Afturelding - 01.05.1938, Side 5

Afturelding - 01.05.1938, Side 5
■AFTURELDING Frá Filadelfiu- söfnuðinum í Reykjavík Carl Andersson »Og orð Guðs efldist og tala lærisveinanna í Jerúsalem fór stórum vax- andi«. (Post. 6: 7). Til þess að láta vini oikkar út um la,nd fá að vita eitthvað um, hvernio- oss líður hér í höfuð- staðnum, þá vil ég-, Drottni til dýrðar, segja, frá nokkru af því, sem Drottinn hafi gert.. Þó að jarð- vegurinn sé harður til að fá hið dýrmæta sæði til að vaxa, þá fáum við að gera, eins og sáðmaður- inn, sem Jesús talaði um. Hann sáði,, og sæðið féll hver, fegurri en allir hinir. Hún þekkti hann svo vel, því á höndum sínum og enni, bar hann blóð- ug merki, merki sem hún vissi, að hann bar vegna hennar. Hann breiddi ástúðlega út. faðminn til að bjóða hana velkomna. Óumræðilegur fögnuður og gleði fyllti sál hennar. Hún sneri sér að englin- um og sagði: »Er j>etta dauðinn?« Engillinn beygði sig niður að henni og sagði brosandi. »Nei, litla mannsbarn, þetta er ekki dauðinn, jret.ta er inn- gangurinn til lífsins, og við erum öll þjónar Lifs- ins Herra. Með sama vaknaði hún. En hún var ekki hin sama, s.em áður. Allur ótti og' angist voru horfin, hún var svo glöð og hamingjusöm1. Henni fannst, hún enn þá sjá Jesúm standa í hliðinu og bíða. eftir henni. Það var ekki dauðinn, þar var lífið, sem hún gekk til móts við. Og það var Jesús, bezti vinurinn hennar, sem hún átti að mæta þar. f kyrlátri sælu spennti. hún greipar. Nú var ekki lengur neitt ósamræmi í sólskininu eða fuglasöngn- um. Skuggar dauðans urðu að ví.kja fyrir geisi- umi Lífsins sólar. Kristín J. Þ. þýddi úr Barnens Harold. á mismunandi .stöðum, en þrátt fyrir það, hélt hann áfram að sá, þar eð sumt féll í góða jörð og bar ávöxt. Sama má segja um orð Guðs í dag. Það er meðtekið á ýmsan hátt, cn sumt fellur þó í góða jörð og ber ávöxt. Eins og margir vita, þá var Fila.delfíusöfnuður- inn myndaður hér í Reykjavík 1936, Þá voru að- eins 12 manns, sem vildu standa, s,aman og ».ber,] ast fyrir j>eirri trú, sem heilögum he'"r í eitt. skipti fyrir öll verið í hendur seld«. (Júd. 3. vers). Síðan hefir Drottinn látið náð sína opinberast, sálum til frelsis. Það er ekki hægt að segja, að fólk hafi leitað Guðs hópum saman, en einstakir menn ha,fa orðið leiðir á syndalífinu og komið til Jesú og end- urfæðst til lifandi vonar. Síðan hafa þeir tekio vatnskírn og gengið inn í söfnuðinn. Alls, eru nú í söfnuðinum 41 meðlimir. Þar á meðal eru nokkr- ir, sem hafa verið trúaðir áður, en sem hafa séð hversu nauðsynlegt það er að skírast í vatni, eftir að maðurinn hefir komið til trúar. Margir hafa ráðist' á okkur fyrir það, að við skyldum taka á móti þeim í söfnuðinn, en ég hefi vanalega svarað, að hver maour hljóti að vera frjáls að ákveða sjálf- ur í hvaða söfnuði hann vilji vera. Sérstaklega í vetur hefir Drottinn blessað starfio og frelsað sálir, og við höfum haft fjórar skírnar athafnir. Margir hafa öðlast, mikla blessun, og Drottinn hefir skírt 10 í Heilögum Anda. En það hefir verið mikið beðið. Við höfum haft bænastund á hverjum degi kl. 4 fyrir utan hinar venjulegu samkomur. Við höfum nú haft, þá gleði, að bróðir Carl And- ersson frá Svíþjóð hefir verið á meðal okkar um tíma. Guð hefir notað hann til mikillar blessun- ar allstaðar, þar sem hann hefir koimið. Það hefir verið undursamlegt að sitja og hlusta á biblíulestra hans og prédikanir. Áður en hann kom hingað til Reykjavíkur, var hann búinn að vera í Vestmanna- eyjum' um tíma. Nú fer hann og Herbert Larsson til Norðurlandsins, til þess að heimsækja vinina þar. Síðan gerir hann ráð fyrir að fara tii Svíþjóð- ar í júní, til þess að taka þátt í hinu mikla trú- aðramóti, sem er halclið þar á hverju ári. Það heföi verið dýrmætt, ef hann hefði getað verið hér leng- ur, en við erum Guði þakklátir fyrir þennan tíma og viljum biðja Guð, að blessa hann og launa hon- um allt. Kær kveðja til vinanna út um' land. Fyrir hönd Filadelfíusafnaðarins. E. E. 29

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.