Afturelding - 01.01.1942, Qupperneq 8
AFTURELDING
hann og grefur. Nóttin líður, hann er þegar liú-
inn að grafa svo stóra holu, að hann kemst niður
í hana og fer nú að grafa sig út hinumegin undir
vegginn. Hann grefur, heldur áfram að grafa með
blóðugum fingrum, þar til hann er kominn út. Já,
sannarlega er hann kominn út. En hvert á hann
nú að fara? Þeir munu vissulega leita hans alls-
staðar og- flytja hann til höfðingjans, ef þeir finna
hann. Honum datteittíhug, »Fang«-maðurinn hafði
sagt að allir menn væru bræður, sem ættu að elsk-
ast og hjálpa hver öðrum, og Trott hafði séð hann
gera það sjálfan. Hann laumaðist varlega inn í
skóginn. Nú eru hanarnir að byrja að gala í þorp-
inu, en Trott er á svipstundu kominn langt í burtu.
Hann hleypur eins og fætur toga og sneiðir fram
h;já öllum þeim stöðum, þar sem spor hans gætu
sézt. Nú kemur það sér vel fyrir Trott að þekkja
vegina, enda hleypur hann svo hart, að svipan úi1
vatnahests-skinninu hafði aldrei komið honum á
slíka ferð. Hann hleypur allan daginn til kvelds,
en þá leitar hann sér að holu tré, skríður þar inn, og
dauðþreyttur og svangur sofnar hann þar. Hann
dreymir um »Fang«-manninn, sem elskar bræður
sína. Og um Nzam, föðurinn, sem elskar sín bÖrn.
f afturelding næsta dag byrjar hann aftur að
hlaupa. Hann finnur nokkra lélega banana í eyði-
gajrði, og með þeim seður hann hungur sitt. Hann
sefur aðra - nótt til í holu tré. En daginn þar á
eftir, kemur hann að Fangmanna þorpi. Þegar
liann þá man eftir öllu, sem hann hefir heyrt um
Fang'-mannæturnar, verður hann hræddur og fel-
ur sig í skógarjaðrinum allan daginn, til þess að
athuga, hvernig þorpsbúar haga sér. Hann kem-
ur auga á »Fang«-manninn, sem hafði talað um
Nzam, og sér líka konu hans og börn, og hvar þau
búa. Þau virðast öll vera svo hamingjusöm. Mað-
urinn talar vinalega við konu sína og hún hugs-
ar kyrrlát um sín verk. Það er komið kveld . ..
Hann heyrir klukknahljóm og sér fólkið þyrpast
saman nálægt húsi »Fang«-mannsins og hann heyrir
líka sÖng, sem hljómar fegurra en nokkuð það, er
hann hefir áður heyrt. Hann skilur ekkt orðin, en
þau eru svo mild. Nú er »Fang«-»maðurinn farinn
að tala. Hann hlýtur að tala um eitthvað gott,
því Trott heyrir hann svo oft nefna orðið »anyéghe«
og- hann veit að það þýðir kærleikur. Að endingu
sltanda allir upp, og Fang-maðurinn talar við ein-
hvern, sem Trott getur hvergi séð, og hann kall-
ar hann Tare, Föður! Hvern skyldi hann ávarpa
svona? Að endingu var svo sunginn söngur og eft-
ir það fór fólkið heim. Trott felur sig nú ekki
lengur, heldur skríður hann fram, nakinn og svang-
ur, skítugur og skjálfandi. Og1 aJlir stara á hann
með undrun. Trott stamar fram einu »Fang«-orði,
sem hann kann. Það er »ngongol« og þýðir misk-
unsemi. Það var eins og þetta eina orð hefði í sér
falinn segulkraft, og þögn áhorfendanna var rofin.
Fang-maðurinn kemur til hans, tekur hann viö
hönd sér og segir: líom með mér heim, þú ert
svangur. Kom og fá þér næringu. Allir umkringja
flóttamanninn. Hann áttar sig ekki fyr.r en hann
situr inni í húsi, klæddur í snotra mittis-skýlu og
volgir bananar og kjöt liggja á borði fyrir fram-
an hann. Hann segir sögu sína meðan hann etur.
AJlir þorpsbúar eru komnir inn í húsið hjá Fang-
manninum til þess að hlusta á sögu Trotts. Trott
sér að fráögnin hefir djúp áhrif á þet.ta vilta íóJk,
hann endar því með þessu: Fyrir nokkru síðan
heyrði ég þig segja við húsbónda minn, að allir
menn væru bræður, seml ættu sama föður, að hann
elski okkur og við eigum því að elska hver annan.
Og þessvegna kom ég hingað«.
»Það var fallega gert af þér að ltoma«, sagði
Fang-maðurinn og bætti svo við :»Já, Faðirinn
elskar okkur og Hann elskar þig líka, og Hann
getur sýnt okkur, hvernig við eigum að hjálpa þér«.
Fangmaðurinn heldur áfram að tala og nú finn-
ur Trott í fyrsta sinni, að honum er sýnd um-
hyggjusemi. Það er eins og sterk velþóknunartil-
finning komi yfir hann, og djúpur friður streymir
inn í sál hans. Það ðr orðið áliðið, þegar fólkið fer,
en Trott finnur, að hann er umkringdur af bræðr-
úm og systrum, og meðan hann er að sofna, hugs-
ar hann um Föður Nzam, sem elskar öLl sín börn.
Daginn eftir kallar höfðinginn alla þorpsbúa
saman og þar á meðal Fang-imanninn. Karlmenn-
irnir fara nú inn í skógarrjóður þar, sem enginn
gat heyrt til þeirra og ræða þar mál Troitts. Hann
veit sjálfur, að þeir eru að tala um hann og leysa
vandamál hans.
Samræðurnar urðu stuttar og eftir það talar
höfðinginn við Trott í allra áheyrn: Við Fang-menn
hpfum enga þræla og orð Guðs er komið til þorps
okkar, o.g það bannar okkur að deyða, þessvegna
getum við ekki sent þig aftur til höfðingja þíns.
En kom heim með mér og ver sonur minn. Synir
höfðingjans taka nú undir hönd Trotts og segja:
»Monezam bróðir«. Getur þetta verið rétt? Ungi
drengurinn sem var seldur af föður sínum. Vesal-
ings þrællinn, seldur og aftur seldur. Hrifinn frá
bálinu og orðinn frjáls, sonur stórhöfðingja. Það
er Nzam, sem hefir komið þessu til leiðar, sagði