Afturelding - 01.11.1940, Page 5

Afturelding - 01.11.1940, Page 5
\ i*’ T U B E L l) i N G mamma hennar væri veik. Bærinn hét nú reyndar Bjarkarbær, en Kaju fannst hitt eiga svo vel við, vegna þess að þar voru þrjár stórar tjarnir með yndisJegum vatnarósum L En er búið var að hlúa vel að Kaju litlu innan í sleðafeldinum og Jóhann tók í taumana, hróp- aði hún allt í einu upp yfir sig. »En Gunnarsson! Eigum við ekki að bíða eftir sendisveini Guðs?« ;>Ha,nn er þegar búinn að koma«, svaraði Gunn- arsson óðalsbóndi. »Af stað, Jóhann!« Svo dró hann litlu stúlkuna upp að brjósti sór og hvíslaði í eyra hennar: »Guð bað mig nefnilega að fara þetta fyrir sig. Ha,nn hafði engan annan að senda«. Kaja sat við rúm mömmu sinnar á stóra sjúkra- húsinu. Hún hafði verið veik um öll jólin. Nú var hún orðin það betri, að hún þekkti litlu stúlkuna sína,. Kaja sagði henni nú frá, þegar Gunnars- son hefði komið, er allt var svq leiðinlegt og mamma gat ekkert annað sagt en þetta: »Aumingja Kaja, engin jól«. »En mamma, ég fékk jól! Það var voða gaman á Bjarkarbæ. Ég fékk að fara með Kláusi út í skóg, þegar hann sótti jólatréð, og síðan fékk ég að hjálpa til að skreyta það. Svo um kvöldið, er búið var að kveikja á því, kom stór jólasveinn með feikna stóran poka, sem hann týndi upp úr ógrynnin öll af jólabögglum. Ég varð svo glöð, er hann kallaði upp: Til Kaju! Ég var ekkert hrædd, því að ég vissi, að það var bara ökumaðurinn, sem hafði búið sig út sem jólasvein. Svo fékk ég að fara til kirkju, og við ókum í gegnum stóran greni- skóg, sem glitraði eins og silfur. Ég sqfnaði á leiö- inni og frúin varð að vekja mig, þegar við komum til kirkjunnar. Og veiztu, mamma! Það var svo mikið fallegt í kirkjunni! Svo mikið af ljósum og söng, og einhver maður talaði um hinn litla Jesúm, sem var svo fátækur, að hann átti ekki einu sinni rúm til þess að sofa í«. Hjúkrunarkonan kom inn og þreifaði á slagasðinni á frú Gran. »Karin litla má ekki tala svona mik- ið. Skoðaðu nú jólaheftin, þangað til óðalsbóndmn kemur og sækir þig«, sagði hún. Karin gekk að borðinu með myndablöðunum á, en í raun og veru þótti henni ekkert varið í að skoða myndir, í samanburði við að fá að vera hjá mömmu. Skrítið, að systir Lísa skyldi ekki vita það, en nú heyrði hún, að mamma hennar sagði við hana. »Það er svo gaman að hlusta á Kaju litlu masa, ég hef þráð hana. svo lengi«. »En ég er hrædd um að frúnni vei'sni«, sagði Kaja hljóp beint í fangið á herra Gwmarssyni. hjúkrunarkonan. »Engan veginn, systir, mér mun heldur batna«. Og niðurstaðan varð sú, að Kaja fékk að sitja hjá mömmu og halda í höndina á henni, þar til Gunnarsson kom til þess að sækja hana. Hann heils- aði móður hennar og Kaja fékk loforð um að fá bráðum að heimsækja hana aftur. Um nýárið var frú Gran farin að verða svoi frísk, að hún mátti óhindrað spjalla við litlu stúlkuna sína. Þá notaði Kaja tækifærið til að spyrja mömmu sína um nokkuð, sem hún hafði lengi hugsað um. »Finnst þér, mamma, að ég hafi verið óhlýðin, þegar ég fór til Bjarkarbæjar? Þú varst búin að segja, að ég mætti aldrei fara oftar í sumardvöl að Vatns- rósabæ, en núna er ég ekki í aumardvöl, og svo er það heldur ekki neinn vatnsrósabær, þegar allt er þakið ís og snjó«. Frú Gran minntist nú þess, hve hún hafði ver- ið óvinveitt hinum trúuðu, og hve óttaslegin hún hafði orðið, er hún frétti, að Bjarkarbæjarhjónin væru trúuð. En í.veikindum sínum hafði hún kom- izt í samband við Frelsara. sinn og lært að eiska hann. »Við megum þakka Drottni og Gúnnarssyni óðalsbónda það, að þér hefir liðið svona vel á með- an ég var veik«, sagði hún. »Og mannna! Veiztu, að það var Jesús,, sem sendi Gunnarsson til mín, þegar ég var svo svöng og bað til Guðs, að hann sendi mér mat?« Augun hennar ljómuðu af gleði. Hugsa sér! Þetta 65

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.