Afturelding - 01.05.1938, Qupperneq 7

Afturelding - 01.05.1938, Qupperneq 7
AFTURELDING að gjöra, iðrun og láta frelsa s.ig' frá hinni rang- snúnu kynslóð, þar á eftir áttu þeir að skírast í vatni, og þar næst að fá gjöf Heilags Anda. Við skulum taka eftir því, að Heilagur Ancli er g'jöf frá Guði. Sé hann gefinn ein,s og gjöf, þá er þörf á því, að einhver sé Fil að taka á móti gjöf- inni. Af Guðs erði finnurn við, að Anclinn. fæst fyrir trú á Jesúm Krist, og ekki fyrir lögmálsverk. Lestu Gal. 3: 14 ,Ef. 1: 13—14 og Post. 19: 2., þá verður þér augljóst, að trúin er líffærakerfið eða tækið, sem tekur við gjöfum Guðsi. 1 endurfæð- ingunni fæðist trúin inn í hjarta okkar, sem líf- vera, fyrir orðið og Andann. Pegar hinn nýi mað- ur er fæddur, getur hann fyrir trúna, meðtekiö gjöf Andans og skírst í Heilögumi Anda, ef Jesiús fær leyfi til að skíra hann. Pess vegna var það, þegar Páll kom, til Efesus og hit.ti þar nokkura lærisveina, að ha,nn sagði við þá: »Fenguð þér Heil agan Anda, er þér tókuð trú?« Það voru ekki óguð- legir menn, sem hann lagði þe?sa spurningu fyrir, Pað voru lærisveinar. Eg trúi því heldur ekki, að nokkur maður geti sannað það, að Páll postuli hafi skírt óendurfætt fólk í, vatni. Ég trúi því heldur ekki, að þessir lærisveinar hefðu fengið að skír- ast í vatni, ef þeir hefðu ekki verið fæddir á ný og komnir til lifandi trúar á Jesúm, Krist. Við finn- um af samtali þeirra Páls og lærisveinanna í Ef- esus, að Páll fyrst spyr þá: »Fenguð þér Heilagan Anda, er þér tókuð trú?« En þeir sögðu við hann: »Nei, vér höfum ekki, svoi mikið sem heyrt, að Heil- agur Andi sé til«. Og hann sagði: »Upp á hvað er- uð þér þá ,skírðir?« En þeir svöruðu: »Upp á skírn Jóhannesar«. En Páll sagði: »Jóhannes skírði iðr- unarskí.rn, er hann sagði lýðnum að trúa, á þann, sem eftir sig kæmi, það er að segja á Jesúm«. En er þeir höfðu heyrt, það, þá létu þeir skírast til nafns Drottins Jesú. Og er Páll hafði lagt hend- ur yfir þá, kom Ileilagur Andi yfir þá, og þeir töi- uðu t-ungum og spáðu. og alls voru þeir sem næst tólf manns«. (Post. 19: 1—7). Þegar þessir menn höfðu komist til lifandi trúar á Jesúm Krist, skírð- ust þeir til nafns Drotfins Jesú. Þar á eftir lagði l’áll hendur yfir þá, og Heilagur Andi koin yfir þá og þeir töluðu tungum og spáðu. Fyrst: lifandi trú á Jesúm Krist, þar á eftir skírn í vatni og þar næst skírn í Heilögum- Anda. Ekki skírn fyrst, og, svo a,ð komast: til trúar ein- hvern tíma í framtíðinni. Nei, trú og afturhvarf, síðan skírn í. va.tni, og þar á eftir skírn í Heilög- um Anda. með tungutali og þakkargjörð. Brú5kaup§klæðin »En er konungurinn kom inn til að sjá veizlufólkið, leit hann þar mann, er eigi var klœddur brúðkaupsklæðum. Og hann segir við iiann: Vinur, hvernig ert þú kominn hingaö inn og ert ekki, I brúðkaupsklæðum? En hann þagði. Konungurinn sa.gði þá við þjónana: Bindið fætur hans og hendur, og kastið hor- um út i myrkrið fyrir utan, þar mun verða grátur og gnístran tanna«. — Matt. 22: 11 -13. Pegar við lítum yfir þessi orð, þá getur ekki hjá því farið, a,ð eitthvað hreyfist hið innra með okk- ur, ef hjarta-samband okkar við almáttugan Guð er lifandi. Það hlýtur að grípa okkur, hversu al- varleg afstaða; þess er, sem á degi Drottins er ekki kiæddur brúðkaupsklæðunum, þeirn klæðum, sem eru til reiðu handa hverjum' einstökum, sem leitar þeirra. Hjá Sefania spámanninum, 1. kap. 7—9. vers, stendur svo: »Verið hljóðir fyrir Herranum Drottni. Pví að nálægur er dagur Drottins, já, Drottinn hefir efnt. til íornar, ha,nn hefir þegar vígt gesti sína. Á fórnardegi Drottins mun ég vitja höfðingjanna og konungasoinanna, svo og- allra þeiira,, er klæðast útlenzkum klæðnaði. Pann dag vitja ég allra, sem stökkva. yfir þröskuldinn, þeirra er fylla hús Drottins. síns m-eð ofbeldi og svikum«. Þessir tveir ritningarstaðir eru undursamlega samhljóða. Hvers.u voðalegur verður ekki þessi dag- ur fyrir hvern þann, sem ekki er viðbúinn, heldur hefir hrundið frá sér kallartdi rödd Guðs. Á þess- um, degi vitjar Drottinn allra þeirra, sem klæð- ast útlenzkum klæðnaði. Hvernig verður ,sú vitjun fyrir mig og þig? Ég lofa, Drottinn fyrir það, að ég er frelsaður og íklæddur brúðkaupsklæðunum, og’ vænti brúðguma míns, sem er Jesús Kristur. En hvernig er það með þig, vinur minn, ert þú klæddur hinum »útlenzka« búningi? Ert þú klædd- ur tötrum, þíns eigin ímyndaða sjálfsréttlætis, sem brennur upp á degi Drottins, sem birtist. i eldi. Á þeim. degi vitjar Drottinn allra, þeirra, s:em stökkva, yfir þröskuldinn. 1 Jóh. 10, 1. og"'7. v. sjá- um við hverjir það eru, sem ekki ganga inn um dyrnar, heldur stíga yfir annarsstaðar. Pað eru. segir Jesús, þjófar og ræningjar. »Villi,st ekki, hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkend ■ ur, né hórkarlar, né mannbleyður, né m,a,nnhórur, né þjófar, né ásælnir, né drykkjumenn, né last- mælendur, né rœningjar guðsríki ert’a« I. Kor. 6, 9.—10. 31

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.