Afturelding - 01.04.1953, Page 7

Afturelding - 01.04.1953, Page 7
AFTURELDING við þessi mál. Það sagði Iíka A. J. að hinir kristnu þyrftu að gera, því að þá mundi vernd Guðs opinberast meira en ella, þegar þetta kæmi fram. Hann sagði einnig að fyrir bænir Guðs barna gæti þetta dregizt lengur, en umflúið yrði það ekki. En hvað verður úr pólvelltunni? munu sumir segja, ef til vill. Hér er því til að svara, að undirritaður, sem skrifaði um þetta í Aftureldingu í fyrra, sagði þá strax um útreikninga dr. Hallenborgs, viðvíkjandi því, að póll- inn mundi velta: „Þótt ég vilji ekkert rýra útreikninga dr. Hallenborgs né það, sem hann segir, þá get ég ekki neitað því, að ég bef meiri trú á því sem Anton Jóhan- sen segir.“ Um rök dr. Ilallenborgs fyrir því, að líklegt væri að Norðurpóllinn mundi velta, hafði blað „Kriste- lig Folkeparti“ í Noregi skrifað á undan Aftureldingu. En fyrir því blaði standa meðal annarra, sem ábyrgir menn, 9 þekktir þingmenn í norska þinginu. Upp úr þessu blaði (Dagsavisa“) tók Afturelding orðrétt það sem hún hafði eftir dr. Hallenborg og gat jafnframt um þær heimildir. Það má gleðja alla, að ekki hefur enn orðið af því, sem Hallenborg bjóst við, og vonum við að það komi aldrei fram, þó að enginn geti ábyrgzt það. Oðru máli er að gegna um spádóma A. J. Þeir eru ekki bornir fram af vísdómi eða útreikningum manns, heldur fyrir opinberun Guðs. Af því leiðir, að kristnir menn hafa ríka ástæðu til að leggja sér slíkar viðvaranir á hjarta. Seint á árinu sem leið sá ég í kristilegu blaði, sem gefið er út í Svíþjóð, bréf birt, sem þekktur kristinn inaður og ritsLjóri, Guslav L. Lindkvist, hefur skrifað og sent Norðurlandakonungunum þremur og ríkisstjórn- um sömu landa. 1 bréfinu varar liann ríkisstjórnir og konunga Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur við því, sem hann segir að trúlegt sé að komi yfir allar þessar þjóðir samkvæmt spádómum Antons Jóbansens. Uggur bréfrit- arans er einkum í sambandi við árásarstríð á þessi lönd, sem Anton sagði að koma mundi á þeim tíma, sem nú er að fara í hönd. Lindkvist nefnir ekki flóðbvlgjuna sérstaklega í bréfi sínu. Það kann að vera vegna þess að árásarstríðið er rniklu alvarlegra í augum hans. En auðséð er, að bréfritarinn leggur mikinn trúnað á spá- dóma Jóhansens. — Tekið skal fram, að maður þessi er ekki Hvítasunnumaður. Hvort sem við föllumst á það eða ekki, að flóðin í Englandi og IJollandi hafi verið fyrirboði annars meira, þá er bitt víst að Guð hefur talað í gegnum þau. Það er ekki tilgangur Aftureldingar að vekja bræðslu eða hugaræsingu hjá fólki með því að befja máls á þessu að nýju. Því fer víðs fjarri. En vemia þrálátra spurninga út í þetta liefur okkur þótt rétt að víkja að þessu nú. Við teljum það líka skyldu okkar, að vara fólk við þeim hættum, sem framundan eru. Komi ekki alvaran yfir lönd og lýði lík því, sem hér er látið að liggja, þá mega menn vera vissir um það, að bún kemur í einhverri annarri mynd og henni alvarlegri. Þessvegna genguí viðvörunin enn einu sinni út, sem Guð sendi forðum á viðsjárverðum tíma, lil allra sem heyra vildu þá: „Fyrir því vil ég svo með þig fara, ísrael: — af því að ég ætla að fara svo með þig, þá ver viðbúinn að mæta Guði þínum, ísrael!“ Hvernig getum við verið viðbúin að mæta Guði okkar? Á þann eina veg, að við snúum okkur frá syndum okkar og leitum Krists, sem persónulegs Frelsara okkar. Þar og aðeins þar verður okkur, bæði sem einstaklingum og þjóð, borgið. Ásmundur Eiríksson. Einstæðasta kraftaverk veraldarsögunnar. Forsætisráðherra ísrael, Davið Ben-Gurion, talaði nýlega um heimkomu Gyðinga til Israel. Sagði hann þa meðal annars: „Það kraftaverk er skeður nú fyrir augum okkar á enga hliðstæðu í sögunni. Hér er um að ræða miklu meira heldur en brottför Gyð- inga frá Egyptalandi forðum. Þá voru það röskar 600.000 manns sem lögðu af stað og 40 ár voru þeir að ná fyrirheitna landinu. Á siðustu 3 árum hafa meira en 600,000 Gyðingar komið heim til ísrael. — Það er aðeins byrjunin. Ezekicl 37 hejur rœtzt og fólki'S í Israel heyrir slcóhljóS Messíasar.“ Fyrir 80 árum skriíaði Mark Twain um áhrif sin af heimsókn i Landið helga. „Palestína situr í sekk og ösku, eyðileg og ófrjó- söm. Vonlaust og raunalegt land. Og hvernig a'tti það annars að vera? Getur reiði Guðdómsins fegrað nokkurt land? Ekki er hægt að reikna Palestínu með löndum nútímans.“ 30 árum síðar heyrðist baráttu rödd Austurríska Gyðingsins Dr. Herzl í þingum Evrópu.“ Það er land, án þjóðar. Það er þjóð án lands. Gefið landið án þjóðar, þjóðinni sem er án lands!“ í dag er ísrael í fullkominni endurbyggingu, sem ekki á sinn lika í sögunni. Rætast út í æsar spádómar Biblíunnar. ísrael er einnig sjálft farið að sjá sig í Ijósi Guðs orðsins, þannig að tala hinna kristnu eykst. — Nýjar verksmiðjur eru byggðar með mikl- um hraða og krafti. Þar á meðal vefnaðarvöruverksmiðja fyrir norðan Jarkon ána. Glerverksmiðja nálægt Beerseba og sykur- verksmiðja í Gan Javne. Skipastóll ísraels sem fyrir fjórum árum taldi aðeins 4 skip. Telur í dag 124 skip, sem að samanlagðri lestartölu nálgast 120.000 tonn. Innflutningur fólksins sem er skipulagður að fjölda til, fer venju- lega langt fram úr áætlun. Þannig var það með fyrstu mánuði ársins 1952. Landsvæði í ísrael, sem varla dropi úr lofti hefur fallið á í áratugi og aldir, fékk svo ríkulega úrkomu í vetur að jafnvel truflanir orsökuðust af. Rættust hér spádómsorðin er Drottinn lofaði að hella vatni yfir hið þyrsta og árstraumum yfir þurlendið. 23

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.