Afturelding - 01.11.1940, Page 11

Afturelding - 01.11.1940, Page 11
Aí'í UEELDjNG Jólatréð er að prédika, cg Elsa verður að setj- ast niður og hlusta. »Þið hafið höggvið mig af rót minni úti í skóginum og flutt mig hingað og svo liengið þið á mig alls konar skraut, til þess að ég sé fallegt á að líta. En eftir nokkra daga visn- ar barrið mitt og byrjar að falla af, því að ég hefi ekki meira líf. Af hverju létuð þið mig ekki 'held- ur standa í skóginum? Að vori hefðu þá lítil falleg blóm vaxið á greinum mínum, sem með tíman- um hefðu orðið frækönglar, en nú ...« Elsu þótti sem hún heyrði þungt andvarp stíga upp frá trénu. Hún hugsar með sjálfri sér og finnur, að hún vill alls ekki líkjast jólatré. Hún hleypur inn í næsta herbergi og kastar sér á kné við stól og biður: »Jesús, lát það ekki koma fyrir mig, að ég hengi sjálf á mig neina ávexti, lát mig ekki gjöra nein góðverk, sem eru sjáan- leg fyrir mönnunum, lát mig gjöra þau, vegna þess að ég elska þig og er grein af þér, hinum sanna vínvið. Lát mig ekki verða höggna af þér, sem ert stofninn og rótin. Gef að ég verði ekki fráfallin í leyni, ein af því fólki, sem gengur um og lætur sem það sé frelsað en er í raun og veru fráfall,ið«. Hún er þannig kyrr í bæninni, þangað til að Hrottinn mætir henni, o>g hún finnur, að hún hef- ir samband við hann. Þá stendur hún upp og held- ur áfram að skreyta tréð. En í hvert s,inn, sem hún sér jólatré síðan, stíg- ur innileg bæn upp til Jesú, að hann mætti hjálpa henni, svo að hún líkist ekki jólatré. Eftir EcDit R. Quðbjörg þýddi. AIJUA. FAÐIK. 1. Faðir vor er a himnum. Matt. 6, 9. 2. Faðir dýrðarinnar. Ef. 1, 17. 3. Faðir andanna. Hebr. 12, 9. 4. Faðir miskunnsemdannat 2. Kor. 1, 3, 5. faðir ljósanna. Jak. 1, 17. G. Faðir vor. 2. Kor. 6, 18, 7. Faðir Drottins vors Jesú Krists. Róm. 16, 6. A IÍNJANUM. Pródikari nokkur gekk einu sinni frajn hjá steinhöggv- arn, sem lá einmitt á knjánum við vinnu sina. Prédikar- inn sagði: »ó, að ég gœti jafn hæglega sundurmarið hjört- Un og þú sundurmolar þessa steinac. Þá svaraði maðurinn: »Það væri ef til vill hjEgt, ef þú værir jafn mikið á knján- Um eins og ég«. Mánudagskristindómur er betri en sunnudagsjátning. Litla mnaðarlausa stúikan. NIUNDI KAPITULI. Líttið barn mun leiða þá. Um kvöldið, þegar herra Edvard kom inn í her- bergi sitt, gekk hann lengi fram og aftur í djúp- um hugsunum frammi fyrir myndinni, sem litla stúlkan hafði gefið honum. »Eg þrái frið«, mælti hann hljóðlega, »hví get ég ekki fastráðið að leita Drottins í fullri alvöru, eins og týndi sonurinn? En það er svo erfitt fyrir frávilltan mann að snúa við«. Hann nam staðar og horfði á myndina, og frá hjarta hans steig bænarópið: »ö, Guð, vertu mér líknsamur og hjálpaðu mér að koma aftur til þín, því ég megna það ekki sjálfur!« Morguninn eftir koon skógarvörðurinn með son sinn til þess að tala við Edvard lávarð. Og meðanr hávaxni og herðabreiði unglingurinn stóð frammi fyrir óðalseigandanum, og bað, gripinn og auð- mjúkur, um tækifæri til að bæta ráð sitt og vinna á óðalseigninni, þá bráðnaði hjarta herra Edvards, og hann lofaði honum að gera tilraun. Hann var brosandi og ánægður, þegar faðir og sonur kvöddu með mörgum þakkarorðum. »Jæja, svo þetta var söguhetja barnsins! Já, væri ekki rétt af mér að fylg'ja dæmi hans. Hann hafði kjark til að stíga þetta spor, sem ég ennþá hika við. Hví skyldi ég óttast það, að mér yrði síð- ur en honum tekið með kærleika og fyrirgefningu«. Það var komið aðfangadagskvöld með stormi og stórrigningu. Vindurinn hvein í trjátoppunum og milli húsanna. Millí hafði verið mjög upptekin við að hjálpa þjónustufólkinu að skreyta herbergin. »Þetta dugar, Milli«, sagði þjónustustúlkan. »Við höfum allt of mikið fyrir. Ef hér væri fullt af gestum, væri ekkert um það að segja, en ég hugsa, að lávarðurinn líti ekki einu sinni á þetta. Mér finnst hann verða þegjandalegri með hverjum degi. Það verða sennilega leiðinleg jól hjá okkur«. Þegar Millí kom upp á herbergi sitt, nam hún staðar við gluggann og horfði út. Fóstra hennar, sem sat í hægindastóli við arininn með handavinnu sína, sagði þá allt í einu: »Það er að verða fellibylur, held ég. Þegar við finnum svo mikið til þess á landi, hvað mun þá verða fyrir þá, sem staddir eru úti á sjó«. »Eg vildi að ég væri á sjónum«, sagði Milli. »Ég elska storminn, en í kvöld held ég, að sé of hvasst, 71

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.