Afturelding - 01.01.1942, Page 3

Afturelding - 01.01.1942, Page 3
AFTURELDING 3 FyrirMinn staönr aí Gufli. »0g konan flýði út á eyðimörkina, þar sem ,hún hefir stað fyrirbúinn af Guði ... og þar skyldi hún haldast við í eitt þúsund tvö hundruð og sex- tíu daga«. »Og er drekinn sá, að honuní var varpað niður á jörðina, ofsótti hann konuna, sem alið hafði sveinbarnið. Og konunni voru gefnir vængirnir tveir af erninum mikla, til þess að hún skyldi fljúga á eyðimörkina til síns staðar, þar sem hún elzt tíð og tíðir og hálfa tíð, fjarri augsýn höggormsins. Og höggormurinn spjó vatni úr munni sér á eftir konunni, eins og flóði, til þess að hún bærist burt af straumnum. Og jörðin kom konunni til hjálp- ar, og jörðin opnaði munn sinn og svalg vatns- flóðið, sem drekinn spjó úr munni sér. Og drek- inn reiddist konunni og fór burt, til þess að heyja s,tríð við hina aðra afkomendur hennar, þá er varð- veita boð Guðs og hafa vitnisburð Jesú«. Opb. 12. Til er bók ein, sem heitir »Saga umburðarlynd- isins« (Toleransens historia). Bók þessi er rituð af einhverjum hinum mest virta kennara mínum við háskólann í Lundi. Verlc þetta er í senn skemmtilegt og fræðandi. En saga ofsóknanna, aftur á móti, er harla lítið uppbyggjandi, en þvi athyglisverðari. Þó finnum við aldrei nema örsmá brot af henni í bókmenntunum. Fullnuð er hún ekki enn, og verðúr það ekki fyrr en Jesús kem- ur, því ao enn í dag aka ofsóknirnar á soravögn- um sínum víðsvegar um heim. Fyrstu spor ofsóknanna finnum við í biblíunni. Með morði Abels ganga þæri inn á leiksviðið. Kair. gat ekki umborið trú brcður síns, cg heldur ekki hans hreina líf — eftir því sem bezt verður skilið. Líf Abels var eins og hinn bjarti log,i, sem sté upp af fórn hans — sem ilmur til Skaparans. En Kain varð skapfátt, skildi það ekki, að fórn af gróðri jarðarinnar gæti ekki verið eins góð og blóð- fórn bróður hans. Hann brast umburðarlyndi og reiddist — réðst á bróður sinn og drap hann. Með meistáralegum myndugleika málar Jesús upp fyrir augum okkar ofsóknir Gyðinga gagnvart sendiboðum Guðs, í Matt. 23: »Vei, yður, fræði- menn og Farisear, þér hræsnarar! Þér byggið upp legstaði spámannanna og skreytið leiði hinna rétt- lútu og segið: Ef vér hefðum lifað á dögum feðra vorra, hefðum vér eigi verið samlagsmenn þeirra um blóð spámannanna. Þannig berið þér þá sjálf- um yður vitni, að þér séuð synir þeirra, er drápu spámennina. Fyllið þá mæli feðra yðar. Þér högg- ormar, þér nöðru-afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvítis? Þess vegna sjá, ég sendi til yðar spámenn og spekinga og fræðimenn, suma þeirra munuð þér lífláta og krossfesta, cg suma þeirra munuð þér húðstrýkja í samkundum yðar og ofsækja frá einni borg til annarar, til þess að yfir yður komi allt réttlátt blcð, sem úthellt hefir verið á jörðinni, frá blóði Abels hins réttláta allt til blóðs Sakaría Barakíasonar, sem þér drápuð á milli musterisins. og altarisins«. Þá má í þessu sambandi vekja athygli á hinum ógurlegu ofsóknum, sem talað er um í ellefta kap. Hebreabréfsins: »Konur heimtu aftur dauða, er þær höfðu misst við það að þeir risu upp. Aðrir voiru pyndaðir og þáðu ekki lausnina til þess að þeir öðluðust beti-.i upprisu. — Aðrir urðu aö sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi. — Þeir voru grýttir, þeir voru sagaðir í sundur, þeirra var freistáð, þeir biðu bana fyrir sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geit- skinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir ... Þeir reikúðu um óbyggðir og fjöll cg héldust við í hellum og jarðholum«. Næst má benda á hinar ógurlegu Díókletíanus- ar-ofsóknir, um þrjú hundruð eftir Krist. Þær stóðu yfir í tíu ár — frá 303—313. Eru þessar ofsóknir taldar vera ægilegustu ofsóknir allra alda eftir Kristsburð. Biblíufróðir menn hafa bent á þær, sem spádóms-opinberun á öðrum kapitula Op. Þar segir nefnilega í bréfinu til Smyrnu: »Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yoar í fangelsi, til þess að yðar sé freistað, ag þér munuð þrenging hafa í tíu daga«. Einn spádómsdagur er þá sama sem eitt venju- legt ár. Eftir þessar ofsóknir koma svo ofsóknir kaþólsku kirkjunnar. Saga þeirra er hinn stærsti viður- styggðarblettur í hinni annars svo margblettuðu sögu mannkynsins. Mótmælendakirkjan er og mjög langt frá því, að mega kallást sáklaus af ofsókn- um gagnvart frjálsri trú. Strax í byrjun siðbótarinnar hófust ofsóknirn- ar af hálfu siðbótarmannanna, t. d. gagnvart þeim sem héldu fram tfúaðra-skírn, sem hinni einu biblíulegu skírn. Minnumst aðeins hins göfuga verkfræðings, pílagrímsins Marbecks frá Austur- ríki. Hann hafði hrifizt af hinum bjarta boðskap siðbótarinnar, um hina frjálsu náð Guðs í Kfisti, ósnogtinni af mannasetningum. Neyddist hann til

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.