Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 6
AFTURELDING ið hlutdeild okkar. Ég endurtek: „til þess að leggja stund á þau“ — verkin. Hér er möguleiki inanns- ins, möguleiki, sem oftast er þó hagnýttur aðeins að litlu leyti, því miður. Varla nokkurn tíma er hann hagnýttur að fullu. En þegar það kemur fyrir, þá er ákvæðum Guðs fullnægt. Sennilega hefir Kristur haft þetta í huga, er hann sagði: „Verið þér því fullkomnir, eins og yðar liimneski Faðir er fullkom- inn“. (Matt. 5,48). Hann segir þessi orð einmitt í sambandi við verk lærisveina sinna. Fyrir honum vakir, sýnist mér, að þegar maður notar möguleika sína til hins ýtrasta, þá verði hann fullkominn inn- an síns takmarkaða hrings, eins og Faðirinn er það í sínu almætti. — Með fórninni á Móría náði Abra- ham þessum stað: þa& er fullkomnaS. Guð lýsir yfir því með þessum orðum: „. . . .því að nú veit ég, að þú óttast Guð. ...“ Það er þá hlýðnin, sem er rétt bergmál af trúnni, en engan veginn játning varanna. % sagði hér að framan, að ef Abraliam hefði numið stðar, er liann sá staðinn álengdar, þá hefði hann orðið annar maður frá þeim degi, maður með þverrandi hlessun. Hér eru trúarmeinin flest fólgin. Útvalið fólk gengur af stað. Einn, tvo áfangana fvistu gengur allt vel. „Stundum strítt var þori, stundum hálft í spori“, en áfram var haldið, gegnum drög og dali. Svo kemur örlagastundin: Staðurinn rís álengd- ar. Hann kostar það dýrasta, sem vjð eigum — Isak. Hjartað glúpnar af tilhugsuninni: Guð eða barnið mitt, Guð eða vinirnir mínir allir, Guð eða staða mín í þjóðfélaginu. Margir fara ekki lengra. Þeir færa aldrei fórnina, liörfa til baka og verða aldrei samir menn síðan. Djörfung þeirra brotnar niður undan sífeldu blaki sjálfsásakana, sem stundum endar með beinu fráfalli. En þótt það gangi ekki svo langt. verður það þó aldrei minna en það, að minning ein fylgir þeim eins og skugginn alla ævina. Það er minningin um það, að þeir höfðu eitt sinn séð stað- inn álengdar, sem Guð hafði merkt fyrir á landa- bréfi guðslífs þeirra. En þeir hörfuðu frá í stað þess að ganga upp Móría-brekkuna. — Sár minning! „Og Abraliam var árla á fótum næsta morgun .... og hélt af stað . . . .“ Eigum við að hætta liér? Nei, ég sakna perlunnar: ,,þangað, sem Gu8 sagöi honum“. Kristur sagði, að liimnaríki væri líkt kaupmanni einum, er fundið liefði dýra perlu, og liann seldi allt til að eignast hana. Það er perlan í Móríagöngu Abrahams, að liann gekk alla leið þangað, sem Guð sagði honum. Það verður perlan í trúarh'fi þínu, að þú komist þangað líka. En perlan er dýr stundum, getur kostað aleigu þína. Hvílík gerbreyting í tjaldbúðum Guðs barna, ef þau væru öll, annað hvort komin á staðinn, sem Guð hefir sagt þeim að fara til, eða þau værn á kostgæfinni göngu þangað! En í dag er ekki úr- hættis fvrir neinn. Þótt einliver eigi liina sáru minn- ingu um það, að liafa hörfað til baka einhverntíma áður, er hann sá staöinn álengdar, þá getur liann liafið gönguna að nýju í dag. Ef dauðinn kom í hús Nasírea forðum, sem helgað höfðu sig Drottni, var það, sem liðið var af tímanum að vísu ónýtur tími. En þá áttu þeir að helga sig Guði á ný við fyrsta tækifæri. Þá unnu þeir velþókmm Guðs til baka, annars ekki. (4 Mps. 6, 2—11). Ger þú hið sama, ef dauði og sljóleiki hefir komið í hús trúar þinnar, hjart- að, er þú sást staðinn álengdar. Þá og þar livarfstu, e. t. v„ til baka frá Móría. En nú getur þú lielgað þig ao nýju og öðlazt velþóknun Guðs að hætti Nesírea. Vertu árla á fótum næsta morgun. — Byrja þá Móría göngu þína, eins og þú hafir aldrei liafið liana fyrr. Seldu allt fyrir perluna, ef það þarf að kosta það, að komast á þann stað, sem Guð hefir sgt þér að fara til — og þig mun aldrei iðra þess. Á. E. Kallaðir til friðar, en friðlausir þó I byggð þinni, borg eða kaupstað, ganga menn um í sínum daglegu önnum, er Guðs Andi hefir einhvern tír.ia komið til og sýnt þeim hvað þeir ættu að gera, til þess að bjarga sál sinni. Krist- ur kom þeim svo nærri, að þeir sáu fyrirgefandi náð hans skína honum frá augum. Þeir skynjuðu það í leyndum lijarta síns, að ef jieir ákvæðu sig þenna dag, Jiá öðluðust þeir fyrirgefningu Guðs, og eignuðust hið sama frelsi og þeir vissu, að jiessi og hinn átti, er þeim var kunnugt um að lifði í sam- félaginu við Krist. En eins og bogastrengurinn slaknar aftur, eflir að liann liefir verið stríðþaninn, þannig er það með mannssálina. Andi Guðs vekur hana og sannfærir. En standi maðurinn kyrr og vilji ekki leita frelsis hjá .Kristi, fara áhrifin dvínandi. Að gneistanum frá Guðs eldi, sem vakti öll lífsálirifin, sezt nú myrkrið, kuldinn og efinn. Síðan mætum við þessum manni sem friðlausum manni á friðlausri jörð. Honum svipar til manns, sem er líkhræddur og vill Jjví foröast líkhúsið. En hann getur Jjað ekki, Jiví að líkhúsið er sjálfur hann. Þess vegna er hann órór og allstaöar friðlaus, unz hann gerir mál sitt upp við Guð, fær fyrirgefningu syndanna og gefst Kristi af öllu hjarta. 54

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.