Afturelding - 01.11.1940, Page 8
AFTUEELDINQ
Sawvwel Walker dó 1761 með þessum vitnisburði:
»Ég er borinn á englavængjum. Himininn hefir
veriö opnaður fyrir mér. Ég mun brátt vera þar.
Ö, vinur minn, ef ég hefði haft þrek til þess að tala,
mundi ég hafa sagt þér þvílíkar nýjungar, að sál
þín hefði stórkostlega fagnað. Ég sé þvílíkar und-
ursamlegar sýnir, en ég megna ekki að segja
meira«.
Síðasti vitnisburður W. Whitbys var: »Hver er
jjar? Hvað er þetta? Englar koma til mín!«
Rob. Wilkinson trúboði dó með þessum orðum:
»Ö, hvílíka hluti hefir ekki Drottinn opinberað fyr-
ir mér í kvöld! Ö, Guðs dýrð! Ó, Paradís með þína
guðdómlegu fegurð og sælu! Guð er kærleikur! 0.
hjálpa mér að lofa hann! Ég mun lofa hann eilíf-
lega!«
Sunnudagsmorgun einn árið 1860 kvaddi James
Wilson þennan heim til þesis að búa í húsi Drottins
að eih'fu. Hann sagði: »Það er ekkert myrkur í
dalnum. P>að er aðeins ljós!«
Mary Davis hrópaði á dauðastundinni: »Hvílík
dýrð!«
Frú Glenontry sagöi, þegar hún var að deyja:
»Ef þetta er dauðinn, þá er hann hugþekkasta fyr-
irbrigði, sem hugsazt getur«.
Síðustu orð frú Hastings voru: »0, mikilleiki þíns
guðdómlega. fagnaðar, sem mér er úthlutaöur!«
Síðasta orð Hönmi Mores var: »Gleði!«
Kveöjuorð Susömvw Wesley til barna hennar
voru: »Börn, þegar ég er farin, þá syngið söng
Guði til dýrðar!«
Sunnudagaskóladrengur einn, E. Lawrence,
sagði á dauðastundinni við móður sína: »Ég kem!
Jesús bíður mín og ég hans. Þar eru björt klæði,
og þar er kórcna. Ég fer til þess að taka á móti
þessu! Vertu sæl mamma!«
Rowland Hill trúboði, dáinn 1833, endurtók hvaö
eftir annað eftir að hann skildi við: »Jesús hefir
elskað mig, ég get ekki sagt hvers vegna. Við er-
um eitt. Hann vill ekki vera í dýrðinni og láta mig
vera fyrir utan«.
Gwnnar Wingren var sænskur trúboöi, og braut-
ryðjandi hvítasunnusafnaðarins í Brasilíu. Hanr.
lézt árið 1933. Vinir hans, er stóðu við dánarbeð
hans, sáu ailt í einu björtum geisla slá yíir hann.
1 geislanum komu fram tvær gegnumstungnar
hendur, er fóru niður með síðum hans, eins og þær
ætluöu að lyfta honum upp. Um leið fagnaði hann
stórlega í Andanum cg sagði: »Nú heyri ég sönginn
— eins og inni í hjarta mínu«. Rétt á eftir dó hann.
T. B. Barmtt, sem af mörgum hefir verið nefnd-
ur postuli hvítasunnuvakningarinnar á Norður-
löndum, dó 29. jan. 1940. Þegar hann var kominn að
dauða, skrifaði hanr. þessa kveðju til hvíta-
sunnuíólksins víðs vegar: »Allir mínir kæru hvíta-
sunnuvinir! Sækið fram, haldið ykkur nærri Guði,
og trúið öllum þeim sannleika, sem Biblían hefir
frætt okkur um. Ef einhverjir hníga og verða tekn-
ir heim í dýrðina, þá munu nýir ganga fram í eld-
línuna. Það er aðeins tjaldbúð mín, sem er hrör-
leg nú, en andi minn fagnar í Drattni. — Ykkar
bróðir og vinur T. B. Barratt«.
Nokkru síðar, jjegar nákomnustu starfsbræður
hans komu til þess að kveðja hann hinnstu kveðj-
unni, lyíti hann hönd sinni til himins og sagði
með ástúðlegum kærleika í röddinni: »Ég mun
sjá Konung konunganna í ljóma. sínum«. — Nokkru
þar á eftir gekk andi hans út úr tjaldbúðinni —
og inn í dýrðina.
»Látum oss því og, jsar sem vér erum umkringd-
ir af slíkum fjölda votta, létta af oss aliri byrði
og viðloðandi synd, og þreytum þolgóðir skeið það,
sem oss er fyrir sett og beinum sjónum vorum
til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar ...«
Hebr. 12, 1—2.
Ásmundmr Eiríksson.
Orðsending frá ritstjóranum.
Nýtt ár er að nálgast. Hvað mun það bera í skauti
aér? Pað er spurning, sem margir komai með. Kkki er
bægt að svara þvi til fulls.. En Afturelding mun, eins
og hjngað til, flytja greinar um túkn timanna út frá
hinu spámannlega orði Drottins, ýmsar fróðleiksfréttir,
kvæði og Ijóð, barnasögur og smákorn.
Og þrárt fyrir sihækkandi útgáfukostnað, viljum við
reyna að hafa verð blaðsins við hið sama. En þá þuríum
við að leggja ríkt á alla útsölumenn blaðsins að selja enn
fleiri blöð, til þess að geta létt undir prentkostnaðinn.
Reyniö einnig að útvega fleiri skilvísa áskrifendur. Svo
vonum við, að allir, sem eru í skuld við blaðið, borgi. hið
allra fyrsta. Við munum senda 1. blað næsta árs, til allra
áskrifenda. En ef einhverjir vilja blaöið ekki fraanvegis,
þá á að endursenda það og tökuiaa við þa.ð sem úrsögn.
öskum ykkur ólJuin svo gleðilegra jóla og frlúsæls ný-
árs í Jesú naiiii.
SAMKOMUR
eru haldnar í Filaleifia, Hverfisgötu 44, Reykjavík.
Á sunnudögum kl. 4 og 8,30 e. h.
Barnasamkoma kl. 2 e. h.
Á þriðjud.ögum kl. 8,30 e. h. Biblíulestur,
Á fimmtudögum kl. 8,30 e. h.
68