Afturelding - 01.12.1952, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.12.1952, Blaðsíða 8
AFTURELDING Er Drottinn læknir þinn? eftir F.F.BOSWORT. Tilgangitrinn mcö líkamlegum þjáningum. — Ef það er — eins og nokkrir álíta — vilji Guðs, að einhver af börnum hans, eigi að vera sjúk, þá hlýtur það að vera rangt, að æskja sér heilbrigði, að maður nú ekki tali um, að eyða stórfé í það, að leita læknishjálpar. Ég er þakk- látur Guði fyrir alla þá hjálp er sjúkir hafa notið hjá læknum, og líknandi höndum, en ef sjúkdómarnir eru Guðs vilji, þá vinnur það í gegn vilja hans. Ef sá skilningur er réttur, að Guð vilji, að sum af börnum hans séu sjúkdómunum háð, honum til dýrðar, þá hefur Jesús lekið hluta af þeirri dýrð frá Föður sín- um, með því að lækna alla sem til hann komu. Þetta hef- ur Páll sömuleiðis gert, með því að lækna alla liina sjúku á eynni Möltu. Sumir trúa því, að Guð heimsæki sín hlýðnu börn með sjúkdómum, vega þess að liann elski þau, og sýni þeim með sjúkdómnum kærleiksheimsókn sína. Ef þetta er þannig, hvers vegna reyna þá menn af fremsta megni að verða af með slíka kærleiksheimsókn? Því ekki að halda í sjúkdóminn, og biðja einnig um að aðrir mættu verða hins sama aðnjótandi? Agar þá ekki Guð stundum sín börn með sjúkdómum? Jú, áreiðanlega. Þegar við erum Guði óhlýðin er sjúkdóm- urinn leyfður, sem kærleiksríkur agi. En Guð hefur ekki látið okkur án vitundar, um það, hvernig við getum undan komizt. „En ef vér dæmum um sjálfa oss, yrðum vér ekki dæmdir, en þegar vér hreppum dóm erum vér agaðir af Drottni lil þess að vér verðum ekki fyrirdæmd- ir ásamt með heiminum.“ 1. kor, 11, 31—32. Þessi agi er okkur sendur, til þess að frelsa okkur frá hinum endanlega dómi. En þegar við sjáum ástæðuna fyrir öguninni og snúum okkur frá henni, hefur Guð lofað að taka hana burt. Guðdómlegri lækningu er ekki skilyrðis- Iaust heitið hinum trúuðu, án tillits til afstöðu þeirra. „Allir vegir Droltins eru elska og trúfesti fyrir þá, sem gæta sáttmála hans og vitnisburða.“ Sálm, 25, 10. Hvernig hlotnasl guSdómleg lœkning? — Fyrsta skrefið til lækningar, sem og til trúar, er það, að þekkja vilja Guðs. Hver einstakur þarf að vera sannfærður, útfrá Guðs Orði, að það sé Guðs vilji að lækna hann. Annað skrefið er það, að vera viss um að afstaða okkar til Guðs sé rétt. 72 Þegar við leitum lækningar fyrir líkamann, megum við ekki í nokkru ganga til málamiðlunar við sálaróvin okkar. Jakob segir: „Játið því hver fyrir öðrum syndir yð- ar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heil- brigðir", Jak, 5, 16. Það er Guðs vilji „að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel“. 3. Jóh, 1—2. ,Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki“ Sálm, 66, 18. Það er, „þegar hjartað ásakar oss ekki, að við höfum djörfung til Guðs“. Skipunin til liinna sjúku, um að kalla til sín öldunga safnaðanna var fyrst skrifuð til hinna kristnu, sem voru fylltir af Andanum. Það er eitthvað öfugt, þegar menn sækjast eftir blessuninni, en ekki eftir blessunargjafaranum, miskunnar hans, en ekki eftir honum sjálfum. Það er ekki rétt að leita blessunar Guðs, en standa gegn vilja hans. Guð bíður eftir því, að geta sagt við Satan og sjúkdóminn, það sem hann sagði við Faraó: „Leif fólki mínu að fara, að það megi þjóna mér“ 2. Mós. 7,16. Takmark okkar í öllu, — líka þegar við biðjum um líkamlega heilbrigði — á að vera það að dýrð Guðs opinberist. Að fá kraft frá Guði til þess að geta þjónað honum er hinn ákjósanlegi grundvöllur fyrir því að fá lækningu frá honum. „Og þeir báðu liann að mega aðeins snerta faldinn á yfirhöfn hans. Og allir þeir, er sncrtu hann, urðu al- heilir.“ Það er staðreynd, að svo margir, sem koma í snerting við Jesú, verða heilbrigðir. Ilvernig snertum við hann? Með þ ví að trúa loforðum hans. Milljónir manna hafa á þann hátt reynt ennþá meira undraverk, en undur endurfæðingárinnar. Sú blessun sem því fylgir að vera í lifandi samfélagi við Guð, er margfalt meira virði en lækning líkamans. Ég hef séð sjúklinga, glaða og ham- ingjusama, meðan aðrir sem áttu fullkomna heilbrigði, voru svo óhamingjusamir, að þeir frömdu sjálfsmorð. Þriðja sporið er að vænta þess sem Guð hefur lofað, þegar við biðjum. Það fær okkur lil að meðtaka, áður en við sjáum lækninguna. Eftirvænting — ég á ekki við von — er það sem ein- hver hefur sagt. „Við vonum það sem getur orðið að möguleika, en við væntum þess sem er, það verður mögu- legt með eflirvænting, sem útilokar efa, og ótta fyrir því að það mistakist.“ Trúin blæs ávallt í básúnurnar áður — ekki eftir —

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.