Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 15
AFTURELDING Hugstæð minning Fyrir 30 árum sá ég sýn, er mér finnst ég skuli segja frá. Það var kvöld eití, þegar Drottinn skírði mig í Ileilögum Anda, og ég talaði á óþekkl- um tungum. Um leið fór ég að syngja í Andanum, meðal annars þenna sálm: „Heim, lieim ,heim“. En nú datt mér í liug, að ef til vill vœri þetta frá mínum eigin tilfinningum, svo að ég hætti að syngja Næsta kvöld höfðum við bænasamkomu í heimíli mínu, þá kom þessi sálmur aftur fram af vörum mínum með ómótslæðilegu afli. Þá varð ég alveg viss um, að það var Andi Guðs, senj þrengdi þessu fram. Um leið og ég gaf eflir og hóf að syngja sáhn- inn, opnaðist himininn og skærir ljósgeislar féllu yfir brjóst mitt. Með þessu fylgdi yndisleg og ólýsan- leg áhrif, því að með þessu hjarta Ijósi fylgdi full- komin lækning, við hingað til alveg ólæknanlegum 8júkdómi, er ég hafði liaft síðan ég starfaði á mjög lieitu landsvæði eitt sinn. Engin tunga megnar að útmála þann eðalhreina kærleika Guðs, sem opinberaðist mér í þessu dýrðlega ljósi. Móðurkærleikurinn, þar sem við finnum liann sannastan, er dásamlegastur meðal manna, en samt er ómögulegt að samlíkja honum við liinn óútmálan- lega kærleika Guðs. Ég lyfti höndum mínum eins hátt og ég mátti; vildi helzt geta snert liimininn með þeim, en ég var ekki verðugur þess. En þegar jarðlíf mitt er allt, verð ég álitinn verðugur þess vegna verðskuldunar Jesú Krists, Frelsara míns, ef ég verð trúr allt til enda. Um leið og sýnin hvarf, hljóðnaði söngurinn á vörum mínum. En þá opinberaðist Jesús mér í kon- unglegri tign og dýrð. En sú vegseind og vald, sem með honum fór! Það er því ekkert undarlegt, þó að Heilög ritning segi, að konungar og stórmenni jarðarinnar muni lirópa til fjallanna og hamranna: „Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu lians, sem í hásætinu situr“. Opinb. 6, 16. Það var eins og lík- ami minn vildi leysast upp og verða að engu, en jafnframt var sælutilfinning míu svo altæk að mega lofa og vegsama Frelsara minn, sem liefir alll vald á liimni og jörðu. Oscar Anderson Frá starfinu I ágúst síðatsliðnuin fór Eric Ericson, ásamt fjöl- skyldu, til Svíþjóðar, en það eru 8 ár síðan liann hefir komið lieim til ættlands síns. Nú voru þau hjónin orðin þreytt, eftir erfitt starf og langt, án nokkurrar hvíldar. Búast þau við að verða árlangt heima í Svíþjóð, en vona þá að geta komið aftur með endurnýjaða krafta, enda er það einlæg ósk vina þeirra hérlendis. I fjarveru Ericsons starfar Ásmundur Eiríksson í Reykjavík og sér um útgáfu Aftureldingar. Til Svíþjóðar fór líka, um svipað leyti, Barbro Jutterström, sem búin er að starfa 8 ár í víngarði Drottins hér á landi. Nokkru seinna fór Sigmund Jakobsen, ásamt fjöl- skyldu, heim lil Noregs. I þetta skipti liafa þau hjónin dvalið hér á landi síðan 1938. Ekki er hægt að segja um það með neinni vissu, livort þau, eða Barbro, muni koma aftur til íslands. Það liggur al- veg í Guðs liendi. Þó Herbert Larson hafi ekki verið liér á landi með fjölskyldu sína undanfarin ár, hefir hann oft komið frá fjölskyldu sinni í Færeyjum til þess að starfa hér fyrir Drottin. Á síðastliðnu vori kom liann sem áður, en livarf aftur lieim til Færeyja eftir stutta viðdvöl. Mun hanri liafa ætlað að fara heim til Sví- þjóðar á þessu sumri, en bjóst við að koma á næsta vori til íslands á ný og þá með fjölskyldu. Um leið og við þökkum þessum vinum okkar inni- lega og trausta samvinnu, biðjpm við Drottin að hlessa þá með hinni ríkustu hlessun í landi þeirra. Þar sem greinileg vöntun liefir verið á slarfsmönn- um að undanförnu, er Jiað mjög tilfinnanlegt fyrir hvítasunnustarfið að missa svo marga og góða starfs- menn í einu. Er því mikið undir Jiví komið, að við sem eftir v.erðum leggjum krafta okkar fram til hins ýtrasta. Von er um, að íslenzkur maður, sem dvalið liefir í Svíjtjóð öll stríðsárin, og frelsaðist Jiar, og hefir starfað Jiar í víngarði Drottins í seinni tírna, muni koma til íslands í liaust. Hann giftist sænskri stúlku á síðastliðnu sumri. Hefir liún starfað að úthreiðslu fagnaðarerindisins Jiar í landi í allmörg ár. I bréf- um, sem hann liefir skrifað fyrir skömmu, getur hann Jiess, að Jiau hjónin muni koma til íslands í haust og er Jiað nokkur úrhót í hinni miklu slarfs- mannafæð. Nú, þegar blaðið er að fara í prentun, keinur bréf frá bróður Ericson. Vegna þess, að margir munu hafa gaman af að lieyra frá lionum, birtum við kafla úr bréfinu:

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.