Afturelding - 01.01.1953, Side 12
AFTURELDING
Þegar hersveitir Títusar herjuðu á Jerúsalem árið 70,
og musterið var bæði brennt og brotið til grunna, þá stóð
einn af hinum síðustu musterisprestum á tæpustu brún
hins brennandi þaks. I höndum sér hélt hann hinum
gullna lykli Jerúsalemborgar. Á sömu stundu, sem þakið
féll ofan í eldhafið, kastaði hann lyklinum upp móti
himninum og hrópaði til Guðs: „Þú eilífi Guð, vernda
nú sjálfur borgina þína.“ Og um leið sást hönd rétt út
frá himninum, sem greip lykilinn og tók hann inn í blá-
djúp hinna eilífu himna.
Þetta segir helgisögn frá þeim tíma.
Hér á eftir fer svo önnur saga, sem menn vita með
vissu að er sönn.
Einn hinna merkustu manna síðari heimsstyrjaldarinn-
ar, var hinn brezki yfirhershöfðingi, Orde Wingate, sem
framkvæmdi fjölmarga ótrúlega hluti hernaðarlegs eðl-
is. — 1 síðasta blaði Aftureldingar var skrifað um þenna
fræga hershöfðingja. Sjá greinina í jólablaðinu: „Leynd-
ardómsfullt loftskeyti.“ —- Wingate féll rétt áður en
fullnaðar sigur vannst.
Hann hóf starfsskeið sitt á tímum Arabísku ólgunn-
ar. Kringum 1930 unnu arabískir uppreistarmenn
skemmdarverk á hinum lífsþýðingarmiklu olíuleiðslum,
sem liggja gegnum eyðimörkina frá írak til Haifa. Win-
gate tókst að stöðva þessa hætlulegu starfsemi. Hann æfði
unga Gyðinga til njósnarstarfsemi á mótorhjólum í eyði-
mörkinni, sem síðar sigruðu með heiðri í eyðimerkur-
styrjöldinni. Þessir hermenn urðu undirstöðustólparnir að
hjálparhersveitunum, Polmach, í stríðinu 1948. Wingate,
sem var maður sannkristinn, hafði mjög næman skilning
á málefnum Gyðinga. Nafn hans lifir enn þar í landi,
sem eins af sönnustu vinum ísraels.
Á öndverðu sumri, 1948, var gerð árás á samvrkju-
bóndann Kfar Naphateli í Galíleu og hann særður af
hersveitum frá Libanon. Hinir fáu Gyðingar þar í ný-
lendunni, komu á fót mjög fámennri varnarsveit. Fór
þá sem oftar, í þessu merkilega stríði, að hinn gyðinglegi
stálvilji til að lifa, og hugkvæmni þeirra og hugrekki
leiddi til sigurs, svo að árásin misheppnaðist. En, þegar
bardaginn stóð sem hæðst, skeði eftirfarandi: Verjendur
Kfar Naphatelis sáu litla gyðingaflugvél fljúga í mörg-
um hringjum yfir nýlenduna. I flugvélinni var aðeins
einn farþegi, og hann var kona, sem veifaði niður til
þeirra. Síðan fleygði hún litlum pakka út úr vélinni.
Hann féll niður og vélin hvarf.
12
Lni HyRilL
Hvað skyldi vera í pakkanum? Vopn, sárabindi, lyf
eða eitthvað þessháttar? Nei, ekkert af þessu. En gömul
og snjáð Biblía, með nafni Orde Wingates skrifuðu á
titilblaðið, kom innan úr bögglinum. Þegar stríðið hófst,
flýtti ekkja Orde Wingate sér til ísrael. Hún tók á leigu
eina hinna handhæfu flugvéla í Tel Aviw, með það fyrir
augum að uppörva varnarlið Kfar Na])hatelis. Og hún
tók gömlu og slitnu Biblíuna mannsins síns, til að varpa
henni niður til hersveitanna. Hún ályktaði, að þegar her-
mennirnir sæu nafn hans á Biblíunni og bókina sjálfa,
er þeir hefðu séð hann svo oft lesa, þá mundi það verða
kröftugasta ráðið til að blása nýjum hug í hið aðþrengda
varnarlið. Það fór líka svo. Þegar þeir sáu Biblíuna, var
eins og þeir heyrðu hinn fallna hershöfðingja sjálfan
tala til þeirra. Og sigur unnu þeir á móti ofurefli liðs.
Með þessu einkennilega fyrirbæri getur verið að Guð
sé að gefa Gyðingum bendingu um að með Bibliunni sé
|)eim gefinn á ný hinn gullni lykill frá himninum.
Nokkur vitnisburðarorð.
Algóði himneski Faðir, ég þakka þér fyrir elsku þína
og kærleika, náð og blessun, sem þú hefur veitt mér, að
þú gafst þinn eingetinn Son til þess að líða háðung,
kvalir og dauða fyrir mínar syndir.
„Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf Son sinn
eingetinn lil þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3,16.
Þess vegna er Jesús, minn Frelsari og vinur. Hann
hefur fyrirgefið mér syndir mínar og greitt fyrir þær
með blóði sínu og lífi, og vísað mér veginn, sem liggur
um Golgata til himinsins dýrðlegu bústaða, þar sem öll
Guðs börn eiga heima um alla eilífð.
Vil þú ekki einnig vera með, lesandi góður, í hinni
dýrðlegu guðsbarna hjörð? Efalaust viljið þið öll vera
með. Jesús hefur sagt:
„Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið, enginn kem-
ur til Föðurins nema fyrir mig.“ Á þessum tímum ófrið-
ar og haturs, guðleysis og vantrúar, er engin stjórnmála-
stefna, sem getur bjargað hinu syndum hrjáða mannkyni
frá glötun, heldur sönn og lifandi Guðstrú. Fólkið þarf
að snúa sér til Drottins í iðrun og bæn og læra að
þekkja hinn eina sanna Guð og þann sem hann sendi
Jesúm Krist, sinn eingetinn Son.
Honum sé lof og dýrð um aldir alda, amen.
ÞnrSur Gu'ðmundsson, frá fsafirSi.