sem tilheyra. Jesú, geta ekki dáið. Guðs börn deyja
hér og vakna svo í faðmi Jesú í hans ríki. Og hugs-
aðu þér, hvað það verður dýrðlegt, að vera laus
við alla, ,sorg og þjáningu, og allt, sem er synd.
Og þar uppi hefir Jesú tilreitt stað fyrir öll sín
börn. Einnig þú heyrir honum ti.1. Þú veizt að þaö
hefir alltaf verið sameiginleg bæn okkar, að við
fengjum að mætast öll á himnum eitt sinn. Ef til
vill fær þú nú að fara fyrst, og svo komum við öli
á eftir, til þess um eilífð að vera hjá Föður okkar.
Þú skalt ekki horfa á dauðann og gröfina, heldur
líta, upp til himins og segja: Gjör sem þú vilt, kæri
Jesús«. »Æ, mamma, ég get, það ekki — ég get.
það ekki núna, ég get ekki einu sinni ,séð Jesúm,
ég sé aðeins eyðilegginguna og gröfina, og það er
svo skuggalegt og svart!« Nú. voru veiku kraft-
arnir úttæm'dir og hún sofnaði uppgefin. En með-
an hún svaf, dreymdi hana, að hún stóð við fljót.
Það æddi og freyddi, en hinu megin strandarinn •
ar sá hún skínandi hlið, og tónar af dýrðlegasta
söng og hljóðfæraslætti ómuðu móti henni. Öum-
ræðileg löngun greip hana til þess að komast yfir
að þessu fagra. landi; en um: sama leytd var hún
skelfilega hrædd við æðandi fljótið og svarta
myrkrið. En yfir vildi hún komast og rétti fram
hendumar um leið og hún hrópaði: »Æ, hver vill
bera mig yfir fljót,ið!« Þá kom bátur siglandi móti
henni. Hann. var svartur og geigvænlegur og ferju-
maðurinn s,voi ískyggilegur í svörtu kápunni sinni.
»Þú kallaðir á m,ig«, sagði hann, »vilt þú. komast
yfir?« »Já, víst vil ég komast yfir, en hver ert þú?«
»Ég er ferjmaðurinn, sem flyt fólk til strandar-
innar þarna, og ég heiti »Dauðinn««, svaraði mað-
urinn. Það fór hrollur um Birgittu. Ga,t þetta virki-
lega verið sendiboði frá ljómandi fögru borginni?
»Er þá enginn annar, sem getur róið mig yfir?«
spurði hún angurvær.
»Nei, enginn annar en ég«, sagði maðurinn og
lyfti henni niður í bátinn og réri af stað. Bátur-
inn var lítill og ónýtur og vatnið freyddi myrkt
og kallt,. Hvert augnablik bjóst hún við, að öld-
urnar mundu gleypa bátinn. Þá, allt í einu, öpn-
aðist hið skínandi hlið og eitt Ijóshaf' streymdi
út yfir vatnið, sem' nú varð stillt og kyrrt og ljóm-
aði, eins og skíra gull. Þar, sem ferjumaðurinn
hafði setið, sat nú bjartur engill o<g fjöldi engla
svifu í kringum bátinn. 1 miðju hliðinu stóð ein-
28