Afturelding - 01.12.1952, Blaðsíða 16
A F T U R E L D I N G
J>ú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna.“ Það
var einmitt Jretta, sem átti sér stað með hinar „fávísu
meyjar.“ Trú þeirra reyndist fánýt, af því að þær tóku
ekki með sér í kerum sínum, lífinu’sjálfu, réttlætisverk,
sem er ávöxtur Andans. (Líf okkar er sem ker lí. Tím.
2,20).
Nú skal bent á nokkrar líkingar, þessu ípáli til sönn-
unar, frá u|>j>skerutímabilum ísraels, undir lögmálinu,
en lögmálið var skuggi þess sem koma átti með Kristi.
ísraelsmenn böfðu þrjú uppskerutímabil. Iíið fyrsta var
um ]>áskana. Þá átti að veifa fyrsta kornbindininu frammi
fyrir Drottni. Enginn mátti neyta korns af ökrum sínum
fyrr, en þetta liafði verið gert. Þetta var frumgróðinn.
Þetta táknar upprisu Krists í hinni andlegu uppskeru.
Lt frá þessari fyrirmynd í lögmálinu, segir Páll postuli
um upprisuna: „En sérhver í sinni röð: Kristur sem
frumgróðinn." Þannig er Kristur fyrsta kornbundinið,
sem var veifað fyrir augliti Guðs af akurlcndi Drottins.
Sjö vikum eftir páska, kom svo aðaluppskeran bjá
Israelsmönnum. Hún svarar til burthrifningarinnar og
uj>|>risu binna rétllátu, þeirra, sem dáið bafa í trú á end-
urlaumarverk Krists, allt frá Abel og til þess tíma, sem
burtbrifningin á sér stað. Til }>essa bendir Páll, er bann
segir: „Því næst (á eftir upprisu Krists) þeir sem Kristi
tilheyra við komu hans.“ 1. Kor. 15,23.
Þriðja u]>]>skeran var að baustinu, í sjöunda mánuðin-
um, (Október). Var það einkum maísinn og vínberin,
sem nú voru u|>pskorin, vegna þess að þau voru ekki orð-
inn fullþroska á aðal uppskerutímanum. Þessi u|>pskera
svarar til þeirra, seni verða ekki viðbúnir, vegna vönt-
unar á helgun og andlegum þroska við burthrifninguna.
Hér á neyðaróp Jeremía spámanns heima: „Uppskeran
er liðin . . . en vér böfum ekki hlotið hjálp!“ Þannig mun
burthrifningin líða hjá og margir standa eftir og lirópa
í angist: „Burthrifningin er liðin hjá (hin eiginlega upp-
skera) og vér höfum ekki hlotið hjálp,“ við höfum verið
eftir skilin.
Athugum, að það var maísinn og vínberin, sem ekki
hafði náð réttum þroska, þegar aðal uppskeran fór fram.
Hvernig eru eiginleikar þessara tegunda? Maísinn er hin
harða sæðistegund og vínið minnir á það villta. Þegar
við færum þetta inn í andlega merkingu, þá segir það
sína sögu. Hið harða í mannshjartanu á Guð erfiðast
með að helga fyrir dag endurkomu sinnar. Það er eðlið,
sem vill ekki beygja sig fyrir orði Guðs og Anda hans.
Vínberin benda aftur til hins villta (vínið) og agalausa
í mannseðlinu. Það eru mennirnir, sem ekki vilja taka
neinum aga, en vilja alltaf fara sínu fram í öllum málum.
Dagurinn mun leiða það í ljós, að báðar þessar teg-
undir verða ekki þroskaðar fyrir burthrifninguna. Þær
30
bíða eftir haustinu, skelfingunum, myrkrinu, reiðarþrum-
unum.
Þeir trúuðu menn, sem eftir verða, þegar burthrifning-
in hefur átt sér slað, fara nú inn í eldsofn hinna miklu
þrenginga. Jóhannes, sem skrifar Opinberunarbókina,
heyrir engilinn hrópa, til engilsins, sem bar bitru sigð-
ina: „Sker þrúgurnar af vínviði jarðarinnar, því að vín-
berin á honum eru orðin þroskuð.“ Opinb. 14,18. Síðan
var vínviðinum kastað í „reiði vínþröng Guðs hina miklu.“
Það er alvarlegt að’ hugsa til þess, að meðal vínþrugna
hinna óguðlegu, skuli nú finnast vínber Guðs, sem verða
troðin í sömu reiðinnar vínþröng, sem hinir óguðlegu. Er
það vilji Guðs? Alls ekki. Það var einmitt þessi reiði,
sem Páll var svo glaður, að geta sagt Þessaloníku-
söfnuðinum, að Jesús ka>mi til þess að frelsa þá EHÁ. 1.
Þess. 1, 10. En margir eru þeir, sem aldrei taka orð Guðs
alvarlega, og því lenda þeir í reiðivínþrönginni, þegar
óguðlegum heimi verður endurgoldið.
Þegar trúaðir menn, sem eftir verða skildir, verða
þess varir, að burthrifningin hefur átt sér slað, vakna
þeir u|>]> með skelfingu. Nú kemur vald antikrists fram
í allri sinni ægilegu mynd. Allir, sem reyna að herða
sig upp og viðurkenna trú sína á Krisls, verða leitaðir
uppi. Þeir verða kvaldir ákaflega og deyddir |>íslarvætt-
isdauða. Því að svo er skrifað, að dýrið murii koma því til
leiðar að allir þeir verði deyddir, sem ekki vilja tilhiðja
h'kneski dýrsins.
1 gegnum staðfasta trú á Krist og píslarvættisdauða,
munu mjög margir vinna eilífa lífið. En hætt er við, að
sú sorgarsaga endurlaki sig þá, sem vel er þekkt frá öll-
um ofsóknartíinum kristninnar, að margir þoli ekki
pyndingarnar og afneiti Herra sínum. Því að þær þreng-
ingar verða svo miklar, að engar þrengingar í veraldar-
sögunni komast í samjöfnuð við það. Eigi að síður er
það fjöldi manns, scm kemur inn í himininn gegnum
þessar óska]>legu þrengingar. Um það segir svo í Opin-
berunarbókinni: „Eftir þetta sá ég og sjá: Mikill múgur,
sem enginn gat tölu á komið, af allskyns fólki og kyn-
kvíslum og lýðum og tungum.“ Og þegar síðar var s]>urt,
hverjir þetta væru, kom svarið: „Þetta eru þeir, sem
komnir eru úr- þrengingunni miklu og hafa þvegið
skikkjur sínar og hvítfágað þær í hlóði Lambsins“ Opinb.
7. Fjölda þeirra er lýst, sem „miklum múg, sem enginn
gat tölu á komið.“ Þannig verður það, þegar hinir mörgu
safnasl saman úr öllum löndum veraldarinnar, sem voru
„fávísir“ í trú sinni, og tóku ekki Guði helgað líf (olí-
una) með sér í kerum sínum.
Ásmundur Eiríksson.