Afturelding - 01.05.1938, Qupperneq 6
AFTURELDING.
Hvað segir Guðs
Orð um skírn
Andans?
Eftir Herbert Larsson
Eftir að hafa rannsakað, hvað Guðs orð segir um
skírn Andans, hefi ég sannfærzt um, að hún einn-
ip; er ætluð okkur, sem lifum nú á dögurn. Ég til-
heyri þeim flokki, sem hafa fengið skírn Andans
samkvæmt: Guðs orði. Orð manna eða. vitnisburður
þeirra hefir ekki sannfært mig. Pað er aðeins þetta,
sem hefir sannfært mi:g: Orð Jesú Krists og vitnis-
burður postulanna. Það er áríðandi fyrir kristna
menn nú á dögum, að trú þeirra sé grundvölluó
á orði Guðs. Ekkert annað er til, sem stendur stöð-
ugti og varir að eilífu. Það sker úr öllum vanda-
málum, og opinberar okkur leyndardóma Guðs, og
hvað Guð hefir fyrirhugað okkur í Jesú Kristi. Jes-
ús segir: »Himinn og jörð munu líða undir lok, en
mín orð munu alls ekki undir lok líða« (Lúk. 21:
33). Þetta sannaðist á Pétri og þeim sem með hon-
urn voru á Hvítasunnudeginum fyrsta, svo að þeir
gátu með mikilli djörfung vitnað um uppfylling
fvrirheita Guðs í ritningunum.
Ef skírn Andans væri sama. sem afturhvarfið,
þá hefðu lærisveinarnir ekki orðið trúaðir, áður en
hvítasunnudagurinn kom, og Jesús skírði þá í Heil-
ögum: Anda. Við skulum taka. eftir því, að Jesús
sendi lærisveina sína, út að prédika, að lækna sjúka
ag reka út illa anda og þar að auki kom það einu
sinni fyrir, að Jesús sagði, við lærisveina. sína:
Gleðjist samt ekki yfir því, að andarnir eru yður
undirgefnir, heldur gleðjist yfir því, að nöfn
vðar eru innrituð í himnunum«. (Lúk. 10: 20).
I Jóh. 14: 15—18 versi er talað um misnruninn á
milli lærisveinanna og heimsins barna. Afstaða
lærisvemanna til Krists og Heilags Anda var allt
önnur en afstaða heimsins. »Andi sannleikans«,
segir Jesús', »hann, sem heimurinn getur ekki tek-
ið á móti, af því, aö hann sér hann ekki og þekkir
iiann ekki heldur; þér þekkið hann, af því að
hann dvelur hjá yður og er í yður«.
I Jóh. 15: 3. versinu er sagt um lærisveinana,
að þeir va-ru nú þegar hreinir vegna orðsins, sem
Jesús talaði til þeirra. 1 Jóh. 15: 19. versinu hafði
Jesús útvalið þá af heiminum. Auðvitað heyrði þeir
Drottni til. Sjá einnig Jóh. 17:. Það var mikil
reynsla, fyrir lærisveinana, þegar Jesús dó á kross-
inum. Trú þeirra á Jesúm Krist var nær því aö
verða að engu. Jesús reis upp frá da.uðum, og kom
þeim til hjálpar á réttum tíma. Hann birtist þeim,
og trú þeirra styrktist, og þegar hann bauð þeim
að fara ekki burt úr Jerúsalem, heldur bíða, eftir
fyrirheiti föðursins, sem, þér--------sagði hann
—--------hafið heyrt mig tala um, þá trúðu þeir
því, og fóru ekki burt úr Jerúsalem, fyrr en þeir
voru orðnir skírðir í Heilögum Anda.
Varla getur nokkur maður neitað því, að læri-
sveinarnir eignuðust meiri trú við upprisu Jesú
Krists, og trúarlíf þeirra óix, eins og trúarlíf Abra-
hams fyrr á dögum. Jesús segir: »:Hver, sem trú-
ir, hefir eilíft líf«. Lærisveinarnir áttu hið eilífa
lífið fyrir trúna á Jesúm Krist, og í, þessari lif-
andi trú biðu þeir þess, að fyrirheiti Föðursins
myndi rætast, því að Jesús hafði sagt: »En þér
skuluð skírðir verða með Heilögum Anda, nú inn-
an fárra daga,«. (Post. 1: 5). Að eiga lífið i Guði
eða, að vera fæddur á ný er skilyrðið fyrir því.
að skírast í Heilögum Anda. Skírn Andans er
handa. þeim, mönnum, sem eru fæddir á ný og vilja
láta sikírast af Jesú og fylgja Honum. Aðeins þeir,
sem eru fæddir til holdlegs lífs, geta fæðst á ný
til andlegs lífs, og aðeins þeir sem hafa, öðla,zt and-
legt líf, geta orðið skírðir í Heilögum Anda. Ef við
athugum, að hér er talað um að skírast, þá er það
auðvitað skilyrðið, að einhver sé til, sem vilji skír-
ast 'i Heilögum Anda. Þá kemur spurningin: »Hvaða
maður er það, sem á að skírast. í Heilögum Anda.
Hinn andlegi. eða hinn holdlegi?«
Ef það væri svo, að hinn gamli, holdlegi maður
ætti að skírast í Heilögum Anda, þá fannst mér,
að Andinn gæti fallið yfir óendurfædda og óguó-
lega menn. Þá hefði Jesús líka farið meö rangt
mál, þegar Hann segir, a.ð heimurinn get,ur ekki
tekið á móti Anda sannleikans, af því hann sér
hann ekki og þekkir Hann ekki heldur. Takið eft
,ir því, að það voru lærisveinar Krists, sem Jesú
gaf fyrirheiti um Heilagan Anda. Lærisveinarnir
þurftu að fá skírn Andans til þes'si að geta borio
Jesú. Kristi. vitni og lifað Drottni til dýrðar. f
Anda Guðs talaði Pétur á hvítasunnudaginn fyrsta
og sagði: »G,jörið iðrun, og sérhver yðar láti skír-
ast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda
yðar, og þér munuð öðlazt gjöf Heilags Anda«.
Fyrst þurftu þeir, sem stungist, höfðu í hjörtu
og sem spurðu Pétur: »Hvað eigum vér að gjöra?«
30