Afturelding - 01.11.1940, Side 3
Fyrirtíðarmenn, þjónar hins gamla sáttmála, gátu
litið fram í tímann og sagt: Það kemur ciagur á
hverjum Messías mun fæðast. Spámennirnir, er
sögðu fyrir komu hans, rannsökuðu til hvers eoa
hvílíks tíma Andi Krists, sem í þeim bjó, benti, bá
er hann vitnaði fyrirfram um píslir Krists og dýrð-
ina þar á eftir. Þeir skyggöust, fyrir Anda Guðs ■
og rannsökuðu allt, fram í tímann, fram til dags-
ins. Þeir sáu stjörnu renna upp í Jakob, þeir sáu
rótarkvist Davíðs skjóta fram úr þurri jörð, þeir
sáu, hvernig hag Naftalilands og Sebúlonslancls
var snúið við, hvernig mikið ljós rann upp fyrir því
landi, er í myrkri var. Þeir horfðu fram til dagsins,
þegar Messías þeirra og Konungur ætti að koma.
Og þegar fylling tímans kom, sendi Guð Son
sinn fæddan af konu, fæddan undir lögmáli. Það
var Messías, hann, sem um var spað að ætti að
koma. Dagurinn var kominn, hinn fyrirheitni
dagur.
Fi'á englavörum hljómuðu orðin: »iYður er í dag
Frels.ari fæddur, sem er Drottinn Kristur í borg
Davíðs«.
Það er eins og höfundur Hebreabréfsins segir.
Guð hefir fyrirbúið oss það, sem betra var. Nú
fáum við að horfa aftur í tímann cg líta til dags-
ins, sem kominn er, dagsins, sem Jesús Kristur
Konungur vor og Frelsari, Meistari og Messías
fæddist á. Þjónar hins gamla sáttmála litu frarn
til þeí:s, er koma átti, en við lítum aftur t.l þess,
sem er þegar komið. Já, Guði sé lcf, að viö höfum
öö azt þá náð að mega horfa aftur í tímann til hins
fullkomnaða frelsisverks! Við þurfum ekki aðeins
að vonast eftir því, sem á aö koma, heldur fáum
við að lcfa Guð fyrir það, sem komið er. I dag
er hjálpræðisdagur, í dag er náð Guðs að finna.
Hann lætur oss finna sig í Jesú Kristi, Honum,
sem fæddist í Betlehem, og hvers komu englarnir
kunngjörðUi, Honum, sem hirðarnir lutu og þús-
undir hafa lotið síðan. Honum, sem vitringarnir
vegsömuðu og færðu gull, reykelsi og myrru. Hcn-
um, sem kom 'til þess að gefa líf og nægtir, til þess
að veita blindum sýn, láta þjáða lausa og boða hiö
þóknanlega ár Drottins.
Það er Jesús Kristur, sem er vor undursamlegi
Frelsari. Enginn má ætla, að hann geti farið beint
til Guðs milliliðalaust. Nei, Jesús er Meðalgang-
ari milli Guðs og manna. »Ehginn kemur til Föð-
urins nema fyrir mig«, sagði Jesús. I Honum sam-
einast maður og Guð. Þess vegna ber oss að feta
í fó-rspor hirðanna og fara að leita Frelsarans,
leita IlanS', sem einn getur veitt- það, sem hjarta
mannsins þráir og þarf með: eilífa sáluhjálp. í
Honum er líf, og lífið var ljós. mannanna. Hann
er Guð opinberaðúr í holdi. Hann ev fyrirrenn-
arinn oss til heilla, já orðinn æðstí prestur að
hætti Melkisedeks. Þetta er vc>r Jesús. Þetta er
sá, sem fædclist í Betlehem í Júda. — Konungur
konunganna og Drottinn drottnanna.
J. S. J.