Afturelding - 01.12.1952, Blaðsíða 7
A F T U R E L D I N G
ann fullan af dauða og grafarhugsunum. Nei og aftur nei.
Af slíku yrði maður bara þunglyndur og órólegur.
Og Jörgen Stellet gekk heimleiðis.
En hann varð að játa það, að það var ekki leikur, að
losna frá þessum hugsunum, sem gamli maðurinn hafði
vakið hjá honum. Þær fylgdu honum, hvar hann enn
var og hélt sig næstu daga. Hann gat ekki látið vera að
hugsa um kistu Knúts og allt sem henni fvlgdi. Það vék
ekki frá honum. Og með hverjum degi varð hann arg-
ari og argari, án þess að nokkur skildi ástæðuna.
Jörgen Stellet átti dóttur. Hún hét Lára og var dýrðlega
frelsuð. Og þótt undarlegt mætli virðast, þá var Jörgen
upp með sér af henni. Hún var gáfuð og skýr á öllum
sviðum og það var mentnaður hans, að fólki fannst hún
líkjast föður sínum. Hún fór aldrei með neinn hégóma.
Og aldrei þreytti hún liann með trúmálagrufli sínu. En
oft og mörgum sinnum hafði hann heyrl hana hiðja fyrir
sér, og ]>að féll honum vel. Sjálfur kærði hann sig ekk
ert um að hugsa um sál sína. og þá var það náttúrlega
golt, að dóltirin skyldi sjá fyrir þessu. Það var nokkurs-
konar samvizkuléttir að vita, að hún gerði þelta. Kkki var
það þó þannig, að hann tryði sérstaklega á Guð og eilífð-
ina og þessháttar, en það var ekki svo gott að vita. Og ef
það nú skyldi vera tilfellið, að þetta, sem Lára hað til.
væri raunverulegt, þá var sannarlega enginn skaði skeð-
ur, þó að hún hæði fyrir honum, heldtir þvert á móti.
Vissulega a'tlaði hann ekki að skipta sér af því, nei.
Svo var það eina nótt. að Jörgen dreymdi draum. Það
var aðfaranólt þriðja í jólum. Og sá' draumur umhreytti
öllu lífi hans.
Já, sannarlega dreymdi hann. Aldrei á ævi sinni hafði
hann dreymt svo áþreifanlega og lifandi.
Og sá draumur útkljáði allt á einu augnahliki.
Hvar liann var staddur í draumnum vissi hann ekki.
Það var ]>ví líkast, sem va’ri hann staddur utan við hinn
efnislega heim, eins og í lausu lofti.
Allt í einu kom hann auga á kistu, sem þakin var
hlómum og krönsum! Aldrei hafði hann séð þvílíkt! 70
ára afmælisdagurinn lians hvarf í skuggann fyrir ]>essu.
Liljur, fjólur, rósir og grauit í milli. Einnig hreiðar og
langar silkislaufur. Ljós logaði allt í kring. Og hann sá
fjölda af svartkla'ddu fólki. Tveir meiri háttar menn voru
þar, sem hann þekkti mjög vel. Annar þeirra, Syver
Norðstallet, sem aldrei fékk nægju sina af peningum og
f.auritz Konrud, sem aldrei fékk sig saddan af víni. Þar
stóðu þeir fyrir framan kistuna. Og hann heyrði veikan
orgelhljóm .. .
Þegar orgelsjiilið hljóðnaði sté maður fram. Það var
oddvitinn — skólakennarinn, sem hafði hrósað honum
svo mjög á 70 ára afmælisdaginn. Nú gekk hann fram
að kistunni —- og lyfti upp sverum kransi með slaufum.
Hann hóf ræðu sína: Jörgen heyrði hvert einasta orð.
Einn er kvaddur hurt i dag og annar á morgun, af
stjórnendum þessarar sveitar, sagði hann, og rödd hans
var veik. Að þessu sinni er það Jörgen Stellet, sem hefur
larið frá okkur. Það er svo algerlega óskiljanlegt, að
•honum hefur verið kippt burt svo skyndilega. F.11 það var
satt. sem gamla fólkið sagði: Enginn getur umflúið dauð-
ann. Jörgen Stellet er horfinn okkur. Hann var góður
maður, góður faðir, framúrskarandi nágranni. Við þekkj-
um öll hve starfsamur hann var. Hann erjaði seint og
snemma. Hann hefur gefið okkur, sem eftir lifum, gott
fordæmi. Hann fórnaði sér alveg fyrir velferð heimilis
fíns og sveitarinnar. Með honum cr til moldar horinn
einn af okkar beztu mönnum. Ég leyfi mér að leggja
þennan krans á leið’i Jörgens Stelle í nafni sveitarftjórn-
arinnar og oddvitans, með þökkum fyrir alla góða ])átt-
töku. Mætti minning hans lifa lengi á meðal okkar.
Þegar Jörgen vaknaði, lá hann þversum í rúminu í
einu svitahaði. Það leið ])ó nokkur tími áður en hann
áttaði sig á því, að þetta væri draumur. En, þegar hann
loks var húinn að ná sér, kallaði hann á dóttur sína.
Hún varð óttaslegin, þegar hún sá hann.
Pabbi, ertu orðinn veikur —?
Þá spennti Jörgen Stellet greipar.
Lára, sagði hann, mig dreymdi hræðilegan draum. Eg
var staddur við mína eigin jarðarför. Og Guði sé lof, að
ég er enn lifandi! Krjúptu á kné við rúmið mitt. væna
mín. og hið fyrir mér, sem aldrei fyrr! Bið þú fyrir föð-
ur þínum, að Guð megi miskunna sig yfir mig — svo að
menn þurfi ekki að leggja kransa á leiði hins glataða.
Jægar ég dey . . .
Jörgen lifði lengi eftir þetta, og þegar hann talaði um
það, hætli hann við: Það’ var árið. sem jólin komu til
mín á þriðja . . .
Olaf Harás.
Hún svaraði vel.
Endurfædd stúlka í Ameríku tók þátt í fræðsluskóla Aðvent-
irta í lndianapolis, til að ganga úr skugga um það, milliliðalaust,
hverju þeir tryðu og hvað þeir kenndu. Fræðslutíminn stóð all-
langan tíma, en þegar honum lauk, kom forstöðumaðurinn til
hennar og spurði hana, hvorn daginn hún ætlaði nú að halda
helgan — laugardaginn eða sunnudaginn?
Ilún svaraði: „Eg ætla að fylgja Jesú Kristi, Frelsara minum. "
Svo hætti hún við: „Árla hinn fyrsta dag vikunnar sendi hann
vini sina til að segja hinnm, að hann væri upprisinn Frelsari.
Seinna þennan sama sunnudag hafði hann kennslustund með
tveimur vinum sínum, er voru ú leið til Emmaus. Og sama sunnu-
dagskvöld hafði hann trúboðssamkomu með 10 af lærisveinunt
eínum." — ,,77ie Telescnpe-Mcssengcr."
71