Afturelding - 01.11.1940, Qupperneq 14
AFXCRELDING
ao það kom kipringur í varir hennar og sorgar-
blær á blíðu augun hennar. Hann beið ofurlítið,
síðan sagði hann:
»Hlakkar þú ekki til að fá leikfélaga, í staðinn
fyrir að vera hjá einmana, gömlum manni?«
Barnið svaraði enn engu, en svo hneig höfuð
hennar að brjósti hans, og tárin streymdu niður
kinnar hennar. Ilerra Edvard lyfti undir höku
hennar og- sagði:
»Við megum ekki gráta á sjálfan jóladaginn.
Hvernig er það, langar þig ekki tii að fara?«
»Ég hugsa að ég megi til«, sagði hún snöktandi.
»Þjónninn sagði, daginn sem ég kom, að þú hat-
aðir börn. Eg hefi alltaf hugsað um það, en þú
hefir verið svo góður við mig, að ég var farinn að
halda, að honum skjátlaðist. Ungfrú Kent vildi
mig ekki, og nú viltu mig ekki heldur, og ef til
viil viil frænka mín mig ekki, þegar ég kem þang-
að. Ég vildi óska, að Guð vildi taka mig, en ég er
hrædd um, að hann vilji mig ekki heldur. Fóstra
min segir, að ég eigi eftir að vinna eitthvað fyrir
Guð, þegar ég verð stór, en ég held, að ég sé eins
og litli kettlingurinn, sem dó í gær, en enginn
saknaði. Þú sagðir, að til væri nóg af kettlingum«.
»En ég held, að það séu ekki til svo margar
Millíar hér í heiminum«, sagði lávarðurinn grát-
klökkur. »Heyrðu mig, litla vina mín. Eg nefi ver-
ið að hugsa um þetta núna og ákveðið að láta þig
ve -a hér. Ég get ekki án þín verið. Viltu ekki
þurrka tárin, svo skulum við tala um eitthvað
skemmtilegra«.
Hún varð svo himinlifandi glöð, að hún tók utan
um hálsinn á frænda sínum, og allt andlitið henn-
ar varð eitt einasta gleðibros. Hún hafði unnið
hjarta þessa harða manns, sem í fyrstu hafði ver-
ið svo hræddur um, að hún myndi verða aðeins til
ónæðis.
»Frændi«, sagði hún eftir stutta stund, »veiztu
' hvort þessi týndi sonur, sem þú talaðir um í gær,
er kominn heim«.
Ilann svaraði ekki strax, en síðan sagði hann með
hátíðlegri og alvarlegri röddu:
»Jú, hann er kominn heim, og þetta hefir verið
hamingjusamur jóladagur fyrir hann. Bið þú nú
Guð fyrir honum, að hann blygðist sín ekki fyrir að
viðurkenna þann Drottin, sem notaði eitt af. litlu
löinbunum sinum til þess að vísa honum veginn
heim.
ENDIR.
Háítur fynrbænar'mr.ar.
Einu s:nni var mikill vantrúarmaður. En kona
hans var trúuð og las Guðs orð daglega og oað
til Guðs. Kærleiki hennar til Biblíunnar æsti hann
svo mikið, að hann tók Bibliuna og kastaði henni
í reiði sinni í oíninn og fór svo út.
En maður þessi átti trúaða systur, sem bað fyr-
ir honum. Einmitt á sama tíma, sem hann var
að brenna Biblíuna, fékk systir hans mikla neyð
fyrir honum og fór ao biðja um frelsi hans. Þeg-
ar maourinn kom heim aftur, fór hann að gá að i
ofninum. Konan hélt, að Biblían væri brennd til
ösku og syrgði yfir því. En þegar maðurinn fór
að hræra í öskunni, til þess að fullvissa sig um,
að ekkert væri eftir, þá fann hann lítiö blaciabrot
og á því stóöu þessi orð:
»Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð
mín munu allsi ekki undir lok líða«.
Þessi orð festust í huga hans^ svo að hann gat
ekki hrint þeim frá sér. Hann komst í mikla synda-
neyð og gaf sig Guöi og frelsaðist. Og það er að
marka, að þetta gerðist einmitt á sömu stundinni,
er systir hans var á bæn fyrir honum. Þá fór
Droittinn að starfa í sálu hans og svaraði bænum
hennar. Það er kraftur í fyrirbæninni.
Hin rólauso sál.
Björnstjerne Björnsson og Hinrik Ibsen.
Sem svar á bréfi frá Ibsen, þar sem hann kvart-
ar yfir því, að hann átti svo erfitt með að safna
hugsunum sínum og fá vinnufrið, skrifaoi Björn-
son í bréfi þann 16. des. 1867:
Ef að þessi ófriður stafar frá innri óróleika,
þá skaltu biðja til Drottins þíns. og' Frelsara, þú
sterka, sannleiksleitandi sál! Bið þú med þeirri
einlægni, sem Guð heíir gefið þér! Biði, svo að það
gangi í gegnum múra þíns eigin hyggjuvits! Bió
svo, að þú verð'ir eins og barnið, því þa veróui"
þú réttvís gagnvart okkur og öruggur í sjálfun.
þér. Bið, eins, og þú hefir kennt ckkur, því í bók-
inni Per Gynt, segir þú, að við séum ekki nógu
sterkir aleinir.
74