Afturelding - 01.01.1962, Qupperneq 4

Afturelding - 01.01.1962, Qupperneq 4
AFTURELDING Stærsta fórnin Það var í júlí-mánuði árið 1874. — Flutningavagnar hersins skröltu gegnum götur Parísar, til þess að flytja í fangelsi fleiri og fleirí af vesalings fólki, sem varð fórnardýr þeirrar skelfingar sem þar dundi yfir. J einni af hinum troðfullu myrkva- stofum, var gamall maður, sem var að ganga um gólfmeðal hinna mörgu sem innilokaðir voru. AJlt í einu nam hann staðar fyrir framan sofandi mann, sem lá þar á gólfinu. Augu hans, sem voru farin að venjast myrkrinu störðu, störðu og störðu. Nei, Það gat ekki verið satt? Jú, sér til mikillar skelfingar sá hann að það var . . . sonur hans. Hann Jiafði verið tekinn og færður á þennan hræðilega stað, án þess að faðirinn vissi um það. Hann settist niður hjá honum meðan tárin runnu niður kinnar hans. Hvað gat hann gert fyrir son sinn til þess að bjarga honum frá dauða? Þá fór hann allt í einu að hugsa um það að þeir báru að börnin komi ung til þess frelsara, sem sagði: „Látið börnin koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsríkið.“ Jesús Krist- ur dó til að frelsa þau, og hörn geta, alveg eins og fullorðið fólk skilið hina einföldu frelsisáætlun Guðs. Það er sérstakt loforð, sem hljóðar upp á börnin: „Þeir, sem leita mín snemma, munu finna mig.” (Dönsk þýðing). Það eru mörg börn, sem hafa tekið á móti Jesú sem frelsara sínum, og eru nú hamingjusöm og glöð í sam- 4 sama nafn. Líklega sefur hann til morguns svo dauðþreyttur sem hann er, hugsaði faðirinn, og þá get ég svarað í hans stað, ef að hann verð- ur kallaður í nótt. Svo bað hann innilega til Guðs um að láta hann ekki vakna, og sat hjá honum það sem eftir var næturinnar. Snemma morguns komu þrír her- menn inn í myrkrastofuna. „Jean Simon de Loiserolle köll- uðu þeir hárri röddu. „Hér er ég” svaraði gamli maður- inn og spratt upp til þess að fylgja hermönnunum til aftökustaðarins. Á leiðinni þangað þurftu þeir að fara í gegnum skrifstofu herstjórn- arinnar, þar sem nöfn hinna dauða- dæmdu voru skráð. „Jean Simon de Loiserolle 37 ára”, kallaði hermaðurinn sem sat þar, og leit á fangann með gletnis- brosi. „Það er nafnið mitt” svaraði gamli maðurinn, „en ég er 73 ára gamall”. félaginu við hann og hinn Heilagi Andi starfar í margra hjörtum. Það eru mörg lítil börn, sem þrá að koma til Jesú, en þau þekkja ekki veginn, og ef til vill er enginn, sem getur leitt þau inn á hann. Minnstu þess, að það er þá fyrst, er þau hafa tekið á móti Jesú í hjörtu sín, sem þau eru örugg fyrir eilífð- ina, og bið þú Guð að sýna þér, eitt eða annað barn, sem þú gætir tekið þér við hönd og leitt til hans! Teklð úr Klrkeklokken. „73 ára, en ekki 37. Þetta eru bjánaleg misstök hjá okkur, við verðum að leiðrétta það”. Svo var það gert, og því næst var gamli maðurinn látinn fylgja her- mönnunum aftur sem óku með hann stuttan spöl í flutningsvagninn, og svo var lífi hans lokið. Þegar sonur hans vaknaði morg- unin eftir, sögðu meðfangar hans honum frá því, að gamall maður hefði vakað yfir honum í alla nótt, og svarað í hans stað, þegar nafn hans var kallað upp, og farið með hermönnunum til þess að verða tek- inn af lífi. Hann langaði til að leiðrétta þetta við herstjórnina, og segja að það var hann sem var Jean Simon de Loiserolle, en enginn mundi sennilega hlusta á það, og faðirinn var þegar dáinn svo að það var of seint að hjarga honum. Hann ákvað því með sjálfum sér að bíða. Það gæti eigi dregizt lengi þangað til þetta nafn væri kallað upp á ný, og hann yrði leiddur út til að mæta sömu örlögum. En eftir þrjá daga, þegar Robes- pierre, sem var leiðtogi bylltingar- innar, var líflátinn af sínum eigin flokksmönnum, var tími skelfingar- innar á enda, og allir fangarnir látn- ir lausir. Þegar þessi maður fór út í frjáls- ræðið aftur, var það ásetningur hjarta hans að lifa lífi sínu þannig5 að það gæti orðið verðugt þeirrar stóru fórnar, sem faðir hans hafði fært. Gat hann gert annað? Og getum við í raun og veru gert annað, þegar við hugsum um hann, sem dó í okkar stað, og tók refsinguna á sig til þess að við mætt- um lifa eilíflega, Og getum við ver- ið svo full af vanþakklæti, að við viljum ekki kannast við hann þegar hann krefst einhvers af okkur?

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.