Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 4
AFTURELDING SUMAMMÓTIB Sumurmótiti ú Akureyii. „En nú varir trú, von og kœrleikur, þelta. þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur“. i. Kor. 13, 13. Með gleði vil ég minnast þess með nokkrum skrif- uðum línum, að ég var ein af þeim mörgu, sem sótln sumarmótið á Akureyri, dagana 23.-29. júní síðasti. Eiginlega eru þessir dagar okkar ársliátíð, sem við höfum þráð og hlakkað til. Við vorum víst öll lull- viss um það, áður en við lögðum af stað, að Jiessi' clagar myndu verða blessunardagar og Drottinn myndi vera með og gefa sínu málefni sigur, og með þessa trú í hjarta mættumst við öll glöð og sæl og nutum í ríkum mæli blessunar Drottins fyrir hans Heilaga Orð, bænir, söng og viínisburði hans endurleystu harna. Ég fyrir mitt leyti vil segja það, að það sem inéi sérstaklega fannst athyglisvert á þessu móti, var hinn mikli kærleikur, sem ég fann ríkjandi hjá trúsystkin- unum, líka þeim sem ég aldrei hafði þekkt áður, og þá datt mér í hug, að ef einhver væri nú í efa um það, hvort þetta væri hópur lærisveina Drottins eða ekki, þá væri hér öruggt merkið, öllum augljóst, því sjálfur sagði Drottinn Jesús: „Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér elsk- ið hver annan“. Með þessum línurn ætla ég ekki að minnast á neitt, sem talað var frá ræðupallinum, það yrði of langt mál, því þar var margt uppbyggilegt talað, eins og alltaf er þar sem margir vottar Drottins eru samankomnir. Ég saknaði mikið bróður Ásmundar, sem lá veikur og gat ekki komið og ég heyrði, að það gerðu' fleiri cn ég. Þegar einn af bræðrunum spurði mig, hvort mér fyndist ekki óskiljanlegt, að liann skvldi vanta, þá spurði ég hann aftur á móti livort hann hélili ekki að við hefðum gott af að sjá hann vanta, til þess að við gætum lært að meta og þakka, ef Droll- inn gæfi okkur hann aftur frískan í starfið. Ileimilisföstu systkinin á Akureyri sýndu framúr- skarandi gestrisni og fómfýsi, okkur, sem aðkom- andi vorum, og mun Guð blessa þau ríkulega fyrir það. Munu mér ætíð vera ógleymanlegar tvær syst- ur á Oddeyrargötu, sem alla dagana höfðu uppbúið borð, sem aðkomufólk gat setzt að hvenær sem það vildi. Þær sögðu mér, að Drottinn hefði sagt þeiin að leggja á borðið fyrir fólkið, eftir að þær sögðu mér þclta, fór ég oft þangað til að drekka kaffi, mér fannst svo inndælt að njóta þessarar risnu. I enda mótsins fórum við um 30 systkini til Húsa- víkur og höfðum þar samkomu, á leiðinni komum við á sveitabæ, þar sem biðu okkar uppbúin veizlu- borð, með hina ágætustu rétti. Hjónin gengu um beina með mikilli rausn og prýði, og sögðu að þeim væri svo mikil ánægja að taka á móti „Guðs fólki“. Ég 52

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.