Afturelding - 01.05.1938, Qupperneq 8

Afturelding - 01.05.1938, Qupperneq 8
AFTURELDING, Já, vinir mínir, vissnlega verður dagurinn voða- legur fyrir alla, sem hafna hjálpræðinu í Jesú Kristi. Sá dagur, þegar allt verður opinbert,. Taktu til dæmis vatnsglas, það er gagnsætt, og ef einhver óhreinindi eru í því, þá sézt, það um leið og litið er á glasið. En ef þú tekur ógagnsæjan hlut, svo sem leirkönnu, þá sézt ekki að utanverðu, þótt eitt- hvao óhreint sé innan í. Þannig er því varið meéi iíf margra manna. Það lítur vel út, fyrir augum þeirra, sem umgangast, þá, en fyrir augliti Drott- ins er það þó ef til vill fullt af óhreinindum’, ,sa.ur- ugum hugsunum eða öðru því, sem ekki kemur fram í daglegu lífi. En fyrir dómstóli Drottins birt- ist, það allt. Þar er ekkert, sem, getur hjálpað, nema blóðið, það blóð, sem hreinsar af allri synd. 1. Jóh. 1, 7.—9. - Og aðeins sá, sem' gengur inn um dyrn- ar, það er að s,egja: hreinsast' í blóði Jesú Krists, getur komist, inn í himininn. Eignast, hlutdeild í dýrðarríki Drottins Jesú Krists., Sjá Opinberun- arbókina kap. 7: 17., 20: 15., 22: 14., I. Efes. 6: 13—17. er okkur sýndur ,sá skrúði, sem við fáum til þess að bera í daglega lífinu. Þá er nú fyrst, að við séum girtir sannleikanum. Klæddir brynju réttlætisins. Skóaðir á fótum, með fúsleik til þess að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Með skjöld trúarinnar, hjálm hjálpræðisins og sverð Andans. Ert þú klæddur þessum búningi, eða ert, þú ef til vill einn af þeim, sem eru girtir efasemdum og ósannindablekkingum um sínar andlegu lendar. Ert þú klæddur brynju fúins ctg rotins verka.réttlætis, skóaður á fótum spilltum vilja til þess að flytja tælandi, afvegaleiðandi boðskap andatrúarinnar, guðspekinnar, eða annara, álíka »trúarbragða«? Ert, þú vopnaður skildi efnishyggju og vantrúar, reiðubúinn til þess, að forðast og kæfa niður kær- leiksríka, laðandi frelsisrödd Drottins í hjarta þínu. Ert þú yfirskyggður hjálmi 'girnda þinna, sem draga þig lengra og lengra niður í djúpið, unz þú ert kominn þangað, sem enginn geisli náðar- sólar Guos nær til þín. IJnz þú lendir þar sem ormur eftirsjármnar ikki deyr og eldur þíns spillta, syndum ataða eðlis ekki slokknar. Er þitt andlega viðurværi tvíræðar, saurugar sögur, sem útata hja,rta þitt dag frá degi. Vinir mínir, vaknið upp til athugunar á ástandi ykkar og afstöðu tii lifandi Guðs. Enn eru náðardyr Drottins opnar. Bráðum kemur Jesús, til þess að sækja þá, sem vænta komu Hans. Verður þú þá með? Drottinn opni hjörtu ykkar allra, sem hafið enn ekki snúið ykkur til Guðs. Konráð Þorsteinsson. »Ilærasta barn« gagnrýninnar dáid. Það var hérinn, sem jórtraði! Vísindin héldu því fram, að það gerði. hann alls ekki, Biblían kvað hann hann gera það. Hér fannst því mönnum, að þeir hafa ágæat sönnun fyrir því, að »ritningarn- ar« væru aðeins skrifaðar fyrir áhrif hins isra,- elíska tíðaranda, en ekki samkvæmt neinni æðri leiðbeiningu. Og þannig varð hinn »jórtrandi héri« vígi biblíu- gagnrýninnar, og um, leið hennar kærasta barn! Fríhyggjumaðurinn, Georg Brandes, var upphafs- maður þessarar stefnu á Norðurlöndum. Nálægt tveimur mannsöldrum síðar, notuðu frjálslyndir guðfræðingar. sömu hernaðaraðferð, það er, þeir settu hérann í fylkingarbroddinn í ofsóknunum. Og það hefir orðið í Hkingu við skopleik. 1. þáttur. 1 »Tidens Tegn«, árið 1922, fór próf. M. her- för gegn hinni gömlu biblíutrú. Og eins cg æfður stríðsmaður, beitti hann fyrir sig hinum »jórt,randi héra«. Ekkert átti að sýna á greinilegri hátt ómögu- leikann á því að halda sér fast, við hina gömlu trú á Biblíuna en þessi algerlega ranga ályktun um hérann. Það varð nýtt hæðnisbros á hina ein- földu biblíutrúarmenn. Undirritaður, sem þá var ritstjóri Kr. blaða- skrifstofu, hafði einmitt á sama tíma fundið grein í. »Sven,ska Socialdemokraten«, þar sem1 skógfræð- ingur nokkur heldur því ákveðið fram, að hérinn ,sé jórturdýr, enda þótt það sé dálítið á annan veg en kýrin. Ég brá mér þá á »héraveiðar« og sendi þessa skýringu til próf. M. — Prófessorimi lagði málið fyrir norskan náttúruvísindamann. En hann, annað tveggja, vildi ekki eða gat ekki geí'ið afdráttarlaust, svar, en áleit að það væri vegna þess, hvernig dýrið hreyfði tyggifærin eða kjálk- ana, sem hérinn væri talinn jórturdýr. Þessa skoð- un hefir svo próf. M. haldið sér við í síðustu skýr- ingu sinni á Mósebókunum og lýsir hitt villu. — »Tidens Tegn« tók ekki á móti greinum frá öðr- um' en frjálslyndum. Nú virtist mér, að »hérinn.« vera, orðinn það lamaður, að hann fengi að vera í, friði. En hann kom þá aftur. 32

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.