Afturelding - 01.11.1940, Qupperneq 9
A F T U lt E L 1) I N (}
Vitringarnir frá Áusturlöndum.
Er dagur þvarr og sólin sé
þá sólu björt á h.imin sté,
sem eldblys einstæð stjarna.
Við sögðumst aldrei svona vott
fyrr séð hafa — og gengum brott
frá görðum byggða barna.
Og atjarnan okkur fyrir fór,
öll festingin var geislasjór,
og dýrð á láð og legi.
Við þekktum táknið þrir í hóp
og þetta okkur djörfung skóp
i neyð á nótt sem degi.
Við hjuggum eið í harðan stein:
að heldur missa líf og bein
á auðnum öræfanna,
en finna eigi Konung Krist
og krjúpa að hans fótarrist
í lotni.ng leitendanna,
En raunir þær um gil og gjár
Guð einn veit — og okkar sár,
og blóð er afsprakk iljum.
Pað sýndist margoft síðsta stund,
er svall og vætti bólgin und
í brunasandsins bylgjum.
Á au.ðnir sandsins trosnuð tjöld
með tágum leislum kvöld á kvöld
og stjarnan staðinn lýsti.
En færi þeyr um bjarkarblað,
sem börn við þráðum meir þann stað,
sem Konung hæstan hýsti.
Oft á stafinn h.eitt fram hneig
höfuð þreytt — þvl svala veig
var hvergi — hvergi að finna.
Pótt att væri sókn vi.ð auðn og hraun
og öll væri leiðin raun við raun
var örugg allra sinna.
Loks komum við 1 Kanaansborg
og kváðum búna okkar sorg
og hugðum fróðleik fræðast.
Við limhá tré vi.ð litum þar
lærða menn, og spurðum hvar
Frelsarinn ætti að fæðast.
»Betleh,em er borgin hans«,
-—• svo bentu, þeir til suðurlands:
»Sjá, þárna er þorpið smáa«.
Við kvöddum þá að kvöldi dags,
er kort var stund ti.l sólarlags
og horfðum i heiðið bláa.
Par skein enn stjarnan skær og mild,
er skapaði giftu okkar fylgd
og bar rétt báfc á kili.
i lágum stall við litum H a n n
og leitarþorstinn svölun fann
i himins ástarhyli.
Lausleg |>ýðing. Á. E.
Lausn móðurinnar.
Jólin nálguðust hröðum skrefum. 1 heimilinu
að Ási vann allt fólkið við það að undirbúa hátíð-
ina. Allt skyldi verða svo viðkunnanlegt, hreint og
fagurt.
Pabbi og mamma væntu barnanna sinna heim
úr skólanum um jólin. Og börnin þráðu heimkom-
una ekki minna, því að enginn var eins cg pabbi
og* mamma., Allir kepptust við verk sín. Enginn
hafði tíma til að láta í ljósi hina minnstu óánægju,
því að jólin — jólin voru að koma.
En mitt í þessum fagnaðarríka undirbúningí
jólanna á Ási, gengur ung stúlka um í eldhúsinu
og grætur. Ifún hefir fengið sorgleg tíðindi að
heiman. Móðir hennar liggur fyrir dauðanum.
Svona átti þá jólahátíðin að verða fyrir hana, hana
sem hafði hlakkað svo ósegjanlega mikið til jól-
anna. Hún hafði alltaf verið svo hnakkakert, þeg-
ar talað var um alvöru lífsins. En enginn hafði á-
minnt hana eins oft og mamma. Hún átti svo marg-
ar minningar um mömmu sína, sem nú komu
fram í huga hennar. Fyrir augum sér sá hún hana
nú, þar sem hún kraup grátandi í bæn fyrir barn-
inu sínu. Allur kærleiki móðurinnar kom nú eitt-
hvað svoi ljóslifandi fyrir sjónir hennar.
Nóra — við skulum kalla hana það — situr nú
í járnbrautarlestinni, sem á að flytja hana heim.
Brátt stendur hún inni í stofunni hjá móður sinni
■— augiiti til auglitis við dauðann. Ó, hvað hún var
fátæk! Hún hafði ekkert huggunarorð til mcöur
sinnar, er var svo sárþjáð. Hitt fólkið reyndi að
gera allt, sem það gat fyrir móður hennar, en vesa-
lings Nóra var í þeim hugsunum, sem nístu hjarta
hennar. ó, hvað alvara lífsins var lögð þungt á
hanai Nóra gekk að gítarnum og* strauk varlega
yfir strengina, eins og* til að kalla sjálfa sig aft-
ur til lífsins. »Æ-já, syngdu einn sálm fyrir mig,
Nóra, mín«, sagði mcðir hennar.
Hver gat orkað að syngja nú? En eins og leidd
af ósýnilegu afli gengur hún að rúminu og byrjar
að syngja. Parna situr hún ófrelsuð með sundur-
kraminn anda. Nú er liún ekki lengur hin stolta
og* drambláta Nóra, því að nú hefir hún mætt
ofurefli sínu — nefnilega dauðanum.
Nóra varð oft að syngja fyrir mcður sína þenn-
an stutta tíma, sem hún var heima. En nú kom
hinn erfiðasti dagur í lífi hennar. Nóra vissi, að
þetta var í sfðasta sinn, sem hún talaði við móður
sína. Það hefði alveg orðið henni ofraun að kveðja
69
L