Afturelding - 01.11.1940, Page 12
AFl’UBELDING
ég fer að verða hrædd um litlu trén. Þjónninn
sagði, að ef ég færi út, mundi ég fjúka. Fóstra
mín, heldurðu, að vindurinn gæti cnrðið svo sterk-
ur, að hann gæti feykt mér alla leið til himins?«
»Nei, það held ég ekki«, sagði fóstra hennar al-
varlega, »og ég gæti heldur ekki verið án þín,
elskan mín. Þú mátt ekki yfirgefa {Dennan heim
strax«.
Eg held, að það væri bara gott, ef vindurinn
tæki mig og feykti mér þangað upp, svo ég fengi
að vera þar einn dag, og koma svo aftur. Heyrirðu,
hvað Golíat lætur ílla núna? Ég vildi, að vindur-
inn bryti hann niður, því hann er svo gamall og
leiðinlegur. Mér finnst alltaf hann gretta sig fram-
an í mig, þegar ég geng fram hjá honum«.
»Þú mátt ekki óska þess«, sagði fóstran. »Það
getur orðið hættulegt, ef gamalt. tré fellur til jarð-
ar. Nú fer ég niður augnablik, vertu góða stúlk-
an á meðan«.
Millí stóð og horfði út um gluggann nokkrar
mínútur, eftir að fóstra. hennar var farin. Þá sá
hún allt í einu lítinn kettling, mjálmandi og vesæld-
arlegan, leita árangurslaust að skjóli undan óveðr-
inu. Millí hljóp út til þess að bjarga honum, án
þess að hugsa út í, hvað af því mundi leiða. -—
»Kisa mín!« kallaði hún, »nú s.kal ég fara með
þér inn í eldhúsið«.
Herra Edvard sat og var að skrifa bréf, þegar
mikil stormhviða allt í einu kom honum til að líta
upp og horfa út um gluggann. Þá sá hann, sér til
mikillar skelfingar, litlu systurdóttur s.ína vera
að berjast á móti storminum og reyna að ná í kett-
linginn og bjarga honum.
Hann þaut upp úr sæti sínu, en um leið hristist
allt húsið af ógurlegri vindhviðu, og í því brotnaði
stóreflis grein úr gömlu eikinni og féll niður á
þeim stað, þar sem litla stúlkan stóð.
»0, Guð, bjargaðu henni!« kailaði hann í angist,
þegar hann sá hana falla! Hann hljóp út og gleymdi
alveg sínum eigin veikindurn. Á næsta augnabliki
var hann kominn þangað og beygði sig ofan að
henni. Mikið þakklæti fyllti hjarta hans, þegar
hann sá, að greinin hafði aðeins snert hana. En
þegar hann lyfti henni varlega upp, sá hann, að
hún var með rauðan blett á enninu, þá varð hann
aftur angistarfullur. 1 flýti bar hann hana inn í
húsið. 1 dyrunum mætti hann fóstru barnsins, sem
tók litla skjólstæðinginn sinn á arma sína og bar
hana upp í herbergið hennar; þar raknaði hún
fljótt við. Meiðslin voru ekki hættuleg, en þegar
72
frændi hennar tók hana á arma sína með óvenju-
lega mikilli blíðu, þá þrýsti hún sér upp að hon-
um og grét hástöfum.
»Gættu mín vel, frændi, þvj þessi gamli, ljóti
Golíat ætlaði að drepa mig. Ég sá hann koma, en
Guð bjargaði mér á síðasta augnablikinu. Gerð.
hann það ekki?«
Þegar búið var að binda um sárið, sat herra
Edvard enn með Millí í fanginu; og þegar fóstran
var farin, gerði hann það, sem hann aldrei hafði
gert áður, hann þrýsti litlu stúlkunni að sér og
kyssti hana innilega og sagði:
»Þú varst mjög nálægt dauðanum, litla vina
mín, og ég hefði ekki getað hugsað mér að lifa án
þín«.
Millí horfði á hann stórum augum og sagði: »En
ef ég hefði dáið, þá hefði ég farið beint heim til
Guðs. Hefði ég ekki gert það?«
»JÚ, það er víst«.
»Það hefði verið gaman. En Guð vill ekki taka
mig enn«.
Þegar hún kom niður til kvöldverðar, var hún
mjög sorgmædd, þar sem hún sat við borðið. Þá
sagði hún: »Frændi, veiztu hvern GoJíat drap?«
»Meinar þú tréð, sem datt ofan á þig? Ég vona,
að enginn hafi orðið fyrir því«.
»Jú, litli kettlingurinn, sem ég fór út til að
bjarga, rotaðist alveg«. Brúnu augun hennar fyllt-
ust tárum.
»Aðeins kettlingur«, sagði herra Edvard bros-
andi. »Að vísu var það leiðinlegt, en það er nóg
til af þeim«.
»En, frændi, ég hefi hugsað svo mikið um þenn-
an kettling. Hann hafði hlaupið burtu úr fjósinu,
Ég held, að hann hafi verið týndur kettlingur, og
nú getur hann aldrei komið heim aftur. Mér finnst
það svo sorglegt, af því að enginn finnur til þess,
ekki einu sinni fóstra mín. Hún segir, að það hafi
verið gott, að það hafi ekki verið ég., Mamma hans
mun sakna hans mikið í kvöld. Hvað heldurðu,
frændi, var það Golíat eða vindurinn, sem drap
hann? Ég held, að það hafi verið GoJíat. Storm-
urinn er hættur nú, en trén virðast vera að gráta
og snökta. Ég er viss um, að þau gráta litla kett-
linginn. Ö, að ég hefði komið í treka tíð til að
bjarga honum!«
»Við skulum ekki taJa meira um hann«, sagði
herra Edvard glaðlega. Hefirðu seð Tómas, ný-
lega?«
Millí var undir eins til í að tala um hann. »Já,